Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 19:01 Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Vísir Lyfjatengd andlát á síðasta ári voru tvöfalt fleiri en fyrir áratug og í um fjórðungi þeirra var um vísvitandi sjálfseitrun að ræða. Framkvæmdastjóri hjá SÁÁ segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist af alvöru við vandanum. Heilbrigðiskerfið eigi ekki að þurfa að berjast um bitlinga Á síðasta ári voru lyfjatengd andlát hér á landi alls 56 þar af voru fimmtán sjálfsvíg, til samanburðar voru lyfjatengd andlát 23 fyrir áratug. Í gögnum Landlæknis kemur fram að árið 2013 létust 7,2 á hverja hundrað þúsund íbúa vegna slíkra dánarorsaka en voru 14,8 í fyrra. Landlæknisembættið bendir á að um tilviljunarkennda sveiflu geti verið að ræða. Lyfjatengdu andlátin fleiri hjá körlum en konum á síðasta ári. Þá voru 34 þeirra vegna ópíóðaeitrana en önnur vegna annarra ávana og fíkniefna eða lyfja. Sambærileg þróun og á Vogi Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir þetta í samræmi við þróun þar. „Þetta endurspeglast líka hjá okkur. Þessi ópíóðalyf eru svo hættuleg og miklu líklegri til að valda dauðsföllum. Sérstaklega þegar þau eru notuð í tengslum við önnur lyf eða áfengi. Hún segir ótímabær dauðsföll vegna fíknisjúkdóms enn fleiri. Tölfræði frá SÁÁ.Vísir „Á hverju ári eru um hundrað manns að deyja fyrir sextugt úr okkar hópi þ.e. fólk sem er með fíknsjúkdóm, Það er augljóst að við þurfum að gera miklu meira til að aðstoða þennan hóp,“ segir Valgerður. Skyndilausnir ekki til Hún segir að stjórnvöld þurfi að bregðast við vandanum. „Það er mikil þörf á að sinna þessum málflokki betur. Ekki með neinum skyndilausnum. Þær eru ekki til. Það þarf að sinna fólki með fíknivanda á mörgum sviðum og með aðkomu margra í velferðarkerfinu. Við getum gert svo miklu betur sem samfélag. Það er pólitísk ákvörðun hvað fer mikið af kökunni í þetta mikilvæga málefni. Því miður mætir málaflokkurinn oft afgangi og það er verið að berjast um einhverja bitlinga,“ segir Valgerður. Fíkn SÁÁ Landspítalinn Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Á síðasta ári voru lyfjatengd andlát hér á landi alls 56 þar af voru fimmtán sjálfsvíg, til samanburðar voru lyfjatengd andlát 23 fyrir áratug. Í gögnum Landlæknis kemur fram að árið 2013 létust 7,2 á hverja hundrað þúsund íbúa vegna slíkra dánarorsaka en voru 14,8 í fyrra. Landlæknisembættið bendir á að um tilviljunarkennda sveiflu geti verið að ræða. Lyfjatengdu andlátin fleiri hjá körlum en konum á síðasta ári. Þá voru 34 þeirra vegna ópíóðaeitrana en önnur vegna annarra ávana og fíkniefna eða lyfja. Sambærileg þróun og á Vogi Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir þetta í samræmi við þróun þar. „Þetta endurspeglast líka hjá okkur. Þessi ópíóðalyf eru svo hættuleg og miklu líklegri til að valda dauðsföllum. Sérstaklega þegar þau eru notuð í tengslum við önnur lyf eða áfengi. Hún segir ótímabær dauðsföll vegna fíknisjúkdóms enn fleiri. Tölfræði frá SÁÁ.Vísir „Á hverju ári eru um hundrað manns að deyja fyrir sextugt úr okkar hópi þ.e. fólk sem er með fíknsjúkdóm, Það er augljóst að við þurfum að gera miklu meira til að aðstoða þennan hóp,“ segir Valgerður. Skyndilausnir ekki til Hún segir að stjórnvöld þurfi að bregðast við vandanum. „Það er mikil þörf á að sinna þessum málflokki betur. Ekki með neinum skyndilausnum. Þær eru ekki til. Það þarf að sinna fólki með fíknivanda á mörgum sviðum og með aðkomu margra í velferðarkerfinu. Við getum gert svo miklu betur sem samfélag. Það er pólitísk ákvörðun hvað fer mikið af kökunni í þetta mikilvæga málefni. Því miður mætir málaflokkurinn oft afgangi og það er verið að berjast um einhverja bitlinga,“ segir Valgerður.
Fíkn SÁÁ Landspítalinn Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira