Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2024 14:04 Eyjólfur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands, sem hélt upp á 25 ára afmælið sitt í vikunni að viðstöddu fjölmenni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um eitt þúsund og fimm hundruð manns sækja símenntun hjá Fræðsluneti Suðurlands á hverju ári en helmingur af þátttakendum eru erlendir íbúar búsettir á Suðurlandi. Fræðslunetið, sem fagnar nú tuttugu og fimm ára afmæli er með um sextíu kennara á sínum snærum. Haldið var upp á 25 ára afmæli Fræðslunets Suðurlands í vikunni í Sandvíkursetrinu á Selfossi. Aðalgestur afmælisins var Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti. Hún sagði frá ferli sínum og hvernig hún fer að því að setja sér markmið og standa við þau. Eftir fyrirlesturinn var boðið upp á afmæliskaffi að hætti hússins. Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti en hún var með áhugaverðan fyrirlestur í 25 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fræðslunet Suðurlands er símenntunarmiðstöð, sem sér um og skipuleggur námskeið fyrir fullorðið fólk. Námskeiðin eru af ýmsum toga, bæði starfstengd- og tómstundanámskeið. Eyjólfur Sturlaugsson er framkvæmdastjóri Fræðslunetsins. „Þetta hefur gengið ágætlega en við erum að taka í gegnum kerfin okkar svona í kringum eitt þúsund og fimm hundruð manns á hverju ári, sem fara í gegnum Fræðslunetið hjá okkur,” segir Eyjólfur. Hvers konar námskeið eru þetta, sem þið eruð aðallega að bjóða upp á? „Við erum með samning við ráðuneytið, félagsmálaráðuneytið um að kenna framhaldsfræðslu er þar eru vottaðar námsleiðir, sem gefa framhaldsskólaeiningar. Svo erum við með fræðslu fyrir fullorðið fatlað fólk og svo erum við með námskeið fyrir útlendinga, sem vilja læra íslensku og svo erum við með allskonar fyrirtækjaþjónustu, námsráðgjöf og rauntæknimat.” Eyjólfur segir að félagsliðanám, sé mjög vinsælt og hafi í rauninni slegið í gegn hjá Fræðsluneti Suðurlands. En erlendir íbúar á Suðurlandi, eru þeir duglegir að koma til ykkar? „Já, það er núna þannig að í fyrsta skipti hjá okkur á síðasta ári að íbúar af erlendum uppruna voru að verða um 50% af þeim, sem sækja námið,” segir Eyjólfur. Um 60 kennarar kenna hjá Fræðsluneti Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggjast næstu 25 ár í Eyjólf og aðra starfsmenn Fræðslunetsins? „Ég veit það bara að allavega af eigin reynslu að það er mjög erfitt að spá um það,”. Starfsmenn Fræðslunetsins eru 10 og kennararnir eru um 60 en þeir eru staðsettir víðs vegar um Suðurland og kenna allskyns greinar. Heimasíða Fræðslunets Suðurlands Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Haldið var upp á 25 ára afmæli Fræðslunets Suðurlands í vikunni í Sandvíkursetrinu á Selfossi. Aðalgestur afmælisins var Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti. Hún sagði frá ferli sínum og hvernig hún fer að því að setja sér markmið og standa við þau. Eftir fyrirlesturinn var boðið upp á afmæliskaffi að hætti hússins. Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti en hún var með áhugaverðan fyrirlestur í 25 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fræðslunet Suðurlands er símenntunarmiðstöð, sem sér um og skipuleggur námskeið fyrir fullorðið fólk. Námskeiðin eru af ýmsum toga, bæði starfstengd- og tómstundanámskeið. Eyjólfur Sturlaugsson er framkvæmdastjóri Fræðslunetsins. „Þetta hefur gengið ágætlega en við erum að taka í gegnum kerfin okkar svona í kringum eitt þúsund og fimm hundruð manns á hverju ári, sem fara í gegnum Fræðslunetið hjá okkur,” segir Eyjólfur. Hvers konar námskeið eru þetta, sem þið eruð aðallega að bjóða upp á? „Við erum með samning við ráðuneytið, félagsmálaráðuneytið um að kenna framhaldsfræðslu er þar eru vottaðar námsleiðir, sem gefa framhaldsskólaeiningar. Svo erum við með fræðslu fyrir fullorðið fatlað fólk og svo erum við með námskeið fyrir útlendinga, sem vilja læra íslensku og svo erum við með allskonar fyrirtækjaþjónustu, námsráðgjöf og rauntæknimat.” Eyjólfur segir að félagsliðanám, sé mjög vinsælt og hafi í rauninni slegið í gegn hjá Fræðsluneti Suðurlands. En erlendir íbúar á Suðurlandi, eru þeir duglegir að koma til ykkar? „Já, það er núna þannig að í fyrsta skipti hjá okkur á síðasta ári að íbúar af erlendum uppruna voru að verða um 50% af þeim, sem sækja námið,” segir Eyjólfur. Um 60 kennarar kenna hjá Fræðsluneti Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggjast næstu 25 ár í Eyjólf og aðra starfsmenn Fræðslunetsins? „Ég veit það bara að allavega af eigin reynslu að það er mjög erfitt að spá um það,”. Starfsmenn Fræðslunetsins eru 10 og kennararnir eru um 60 en þeir eru staðsettir víðs vegar um Suðurland og kenna allskyns greinar. Heimasíða Fræðslunets Suðurlands
Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira