Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2024 16:16 Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, segir að ræða hans á dögunum um útlendingamál ætti ekki að koma á óvart. Það hafi bara enginn spurt þá Framsóknarmenn hvað þeim sýndist. vísir/anton brink Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar heldur sig fast við það sem hann sagði í leiðtogaumræðum RÚV á dögunum um útlendingamálin. Fjölmiðlar hafi bara ekki sýnt því neinn áhuga sem hann hafi haft fram að færa í þeim efnum. Í kosningapallborð fréttastofunnar í dag mættu auk Sigurðar Inga þau Inga Sæland formenn Flokks fólksins og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Þar var tekist á um miðjuna í hinum flokkpólitíska ási nú í aðdraganda kosninga og var líf og fjör í umræðunum. Á mánudaginn mættu fulltrúar Pírata, VG og Sósíalista í pallborðið og töluðu um vinstrið. Og í síðustu viku var sjónum beint til hægri með formönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Í dag var hins vegar komið að formönnum flokka sem staðsetja má á eða við miðju, þau mættu glaðbeitt í settið til Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns og ekki var nú eins og um væri að ræða blæbrigðamun á þessum flokkum þó þeim sé skikkað á miðjuna. Sækjum peningana þangað þar sem þá er að finna Reyndar hefur verið erfitt að staðsetja Flokk fólksins á kvarðanum? Inga sagðist hafa verið kratakona, það hafi hún fengið í vöggugjöf en hún sagði sig úr Samfylkingunni í kjölfar hruns. „Samfylkingin sveik þjóð sína eftir hrunið,“ sagði Inga. Hún er að tala um hina svokölluðu skjaldborg og tilkynnti að hún hafi þá sagt sig úr flokknum. Svo var það 2016, og hún að ljúka B.A.-gráðu í lögfræði þegar hún frétti af skýrslu um bág kjör barna þá hafi hún ákveðið að stofna stjórnmálaflokk og beita sér fyrir því að útrýma fátækt. „Þjóðarskömm að sá hópur hefur vaxið frá því þessi skýrsla var gefin út,“ sagði Inga og fór yfir það að Flokkur fólksins láti verkin tala, það sýni 19 þingmál sem hún hefur staðið fyrir sem gangi út á að koma til móts við fólkið sem höllustum fæti standa. „Við viljum vinna fyrir allt samfélagið, ekki vinna fyrir sérhagsmunagæslu.“ Þó vel færi á með fulltrúum flokkanna, og Kristrún og Sigurður hafi verið nálægt því að mynda kosningabandalag, lá eitt og annað þungt á Ingu Sæland. Og hún fór ekki í grafgötur með það.vísir/Anton Brink Inga var spurð af því hvernig til standi að fjármagna þessar fjárfreku aðgerðir sem hún kalli eftir og þá sagði Inga að hún vildi fara þangað sem peningana er að finna. Í bankana. „Bankaskattur! Þessir bankar eru að fara að skila í vaxtatekjur og þjónustugjöld 200 milljörðum króna.“ Inga sagði furðulegt að fólk virtist ekki átta sig á því að þau á þingi réðu. Löggjafinn sé alvaldur í landinu og honum væri lófa lagið að þetta verði ekki bara sett í græðgiskjaft bankanna, sagði Inga. „Verðum að sýna fólki að við séum að vinna fyrir það“ Kristrún sagði að hún dáðist af Ingu og mikilvægt hvernig hennar rödd hafi lyft ákveðnum hópum í samfélaginu. Henni þætti leitt hversu margir upplifðu sig afskipta í kjölfar hruns og hún gæti nefnt margar ástæður en það skipti ekki máli, ef fólk sé reitt og örvæntingarfullt. „Það skiptir máli að við höfum stjórnmálamenn sem tala fyrir þessu. Mér finnst leitt að fólk skuli ekki geta fundið sig inni í Samfélaginu. Þetta verður áframhaldandi barátta, að sýna fólki að við séum að vinna fyrir það.“ Kristrún bætti því við að það væri erfitt, það væri aðstöðumunur að vera í stjórnarandstöðu og svo að hafa heilt stjórnarráð sem reikna allt út fyrir þig. En hún hefði áhyggjur af því sem fram kom í Morgunblaðinu í dag að til standi að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði. „Stór partur af vexti í lífeyrissjóði ræðst af því hvað þú leggur þar inn.“ Kristrún sagði að hún gæti auðvitað talað um ýmis atriði sem urðu til þess að margir fundu sig afskipta í kjölfar hruns, en það skipti bara engu máli. Fólk hafi orðið reitt og það sé Samfylkingarinnar að sýna að hún vinni fyrir fólkið, ekki sérhagsmuni.vísir/anton brink Kristrún sagðist skilja að fólk hafi áhyggjur af lífeyriskerfinu en það breyti ekki því að lífeyrissjóðirnir séu þegar á heildina sé litið stórkostlegt kerfi. „Þetta gæti orðið til að draga úr stöðugleika í þjóðfélaginu. Við verðum að skoða heildarmyndina.“ Hvað er ekki í volli? Inga vildi hins róttæka endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu, sagði lífeyrissjóðina með níunda þúsunda milljarða í eigur og þangað renni árlega fjórða milljarðar inn á ári, það viti það allir að þegar kemur svo að því að taka út úr þessu, eftir heila starfsævi, að þá skerðast bætur í almannatryggingafélaginu. „Þetta er bara bull. Við eigum rétt á að fá þessa fjármuni til að styrkja við veikar stoðir, við erum að horfast í augu við það, í hverri einustu, stendur á brauðfótum og það liggur á borðinu, líka kjósendur sem nú ganga að kjörborðinu.“ Inga og Kristrún sem sagði að þó eitt og annað mætti segja um hvernig lífeyrissjóðirnir væru reknir þá væru þeir mikilvægir. Inga var öllu hvassari þegar þeir komu til umræðu.vísir/anton brink Inga sagði milljarða kastað í vafasamar fjárfestingar eins og í fyrirtæki í Grindavík þar sem allt leiki á reiðiskjálfi. Sigurður Ingi sagði auðvelt fyrir þær að teikna upp hér þá mynd að allt sé í volli. „Það er alrangt.“ Inga var fljót til svars og spurði á móti: „Hvað er ekki í volli?“ Öllu grautað saman í útlendingamálunum Elín Margrét spurði Sigurð Inga út í ummæli sem vöktu mikla athygli, í oddvitaumræðum Ríkissjónvarpsins á dögunum, en þar hélt Sigurður Ingi innblásna ræðu um málefni hælisleitenda. Er stefna Framsóknarflokksins eitthvað að breytast? Sigurður Ingi sagði fyrir það fyrsta að hann myndi aldrei vitna til þess sem sagt hefði verið við ríkisstjórnarborðið. Á lokuðum fundi. En, nei. „Fjölmiðlar hafa ekki spurt okkur í Framsókn.“ Sigurður Ingi vildi meina að fjölmiðlar hafi aldrei sýnt því nokkurn áhuga á að leita svara hjá sér og sínum mönnum en þau hafi viljað horfa á þennan málaflokk í heild sinni. „Það gekk fram af mér,“ sagði Sigurður Ingi og vísar til téðrar sjónvarpsumræðu. Þetta væri rúmt prósent af ríkisfjármálunum sem færi í þetta og hann skildi ekki hvað væri málið. Hann játti því að það hafi á tímabili orðið stjórnlaust, við viðurkennum það bara. „Hingað komu miklu fleiri en við réðum við en við erum búin að lækka þann kostnað niður um 10 milljarða og þetta er ekki sami vandi.“ Sigurður Ingi segist alltaf hafa verið sjálfum sér samkvæmur í útlendingamálunum, það hafi bara enginn sýnt því áhuga að spyrja Framsóknarmenn hvað þeim sýndist um þann málaflokk sem margir vilja nú meina að sé eitt helsta kosningamálið.vísir/anton brink Sigurður Ingi vildi meina að öll umræða um útlendingamál væri þannig að öllu væri grautað saman. Á Íslandi væru 70 þúsund sem vinni störfum sem innfæddir vilja ekki sinna en er undirstaða velferðar. „Tækifærin þeirra þurfa að vera þau sömu og okkar. Landið er uppselt Kristrún sagði að um viðkvæman málaflokk væri að ræða en það hafi komið á óvart þetta eigi að verða að einhverju heiftarlegu kosningamáli. „Að það hafi verið að ráðast á fólk, leigubílsstjóra frá Afganistan eins og Stöð 2 greindi frá, börn af erlendum uppruna sem verða fyrir aðkasti, það vill enginn búa í slíku samfélagi.“ Kristrún vildi meina að hlutirnir væru gjarnan teknir úr samhengi af fjölmiðlum. Það þyrfti að skoða þennan málaflokk í heild sinni. Hún var sammála Sigurði Inga sem sagðist ávallt hafa verið þeirrar skoðunar að við ættum að vera með sambærilegt regluverk og er í öðrum Norðurlöndum. Inga Sæland sagði hins vegar landið uppselt. Og það hafi verið lægri þröskuldur á Íslandi en í löndunum í kringum okkur sem þýddi að hingað flæddi fólk af erlendum uppruna. Við yrðum að vera í færum til að taka utan um alla sem hingað koma. Þetta voru sem sagt fjörugar og upplýsandi umræður sem sjá má hér ofar. Hér var aðeins tæpt á fáeinum atriðum sem á góma bar. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 freistaði þess að fá oddvita þeirra flokka við Pallborðið sem sækja fylgi sitt á hægri væng stjórnmálanna til að skerpa á því hvað það væri sem sameinaði þá og um hvað þeir væru ósammála. 30. október 2024 16:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Í kosningapallborð fréttastofunnar í dag mættu auk Sigurðar Inga þau Inga Sæland formenn Flokks fólksins og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Þar var tekist á um miðjuna í hinum flokkpólitíska ási nú í aðdraganda kosninga og var líf og fjör í umræðunum. Á mánudaginn mættu fulltrúar Pírata, VG og Sósíalista í pallborðið og töluðu um vinstrið. Og í síðustu viku var sjónum beint til hægri með formönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Í dag var hins vegar komið að formönnum flokka sem staðsetja má á eða við miðju, þau mættu glaðbeitt í settið til Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns og ekki var nú eins og um væri að ræða blæbrigðamun á þessum flokkum þó þeim sé skikkað á miðjuna. Sækjum peningana þangað þar sem þá er að finna Reyndar hefur verið erfitt að staðsetja Flokk fólksins á kvarðanum? Inga sagðist hafa verið kratakona, það hafi hún fengið í vöggugjöf en hún sagði sig úr Samfylkingunni í kjölfar hruns. „Samfylkingin sveik þjóð sína eftir hrunið,“ sagði Inga. Hún er að tala um hina svokölluðu skjaldborg og tilkynnti að hún hafi þá sagt sig úr flokknum. Svo var það 2016, og hún að ljúka B.A.-gráðu í lögfræði þegar hún frétti af skýrslu um bág kjör barna þá hafi hún ákveðið að stofna stjórnmálaflokk og beita sér fyrir því að útrýma fátækt. „Þjóðarskömm að sá hópur hefur vaxið frá því þessi skýrsla var gefin út,“ sagði Inga og fór yfir það að Flokkur fólksins láti verkin tala, það sýni 19 þingmál sem hún hefur staðið fyrir sem gangi út á að koma til móts við fólkið sem höllustum fæti standa. „Við viljum vinna fyrir allt samfélagið, ekki vinna fyrir sérhagsmunagæslu.“ Þó vel færi á með fulltrúum flokkanna, og Kristrún og Sigurður hafi verið nálægt því að mynda kosningabandalag, lá eitt og annað þungt á Ingu Sæland. Og hún fór ekki í grafgötur með það.vísir/Anton Brink Inga var spurð af því hvernig til standi að fjármagna þessar fjárfreku aðgerðir sem hún kalli eftir og þá sagði Inga að hún vildi fara þangað sem peningana er að finna. Í bankana. „Bankaskattur! Þessir bankar eru að fara að skila í vaxtatekjur og þjónustugjöld 200 milljörðum króna.“ Inga sagði furðulegt að fólk virtist ekki átta sig á því að þau á þingi réðu. Löggjafinn sé alvaldur í landinu og honum væri lófa lagið að þetta verði ekki bara sett í græðgiskjaft bankanna, sagði Inga. „Verðum að sýna fólki að við séum að vinna fyrir það“ Kristrún sagði að hún dáðist af Ingu og mikilvægt hvernig hennar rödd hafi lyft ákveðnum hópum í samfélaginu. Henni þætti leitt hversu margir upplifðu sig afskipta í kjölfar hruns og hún gæti nefnt margar ástæður en það skipti ekki máli, ef fólk sé reitt og örvæntingarfullt. „Það skiptir máli að við höfum stjórnmálamenn sem tala fyrir þessu. Mér finnst leitt að fólk skuli ekki geta fundið sig inni í Samfélaginu. Þetta verður áframhaldandi barátta, að sýna fólki að við séum að vinna fyrir það.“ Kristrún bætti því við að það væri erfitt, það væri aðstöðumunur að vera í stjórnarandstöðu og svo að hafa heilt stjórnarráð sem reikna allt út fyrir þig. En hún hefði áhyggjur af því sem fram kom í Morgunblaðinu í dag að til standi að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði. „Stór partur af vexti í lífeyrissjóði ræðst af því hvað þú leggur þar inn.“ Kristrún sagði að hún gæti auðvitað talað um ýmis atriði sem urðu til þess að margir fundu sig afskipta í kjölfar hruns, en það skipti bara engu máli. Fólk hafi orðið reitt og það sé Samfylkingarinnar að sýna að hún vinni fyrir fólkið, ekki sérhagsmuni.vísir/anton brink Kristrún sagðist skilja að fólk hafi áhyggjur af lífeyriskerfinu en það breyti ekki því að lífeyrissjóðirnir séu þegar á heildina sé litið stórkostlegt kerfi. „Þetta gæti orðið til að draga úr stöðugleika í þjóðfélaginu. Við verðum að skoða heildarmyndina.“ Hvað er ekki í volli? Inga vildi hins róttæka endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu, sagði lífeyrissjóðina með níunda þúsunda milljarða í eigur og þangað renni árlega fjórða milljarðar inn á ári, það viti það allir að þegar kemur svo að því að taka út úr þessu, eftir heila starfsævi, að þá skerðast bætur í almannatryggingafélaginu. „Þetta er bara bull. Við eigum rétt á að fá þessa fjármuni til að styrkja við veikar stoðir, við erum að horfast í augu við það, í hverri einustu, stendur á brauðfótum og það liggur á borðinu, líka kjósendur sem nú ganga að kjörborðinu.“ Inga og Kristrún sem sagði að þó eitt og annað mætti segja um hvernig lífeyrissjóðirnir væru reknir þá væru þeir mikilvægir. Inga var öllu hvassari þegar þeir komu til umræðu.vísir/anton brink Inga sagði milljarða kastað í vafasamar fjárfestingar eins og í fyrirtæki í Grindavík þar sem allt leiki á reiðiskjálfi. Sigurður Ingi sagði auðvelt fyrir þær að teikna upp hér þá mynd að allt sé í volli. „Það er alrangt.“ Inga var fljót til svars og spurði á móti: „Hvað er ekki í volli?“ Öllu grautað saman í útlendingamálunum Elín Margrét spurði Sigurð Inga út í ummæli sem vöktu mikla athygli, í oddvitaumræðum Ríkissjónvarpsins á dögunum, en þar hélt Sigurður Ingi innblásna ræðu um málefni hælisleitenda. Er stefna Framsóknarflokksins eitthvað að breytast? Sigurður Ingi sagði fyrir það fyrsta að hann myndi aldrei vitna til þess sem sagt hefði verið við ríkisstjórnarborðið. Á lokuðum fundi. En, nei. „Fjölmiðlar hafa ekki spurt okkur í Framsókn.“ Sigurður Ingi vildi meina að fjölmiðlar hafi aldrei sýnt því nokkurn áhuga á að leita svara hjá sér og sínum mönnum en þau hafi viljað horfa á þennan málaflokk í heild sinni. „Það gekk fram af mér,“ sagði Sigurður Ingi og vísar til téðrar sjónvarpsumræðu. Þetta væri rúmt prósent af ríkisfjármálunum sem færi í þetta og hann skildi ekki hvað væri málið. Hann játti því að það hafi á tímabili orðið stjórnlaust, við viðurkennum það bara. „Hingað komu miklu fleiri en við réðum við en við erum búin að lækka þann kostnað niður um 10 milljarða og þetta er ekki sami vandi.“ Sigurður Ingi segist alltaf hafa verið sjálfum sér samkvæmur í útlendingamálunum, það hafi bara enginn sýnt því áhuga að spyrja Framsóknarmenn hvað þeim sýndist um þann málaflokk sem margir vilja nú meina að sé eitt helsta kosningamálið.vísir/anton brink Sigurður Ingi vildi meina að öll umræða um útlendingamál væri þannig að öllu væri grautað saman. Á Íslandi væru 70 þúsund sem vinni störfum sem innfæddir vilja ekki sinna en er undirstaða velferðar. „Tækifærin þeirra þurfa að vera þau sömu og okkar. Landið er uppselt Kristrún sagði að um viðkvæman málaflokk væri að ræða en það hafi komið á óvart þetta eigi að verða að einhverju heiftarlegu kosningamáli. „Að það hafi verið að ráðast á fólk, leigubílsstjóra frá Afganistan eins og Stöð 2 greindi frá, börn af erlendum uppruna sem verða fyrir aðkasti, það vill enginn búa í slíku samfélagi.“ Kristrún vildi meina að hlutirnir væru gjarnan teknir úr samhengi af fjölmiðlum. Það þyrfti að skoða þennan málaflokk í heild sinni. Hún var sammála Sigurði Inga sem sagðist ávallt hafa verið þeirrar skoðunar að við ættum að vera með sambærilegt regluverk og er í öðrum Norðurlöndum. Inga Sæland sagði hins vegar landið uppselt. Og það hafi verið lægri þröskuldur á Íslandi en í löndunum í kringum okkur sem þýddi að hingað flæddi fólk af erlendum uppruna. Við yrðum að vera í færum til að taka utan um alla sem hingað koma. Þetta voru sem sagt fjörugar og upplýsandi umræður sem sjá má hér ofar. Hér var aðeins tæpt á fáeinum atriðum sem á góma bar.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 freistaði þess að fá oddvita þeirra flokka við Pallborðið sem sækja fylgi sitt á hægri væng stjórnmálanna til að skerpa á því hvað það væri sem sameinaði þá og um hvað þeir væru ósammála. 30. október 2024 16:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 freistaði þess að fá oddvita þeirra flokka við Pallborðið sem sækja fylgi sitt á hægri væng stjórnmálanna til að skerpa á því hvað það væri sem sameinaði þá og um hvað þeir væru ósammála. 30. október 2024 16:04