Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2024 11:02 Stóra hreindýraveiðitímabinu lauk í september en tuttugu daga gluggi er í nóvember til að fella 24 hreinkýr. Vísir/vilhelm Yfirmaður hjá Umhverfisstofnun segir um undantekningartilvik að ræða þegar skjóta þurfti fleiri en einu skoti til að fella hreinkú á Suðausturlandi í gær. Mestu máli hafi skipt að tekist hafi að fella dýrið en það ekki sloppið sært í burtu. Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, lýsti því í gær hvernig hann hefði fylgst með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr „í bakgarðinum“ hjá sér. Hann setti stórt spurningamerki við veiðarnar en hann hefði heyrt í það minnsta sex byssuskot. Nóvemberveiðar á hreinkúm standa yfir á tveimur syðstu veiðisvæðunum, svæði 8 og 9, þar sem leyfi er fyrir 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Ein af þessum kúm var felld í námunda við heimili Sæmundar í gær. Bjarni Jónasson, teymisstjóri í teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, segir mál á borð við þetta eiginlega aldrei koma inn á borð stofnunarinnar. „Sem betur fer er ekki oft sem svona gerist,“ segir Bjarni. Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið strax í að leita upplýsinga, hafa samband við tilkynnanda sem hafi ekki svarað í símann og svo rætt við leiðsögumann. „Það er ekkert sem bendir til þess að nokkuð ólöglegt hafi verið gangi. Að þeir hafi verið of nálægt húsum eða annað slíkt,“ segir Bjarni. „Það virðist vera að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Fyrsta skotið hafi ekki verið nógu gott. Þá virðist dýrið hafa farið af stað. Ef þau hlaupa af stað getur eðli málsins samkvæmt verið erfitt að fella dýrið,“ segir Bjarni. Ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort tvö skot eða fleiri hafi farið í dýrið. Bjarni segir atvikið óheppilegt en sé sem betur fer algjör undantekning. Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, lýsti því í gær hvernig hann hefði fylgst með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr „í bakgarðinum“ hjá sér. Hann setti stórt spurningamerki við veiðarnar en hann hefði heyrt í það minnsta sex byssuskot. Nóvemberveiðar á hreinkúm standa yfir á tveimur syðstu veiðisvæðunum, svæði 8 og 9, þar sem leyfi er fyrir 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Ein af þessum kúm var felld í námunda við heimili Sæmundar í gær. Bjarni Jónasson, teymisstjóri í teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, segir mál á borð við þetta eiginlega aldrei koma inn á borð stofnunarinnar. „Sem betur fer er ekki oft sem svona gerist,“ segir Bjarni. Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið strax í að leita upplýsinga, hafa samband við tilkynnanda sem hafi ekki svarað í símann og svo rætt við leiðsögumann. „Það er ekkert sem bendir til þess að nokkuð ólöglegt hafi verið gangi. Að þeir hafi verið of nálægt húsum eða annað slíkt,“ segir Bjarni. „Það virðist vera að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Fyrsta skotið hafi ekki verið nógu gott. Þá virðist dýrið hafa farið af stað. Ef þau hlaupa af stað getur eðli málsins samkvæmt verið erfitt að fella dýrið,“ segir Bjarni. Ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort tvö skot eða fleiri hafi farið í dýrið. Bjarni segir atvikið óheppilegt en sé sem betur fer algjör undantekning.
Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira