Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2024 16:04 Svona mun rennibrautin líta út í sundlauginni í Þorlákshöfn þar sem stigahúsið verður 12 metra hátt og upphitað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein glæsilegasta og hæsta vatnsrennibraut landsins verður í sundlauginni í Þorlákshöfn en Sveitarfélagið Ölfus hefur fjárfest í tveimur braut fyrir 150 milljónir króna, sem verða settar saman í eina. Stigahúsið upp í brautina verður tólf metra hátt. Í mörgum sundlaugum landsins eru vatnsrennibrautir sem njóta mikilla vinsælda hjá börnum og unglingum og stundum líka fullorðnum. Vatnsrennibrautir draga marga í laugarnar og eftir því sem þær eru hærri og stærri þá eru auknar líkur að sú sundlaugin verði valin. Sundlaugin í Þorlákshöfn er vinsæl laug með barnarennibraut en nú á að bæta við risa braut eins og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, þekkir manna best. Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi og ætlar fyrstu ferðina í nýju rennibrautinni.Vísir/Egill „Já, við erum að endurgera og endurnýja útivistarsvæðið við sundlaugina en laugin gegnir mjög veigamiklu hlutverki í mannlífinu hérna í Þorlákshöfn og nú er komin tími á endurnýjun rennibrautanna“. Þetta verða rosalega flottar rennibrautir, er það ekki? „Jú, þetta verða flottustu rennibrautir á landinu að mínu mati og bætir þá við allt það framboð, sem hér er fyrir börn og ungmenni. Okkur á að finnast gaman heima hjá okkur, við eigum ekki alltaf að þurfa að vera á faraldsfæti til að hafa gaman, og maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman, þannig að hluti af velferðinni er að búa til skemmtilegt mannlíf og menningu og aðstöðu fyrir börn og ungmenni,“ segir Elliði. Og fer bæjarstjórinn fyrstu ferðina næsta vor? „Já, ég hef þegar pantað mér Speedo skýlu, ég ætlaði að fá mér hana í hlébarðalitunum en hún verður sennilega í zebralitunum en hún á að vera mjög hraðskreið í svona rennibrautum,“ segir Elliði hlæjandi. Íbúar sveitarfélagsins og í næsta nágrenni bíða spenntir eftir nýju rennibrautinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Sundlaugar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Í mörgum sundlaugum landsins eru vatnsrennibrautir sem njóta mikilla vinsælda hjá börnum og unglingum og stundum líka fullorðnum. Vatnsrennibrautir draga marga í laugarnar og eftir því sem þær eru hærri og stærri þá eru auknar líkur að sú sundlaugin verði valin. Sundlaugin í Þorlákshöfn er vinsæl laug með barnarennibraut en nú á að bæta við risa braut eins og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, þekkir manna best. Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi og ætlar fyrstu ferðina í nýju rennibrautinni.Vísir/Egill „Já, við erum að endurgera og endurnýja útivistarsvæðið við sundlaugina en laugin gegnir mjög veigamiklu hlutverki í mannlífinu hérna í Þorlákshöfn og nú er komin tími á endurnýjun rennibrautanna“. Þetta verða rosalega flottar rennibrautir, er það ekki? „Jú, þetta verða flottustu rennibrautir á landinu að mínu mati og bætir þá við allt það framboð, sem hér er fyrir börn og ungmenni. Okkur á að finnast gaman heima hjá okkur, við eigum ekki alltaf að þurfa að vera á faraldsfæti til að hafa gaman, og maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman, þannig að hluti af velferðinni er að búa til skemmtilegt mannlíf og menningu og aðstöðu fyrir börn og ungmenni,“ segir Elliði. Og fer bæjarstjórinn fyrstu ferðina næsta vor? „Já, ég hef þegar pantað mér Speedo skýlu, ég ætlaði að fá mér hana í hlébarðalitunum en hún verður sennilega í zebralitunum en hún á að vera mjög hraðskreið í svona rennibrautum,“ segir Elliði hlæjandi. Íbúar sveitarfélagsins og í næsta nágrenni bíða spenntir eftir nýju rennibrautinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Sundlaugar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira