Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 16:07 Bjarni Benediktsson er meðal annars starfandi matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. Bjarni tók við embætti matvælaráðherra í starfstjórn eftir að ráðherrar Vinstri grænna ákváðu að gegna ekki áfram störfum í ráðuneytum sínum eftir að ríkisstjórnarsamstarfi var slitið og boðað til kosninga. Þá var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fenginn til að gegna hlutverki fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu. Þann 25. október staðfesti Bjarni síðan að umsókn hafi borist frá Hval hf. um leyfi til að stunda hvalveiðar. Sú umsókn er enn í vinnslu innan ráðuneytisins að sögn Bjarna. „Það hefur engin afstaða verið tekin. Við leggjum bara áherslu á að þetta fari í sitt lögboðna ferli. Það felur meðal annars í sér að leita umsagna, lögboðið er að Hafrannsóknastofnun veiti umsögn og það verður óskað eftir henni. Síðan mun ég fá álit sérfræðinga í ráðuneytinu á þessu máli. Það liggur fyrir að á þessu kjörtímabili hefur í tvígang verið gefið út leyfi til hvalveiða. Þetta er mál sem verður bara eins og allar aðrar beiðnir til stjórnkerfisins að fara í lögboðið ferli,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. En áttu von á að þetta verði afgreitt fyrir kosningar? „Við skulum bara sjá. Ég get ekki neitt fullyrt um það á þessum tímapunkti enda er málið í ferli í ráðuneytinu,“ svarar Bjarni. Stjórnsýslan í kringum leyfisveitingu til hvalveiða hefur verið umdeild á kjörtímabili fráfarandi ríkisstjórnar, bæði í tíð Svandísar Svavarsdóttur, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og nú Bjarna Benediktssonar. Þannig hafa sex náttúru- og dýraverndarsamtök til að mynda skorað á forseta Íslands að stöðva möguleg áform Bjarna um að gefa út hvalveiðileyfi á meðan hann gegnir embætti matvælaráðherra í starfsstjórn. Hvalveiðar Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Hvalir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Bjarni tók við embætti matvælaráðherra í starfstjórn eftir að ráðherrar Vinstri grænna ákváðu að gegna ekki áfram störfum í ráðuneytum sínum eftir að ríkisstjórnarsamstarfi var slitið og boðað til kosninga. Þá var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fenginn til að gegna hlutverki fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu. Þann 25. október staðfesti Bjarni síðan að umsókn hafi borist frá Hval hf. um leyfi til að stunda hvalveiðar. Sú umsókn er enn í vinnslu innan ráðuneytisins að sögn Bjarna. „Það hefur engin afstaða verið tekin. Við leggjum bara áherslu á að þetta fari í sitt lögboðna ferli. Það felur meðal annars í sér að leita umsagna, lögboðið er að Hafrannsóknastofnun veiti umsögn og það verður óskað eftir henni. Síðan mun ég fá álit sérfræðinga í ráðuneytinu á þessu máli. Það liggur fyrir að á þessu kjörtímabili hefur í tvígang verið gefið út leyfi til hvalveiða. Þetta er mál sem verður bara eins og allar aðrar beiðnir til stjórnkerfisins að fara í lögboðið ferli,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. En áttu von á að þetta verði afgreitt fyrir kosningar? „Við skulum bara sjá. Ég get ekki neitt fullyrt um það á þessum tímapunkti enda er málið í ferli í ráðuneytinu,“ svarar Bjarni. Stjórnsýslan í kringum leyfisveitingu til hvalveiða hefur verið umdeild á kjörtímabili fráfarandi ríkisstjórnar, bæði í tíð Svandísar Svavarsdóttur, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og nú Bjarna Benediktssonar. Þannig hafa sex náttúru- og dýraverndarsamtök til að mynda skorað á forseta Íslands að stöðva möguleg áform Bjarna um að gefa út hvalveiðileyfi á meðan hann gegnir embætti matvælaráðherra í starfsstjórn.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Hvalir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira