Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2024 14:55 Maðurinn var ásamt tveimur félögum að æfa björgun í ánni þegar slysið varð. Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Maðurinn sem lést hafði verið að æfa björgun ásamt tveimur félögum sínum þegar slysið varð. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru straumsvatnsbjörgunarhópar boðaðir frá björgunarsveitum á nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út, en vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlu við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. Brúin yfir Tungufljót á Biskupstungnabraut.Já.is Í tilkynningu frá Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur formanni Slysavarnafélagsins Landsbjargar til fjölmiðla segir: „Það er mér afar þungbært að þurfa að tilkynna um að góður félagi okkar, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, lést í slysi sem varð á æfingu í straumvatnsbjörgun í og við Tungufljót síðdegis á sunnudag. Hugur minn og allra félaga í Slysavarnafélaginu Landsbjörg er með aðstandendum hans og félögum og okkar verkefni núna er fyrst og fremst að taka utan um þann hóp með allri þeirri sálrænu aðstoð sem við getum veitt, og þau vilja þiggja.“ Borghildur bendir á að rannsókn slyssins sé í höndum lögreglunnar á Suðurlandi og félagið muni að sjálfsögðu veita alla þá aðstoð við hana sem beðið verði um. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni. Björgunarsveitir Andlát Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. 16. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Maðurinn sem lést hafði verið að æfa björgun ásamt tveimur félögum sínum þegar slysið varð. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru straumsvatnsbjörgunarhópar boðaðir frá björgunarsveitum á nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út, en vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlu við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. Brúin yfir Tungufljót á Biskupstungnabraut.Já.is Í tilkynningu frá Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur formanni Slysavarnafélagsins Landsbjargar til fjölmiðla segir: „Það er mér afar þungbært að þurfa að tilkynna um að góður félagi okkar, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, lést í slysi sem varð á æfingu í straumvatnsbjörgun í og við Tungufljót síðdegis á sunnudag. Hugur minn og allra félaga í Slysavarnafélaginu Landsbjörg er með aðstandendum hans og félögum og okkar verkefni núna er fyrst og fremst að taka utan um þann hóp með allri þeirri sálrænu aðstoð sem við getum veitt, og þau vilja þiggja.“ Borghildur bendir á að rannsókn slyssins sé í höndum lögreglunnar á Suðurlandi og félagið muni að sjálfsögðu veita alla þá aðstoð við hana sem beðið verði um. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni.
Björgunarsveitir Andlát Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. 16. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. 16. ágúst 2024 07:00