„Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Hjörvar Ólafsson skrifar 7. nóvember 2024 17:54 Arnar Bergmann Gunnlaugsson var léttur, ljúfur og kátur að leik loknum. Vísir/Anton Brink Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. „Þetta var frábær sigur fyrir okkar klúbb og bara fyrir íslenskan fótbolta í heild sinni að mínu mati. Við erum hér að spila við sterkt lið sem hefur staðið sig vel í Evrópukeppnum síðustu árin og á þessu tímabili. Við vinnum þá sannfærandi sem er mjög sterkt,“ sagði Arnar Bergmann í samtali við Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki hvort ég sé bara orðinn svo gráðugur en mér fannst við geta skorað fleiri mörk í þessum leik eins og í leiknum á móti Cercle Brugge. En að vinna 2-0 og halda markinu hreinu er bara virkilega flott frammistaða,“ sagði hann einnig. „Það var lazer fókus hjá okkur nánast allan tíman fyrir utan kannski síðasta korterið í fyrri hálfleik þar sem við vorum svolítið værukærir á boltann. Mér fannst leikmenn mínir vera on it, hungraðir og nýttu sér sársaukann frá tapinu gegn Blikum til þess að fá innri reiði til þess að innbyrða þennan sigur,“ sagði þjálfarinn stoltur. „Þeir náðu að spila boltanum ágætlega sín á milli úti á vellinum en við gáfum fá sem engin færi á okkur og leikplanið hjá okkur var bara spot on. Mér fannst frammistaðan okkar vera upp á svona 8,5. Ef við hefðum nýtt upphlaupin okkar betur og skorað til fjögur til fimm mörk sem mér fannst við hæglega getað gert hefðu leikmennirnir fengið níu. En aftur er ég kannski of gráðugur þegar ég bið um þetta,“ sagði hann um spilamennsku sinna manna. Draumamarkmiðið okkar eftir að við tryggðum okkur inn í deildarkeppnina var að koma okkur inn í umspilið. Við vitum það betur eftir leikinn við Noah í Armeníu í hvaða stöðu við verðum. Ef við náum hagstæðum úrslitum þar breytum við kannski markmiðunum,“ sagði Arnar um stöðu Víkings í keppninni. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Sjá meira
„Þetta var frábær sigur fyrir okkar klúbb og bara fyrir íslenskan fótbolta í heild sinni að mínu mati. Við erum hér að spila við sterkt lið sem hefur staðið sig vel í Evrópukeppnum síðustu árin og á þessu tímabili. Við vinnum þá sannfærandi sem er mjög sterkt,“ sagði Arnar Bergmann í samtali við Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki hvort ég sé bara orðinn svo gráðugur en mér fannst við geta skorað fleiri mörk í þessum leik eins og í leiknum á móti Cercle Brugge. En að vinna 2-0 og halda markinu hreinu er bara virkilega flott frammistaða,“ sagði hann einnig. „Það var lazer fókus hjá okkur nánast allan tíman fyrir utan kannski síðasta korterið í fyrri hálfleik þar sem við vorum svolítið værukærir á boltann. Mér fannst leikmenn mínir vera on it, hungraðir og nýttu sér sársaukann frá tapinu gegn Blikum til þess að fá innri reiði til þess að innbyrða þennan sigur,“ sagði þjálfarinn stoltur. „Þeir náðu að spila boltanum ágætlega sín á milli úti á vellinum en við gáfum fá sem engin færi á okkur og leikplanið hjá okkur var bara spot on. Mér fannst frammistaðan okkar vera upp á svona 8,5. Ef við hefðum nýtt upphlaupin okkar betur og skorað til fjögur til fimm mörk sem mér fannst við hæglega getað gert hefðu leikmennirnir fengið níu. En aftur er ég kannski of gráðugur þegar ég bið um þetta,“ sagði hann um spilamennsku sinna manna. Draumamarkmiðið okkar eftir að við tryggðum okkur inn í deildarkeppnina var að koma okkur inn í umspilið. Við vitum það betur eftir leikinn við Noah í Armeníu í hvaða stöðu við verðum. Ef við náum hagstæðum úrslitum þar breytum við kannski markmiðunum,“ sagði Arnar um stöðu Víkings í keppninni.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Sjá meira