Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2024 19:30 Sigurgeir var skiljanlega nokkuð þreyttur þegar hann kom í land. Kristinn Þór Jónasson Maður sem synti milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar með eiginkonu sína í eftirdragi segist hafa þurft að hundsa eigin efasemdir allan tímann. Sundið tók um sex tíma, og sjórinn var aðeins tveggja gráðu heitur þegar verst lét. Maðurinn heitir Sigurgeir Svanbergsson, sem synti í gær frá Reyðarfirði yfir til Eskifjarðar, með Sóleyju Gísladóttur eiginkonu sína í kajak í eftirdragi. Sundið synti hann til styrktar Píeta-samtökunum, í ísköldum sjónum. „Ég held að hann hafi verið í fimm gráðum þegar við byrjuðum, en síðan þegar fór að nálgast Eskifjörð þá lækkaði hitastigið alveg svakalega og var komið niður í tvær gráður,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. Straumagrautur gerði langa leið lengri Leiðin átti að vera um sex kílómetrar, en varð töluvert lengri vegna aðstæðna. „Þetta endaði í 7,7 held ég. Þegar við erum að koma inn í Eskifjörð eru einhverjar hræringar þar, einhver straumagrautur. Þannig að við fórum allt aðra leið en við ætluðum.“ Sigurgeir, sem hefur synt þó nokkur langsund til styrktar góðu málefni áður, lagði af stað laust fyrir hádegi í gær, en sundið tók um sex tíma. „Kuldinn var náttúrulega svakalega erfiður. Ég var orðinn svo dofinn í framan að mér leið eins og ég væri nýkominn frá tannlækni. Og svo voru það þessir straumar. Ég var farinn að efast svo mikið um árangurinn. Ég hélt að við værum bara föst einhvers staðar og það væri ekkert að gerast.“ Sú var þó ekki raunin, en Sigurgeir segist hafa haft sínar efasemdir allan tímann. „Svo er ég eiginlega út allt sundið að hundsa þessar raddir sem eru að búa til ástæður fyrir mig til þess að hætta. Því það er endalaust af ástæðum til að hætta þessu.“ Táraðist þegar hann kom að landi Sigurgeir naut liðsinnis fjölda fólks í kringum sig, sem og siglingaklúbbs, björgunarsveita og slökkviliðs, við sundið. „Það tæki mig langan tíma að telja upp alla sem komu að þessu,“ segir hann, þannig að þakklætið skín í gegn. Um 150 manns hafi tekið á móti honum við Mjóeyri, þar sem Sigurgeir kom í land. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna afreki Sigurgeirs, og styðja hann síðasta spölinn.Kristinn Þór Jónasson „Ég táraðist þegar ég kom þarna og sá allt þetta fólk, og það var kílómetri af bílaröð sem var að fylgja mér síðasta spölinn. Þetta var ótrúlegt.“ Þótt Sigurgeir hafi komið í land í gær er enn hægt að heita á hann, og leggja Píeta-samtökunum þannig lið. Upplýsingar um söfnunina má finna hér að neðan. Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fjarðabyggð Sjósund Góðverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Maðurinn heitir Sigurgeir Svanbergsson, sem synti í gær frá Reyðarfirði yfir til Eskifjarðar, með Sóleyju Gísladóttur eiginkonu sína í kajak í eftirdragi. Sundið synti hann til styrktar Píeta-samtökunum, í ísköldum sjónum. „Ég held að hann hafi verið í fimm gráðum þegar við byrjuðum, en síðan þegar fór að nálgast Eskifjörð þá lækkaði hitastigið alveg svakalega og var komið niður í tvær gráður,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. Straumagrautur gerði langa leið lengri Leiðin átti að vera um sex kílómetrar, en varð töluvert lengri vegna aðstæðna. „Þetta endaði í 7,7 held ég. Þegar við erum að koma inn í Eskifjörð eru einhverjar hræringar þar, einhver straumagrautur. Þannig að við fórum allt aðra leið en við ætluðum.“ Sigurgeir, sem hefur synt þó nokkur langsund til styrktar góðu málefni áður, lagði af stað laust fyrir hádegi í gær, en sundið tók um sex tíma. „Kuldinn var náttúrulega svakalega erfiður. Ég var orðinn svo dofinn í framan að mér leið eins og ég væri nýkominn frá tannlækni. Og svo voru það þessir straumar. Ég var farinn að efast svo mikið um árangurinn. Ég hélt að við værum bara föst einhvers staðar og það væri ekkert að gerast.“ Sú var þó ekki raunin, en Sigurgeir segist hafa haft sínar efasemdir allan tímann. „Svo er ég eiginlega út allt sundið að hundsa þessar raddir sem eru að búa til ástæður fyrir mig til þess að hætta. Því það er endalaust af ástæðum til að hætta þessu.“ Táraðist þegar hann kom að landi Sigurgeir naut liðsinnis fjölda fólks í kringum sig, sem og siglingaklúbbs, björgunarsveita og slökkviliðs, við sundið. „Það tæki mig langan tíma að telja upp alla sem komu að þessu,“ segir hann, þannig að þakklætið skín í gegn. Um 150 manns hafi tekið á móti honum við Mjóeyri, þar sem Sigurgeir kom í land. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna afreki Sigurgeirs, og styðja hann síðasta spölinn.Kristinn Þór Jónasson „Ég táraðist þegar ég kom þarna og sá allt þetta fólk, og það var kílómetri af bílaröð sem var að fylgja mér síðasta spölinn. Þetta var ótrúlegt.“ Þótt Sigurgeir hafi komið í land í gær er enn hægt að heita á hann, og leggja Píeta-samtökunum þannig lið. Upplýsingar um söfnunina má finna hér að neðan. Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla)
Fjarðabyggð Sjósund Góðverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira