Innlent

Komust úr brennandi í­búðar­húsi af sjálfs­dáðum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Reykkafarar slökkviliðsins fundu heimilisdýr sem komst ekki út.
Reykkafarar slökkviliðsins fundu heimilisdýr sem komst ekki út. Vísir/Vilhelm

Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang.

Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðarstjórn slökkviliðsins, segir að útkallið hafi borist um þrjúleytið í nótt og allt tiltækt slökkvilið hafi verið sent á vettvang.

Þarna hafi verið mikill reykur og mikið tjón orðið. Ekkert er vitað um eldsupptök að svo stöddu.

Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á [email protected].

Reykkafarar fundu heimilisdýr sem náðu ekki að komast út og endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.

Rétt fyrir fimm hætti slökkviliðið störfum á vettvangi en þá tók lögreglan við.

Pálmi segir að mikið hafi verið að gera hjá slökkviliðinu í nótt. Auk eldsins hafi sjúkrabílar farið í sextíu verkefni sem teljist frekar mikið.

Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við varðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×