Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Árni Sæberg skrifar 9. nóvember 2024 08:08 Slökkviliðsmenn notuðu bæði kalk og vatn til að takast á við slysið. Vísir Slökkvilið Vesturbyggðar sinnti útkalli í nótt vegna mengunarslyss þegar þúsund lítrar af maurasýru láku úr bamba á iðnaðarsvæði á Bíldudal. Engan sakaði en maurasýra er gríðarlega ertandi, bæði við snertingu og innöndun. Þetta segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, í samtali við fréttastofu. Hann segir að mannskapur af þremur stöðvum hafi sinnt útkallinu, frá Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði. Voru að afferma bílinn um miðja nótt Um klukkan eitt í nótt hafi verið að afferma flutningabíl fullan af bömbum fylltum maurasýru á iðnaðarsvæði þegar gat kom á einn bambann. Maurasýra er notuð í margvíslegum tilgangi, svo sem í fóðurgerð, votheysgerð og verkun á ýmsum fiskiafurðum. Hér má sjá svokallaðan bamba.Vísir Davíð Rúnar segir að starfsmönnnum á svæðinu hafi tekist að forða sér án þess að fá á sig maurasýruna eða anda henni að sér í of miklu magni. Maurasýra sé svo ertandi að hún brenni í gegnum hefðbundinn slökkviliðsbúning. Þá sé uppgufun af henni skaðleg bæði öndunarfærum og augum. Engin hætta á ferð lengur Hann segir að slökkvilið hafi notað kalk til þess að vega upp á móti sýrunni og hlutleysa hana. Sýnataka hafi staðreynt að hætta væri ekki lengur til staðar eftir aðgerðir slökkviliðsins. Jarðvegurinn á svæðinu sé þó gljúpur og einhver sýra hafi því lekið niður í jarðveginn og þaðan út í sjó. Maurasýra blandist vel vatni og því sé ekki talið að nein hætta sé á ferð. Þá segir hann að svæðið sé iðnaðarsvæði og lítil íbúabyggð sé í nágrenni þess. Því hafi íbúum Bíldudals engin hætta stafað af mengunarslysinu. Vesturbyggð Slökkvilið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Þetta segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, í samtali við fréttastofu. Hann segir að mannskapur af þremur stöðvum hafi sinnt útkallinu, frá Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði. Voru að afferma bílinn um miðja nótt Um klukkan eitt í nótt hafi verið að afferma flutningabíl fullan af bömbum fylltum maurasýru á iðnaðarsvæði þegar gat kom á einn bambann. Maurasýra er notuð í margvíslegum tilgangi, svo sem í fóðurgerð, votheysgerð og verkun á ýmsum fiskiafurðum. Hér má sjá svokallaðan bamba.Vísir Davíð Rúnar segir að starfsmönnnum á svæðinu hafi tekist að forða sér án þess að fá á sig maurasýruna eða anda henni að sér í of miklu magni. Maurasýra sé svo ertandi að hún brenni í gegnum hefðbundinn slökkviliðsbúning. Þá sé uppgufun af henni skaðleg bæði öndunarfærum og augum. Engin hætta á ferð lengur Hann segir að slökkvilið hafi notað kalk til þess að vega upp á móti sýrunni og hlutleysa hana. Sýnataka hafi staðreynt að hætta væri ekki lengur til staðar eftir aðgerðir slökkviliðsins. Jarðvegurinn á svæðinu sé þó gljúpur og einhver sýra hafi því lekið niður í jarðveginn og þaðan út í sjó. Maurasýra blandist vel vatni og því sé ekki talið að nein hætta sé á ferð. Þá segir hann að svæðið sé iðnaðarsvæði og lítil íbúabyggð sé í nágrenni þess. Því hafi íbúum Bíldudals engin hætta stafað af mengunarslysinu.
Vesturbyggð Slökkvilið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira