Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller og Svava Dögg Jónsdóttir skrifa 8. nóvember 2024 10:31 Yfirlýsing vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjármagni til grunnrannsókna á Íslandi 2025 Við, undirritaðir doktorsnemar og nýdoktorar, lýsum yfir miklum áhyggjum af endurteknum fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs í fjárlagafrumvarpi 2025. Stefnt er að 100 milljóna króna niðurskurði fyrir næsta ár, ofan á tæplega 500 milljón króna niðurskurð árið áður (Mynd 1). Mynd 1: Úthlutuð fjárhæð úr Rannsóknarsjóð og árangurshlutfall. **Áætluð launavísitala miðast við meðalþróun launavísitölu frá 2012, sjá graf aftast. Áætlað árangurshlutfall úthlutunar í Rannsóknasjóð 2025 miðast við 8.5% fjölgun umsókna í sjóðinn ásamt 10% hækkun á styrkupphæðum frá 2024, (Heimild: Rannís). Þetta jafngildir 17 stöðugildum doktorsnema til viðbótar við þau 70 ársverk sem töpuðust í niðurskurði núverandi fjárlaga. Þarna er hoggið stórt skarð í raðir okkar efnilegasta vísindafólks. Á sama tíma er gert ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári, sem sýnir að nægt fjármagn er í málaflokknum. Við teljum þennan endurtekna niðurskurð hafa veruleg áhrif á stöðu ungra vísindamanna og ganga gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um að hlúa að nýsköpun og vísindum á Íslandi. Mynd 2: Fjöldi umsókna og árangurs-hlutfall doktorsnema og nýdoktora undanfarin ár (Heimild: HÍ). Á síðustu misserum hefur ríkisstjórnin lýst yfir auknum áherslum á árangurstengdar fjárveitingar til háskóla fyrir hvern útskrifaðan framhaldsnema. Nýútskrifaðir meistara- og doktorsnemar eru lykilstarfsmenn nýsköpunarfyrirtækja og því er mikilvægt að styðja við þennan hóp ef efla á nýsköpunarstarf á Íslandi. Þessi nálgun ætti því að skila sér í auknu fjármagni til styrkingar verkefna þessara nema innan Háskólanna ef fyrirætlan stjórnvalda um fjölgun útskrifaðra framhaldsnema á að ganga eftir. Niðurskurður stjórnvalda í Rannsóknarsjóð fækkar styrktum verkefnum og því hafa færri nemar möguleika á að stunda nám sitt innan háskólanna og þurfa margir að sækja sér vinnu utan hans, sem hægir á námsframvindu þeirra. Þannig er þessi “aukna fjárveiting” í raun þynnt út. Einnig má benda á það að doktorsnema- og nýdoktorsstyrkjum HÍ hefur fækkað ört (sjá Mynd 2) og árangurshlutfall doktorsnema sem hefur verið milli 20-25%, hefur lækkað niður í 13% árið 2024, á meðan árangurshlutfall nýdoktora hefur helmingast á sama tímabili. Það er því ljóst að Háskólinn hefur hvorki fengið viðbótarfjármagn til að mæta þessum niðurskurði og tryggja nýveitingu verkefna á móti Rannsóknarsjóði, né til að viðhalda fjölda styrkveitinga til doktorsnema. Til þess að efla nýsköpun og rannsóknir á íslandi er nauðsynlegt að þjálfa unga vísindamenn og skapa aðstæður þar sem nýjar hugmyndir fá tækifæri til að kvikna. Doktorsnám gegnir hér lykilhlutverki, þar sem nemendur fá þjálfun í helstu aðferðum, sjálfstæðum vinnubrögðum, gagnrýnni og skapandi hugsun, sem og verkefnastjórnun. Þetta eru allt mikilvægir þættir fyrir áframhaldandi störf í nýsköpun og rannsóknum, bæði innan akademíunnar og utan. Að námi loknu þurfa þessir nýju sérfræðingar svo tækifæri til að hefja sjálfstæðan feril, prófa og þróa áfram nýjar hugmyndir sem geta svo leitt til frekari nýsköpunar. Það er því ljóst að með því að draga úr fjárveitingum til þessa málaflokks gengur ríkisstjórnin gegn eigin yfirlýstum markmiðum og dregur úr möguleikum á raunverulegri nýsköpun. Við skorum á ríkisstjórnina, Fjárlaganefnd, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson Fjármála- og Efnahagsráðherra að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í Rannsóknarsjóð og þess í stað snúa vörn í sókn og efla þessa mikilvægu undirstöðu vísinda og nýsköpunar á Íslandi. Höfundar eru Katrín Möller, nýdoktor við Háskóla Íslands og Svava Dögg Jónsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands. Skrifað fyrir hönd FEDON, félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands, Seigla, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og Hugdok, félags doktorsnema og nýdoktora á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Sjá meira
Yfirlýsing vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjármagni til grunnrannsókna á Íslandi 2025 Við, undirritaðir doktorsnemar og nýdoktorar, lýsum yfir miklum áhyggjum af endurteknum fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs í fjárlagafrumvarpi 2025. Stefnt er að 100 milljóna króna niðurskurði fyrir næsta ár, ofan á tæplega 500 milljón króna niðurskurð árið áður (Mynd 1). Mynd 1: Úthlutuð fjárhæð úr Rannsóknarsjóð og árangurshlutfall. **Áætluð launavísitala miðast við meðalþróun launavísitölu frá 2012, sjá graf aftast. Áætlað árangurshlutfall úthlutunar í Rannsóknasjóð 2025 miðast við 8.5% fjölgun umsókna í sjóðinn ásamt 10% hækkun á styrkupphæðum frá 2024, (Heimild: Rannís). Þetta jafngildir 17 stöðugildum doktorsnema til viðbótar við þau 70 ársverk sem töpuðust í niðurskurði núverandi fjárlaga. Þarna er hoggið stórt skarð í raðir okkar efnilegasta vísindafólks. Á sama tíma er gert ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári, sem sýnir að nægt fjármagn er í málaflokknum. Við teljum þennan endurtekna niðurskurð hafa veruleg áhrif á stöðu ungra vísindamanna og ganga gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um að hlúa að nýsköpun og vísindum á Íslandi. Mynd 2: Fjöldi umsókna og árangurs-hlutfall doktorsnema og nýdoktora undanfarin ár (Heimild: HÍ). Á síðustu misserum hefur ríkisstjórnin lýst yfir auknum áherslum á árangurstengdar fjárveitingar til háskóla fyrir hvern útskrifaðan framhaldsnema. Nýútskrifaðir meistara- og doktorsnemar eru lykilstarfsmenn nýsköpunarfyrirtækja og því er mikilvægt að styðja við þennan hóp ef efla á nýsköpunarstarf á Íslandi. Þessi nálgun ætti því að skila sér í auknu fjármagni til styrkingar verkefna þessara nema innan Háskólanna ef fyrirætlan stjórnvalda um fjölgun útskrifaðra framhaldsnema á að ganga eftir. Niðurskurður stjórnvalda í Rannsóknarsjóð fækkar styrktum verkefnum og því hafa færri nemar möguleika á að stunda nám sitt innan háskólanna og þurfa margir að sækja sér vinnu utan hans, sem hægir á námsframvindu þeirra. Þannig er þessi “aukna fjárveiting” í raun þynnt út. Einnig má benda á það að doktorsnema- og nýdoktorsstyrkjum HÍ hefur fækkað ört (sjá Mynd 2) og árangurshlutfall doktorsnema sem hefur verið milli 20-25%, hefur lækkað niður í 13% árið 2024, á meðan árangurshlutfall nýdoktora hefur helmingast á sama tímabili. Það er því ljóst að Háskólinn hefur hvorki fengið viðbótarfjármagn til að mæta þessum niðurskurði og tryggja nýveitingu verkefna á móti Rannsóknarsjóði, né til að viðhalda fjölda styrkveitinga til doktorsnema. Til þess að efla nýsköpun og rannsóknir á íslandi er nauðsynlegt að þjálfa unga vísindamenn og skapa aðstæður þar sem nýjar hugmyndir fá tækifæri til að kvikna. Doktorsnám gegnir hér lykilhlutverki, þar sem nemendur fá þjálfun í helstu aðferðum, sjálfstæðum vinnubrögðum, gagnrýnni og skapandi hugsun, sem og verkefnastjórnun. Þetta eru allt mikilvægir þættir fyrir áframhaldandi störf í nýsköpun og rannsóknum, bæði innan akademíunnar og utan. Að námi loknu þurfa þessir nýju sérfræðingar svo tækifæri til að hefja sjálfstæðan feril, prófa og þróa áfram nýjar hugmyndir sem geta svo leitt til frekari nýsköpunar. Það er því ljóst að með því að draga úr fjárveitingum til þessa málaflokks gengur ríkisstjórnin gegn eigin yfirlýstum markmiðum og dregur úr möguleikum á raunverulegri nýsköpun. Við skorum á ríkisstjórnina, Fjárlaganefnd, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson Fjármála- og Efnahagsráðherra að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í Rannsóknarsjóð og þess í stað snúa vörn í sókn og efla þessa mikilvægu undirstöðu vísinda og nýsköpunar á Íslandi. Höfundar eru Katrín Möller, nýdoktor við Háskóla Íslands og Svava Dögg Jónsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands. Skrifað fyrir hönd FEDON, félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands, Seigla, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og Hugdok, félags doktorsnema og nýdoktora á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun