„Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 21:01 Grindvíkingarnir Einar Dagbjartsson og Gunnar Sigurðsson munu seint gleyma atburðunum þann 10. nóvember. 2023. Vísir/Sigurjón Tíundi nóvember verður aldrei gleðidagur í augum Grindvíkinga sem þurftu að yfirgefa heimili sín á þessum degi fyrir ári. Þetta segir bæjarstjórinn í Grindavík en bæjarbúar minntust tímamótanna í dag. Bæjarbúar voru þó glaðir að geta komið saman í kaffi í bænum í dag í tilefni af tímamótunum. Það var kvöldið 10. nóvember 2023 sem ákveðið var að rýma Grindavík vegna jarðhræringa þegar kvikugangur myndaðist undir bænum. Rýmingin þótti ganga vel fyrir sig en flestir yfirgáfu bæinn með það í huga að snúa fljótt heim aftur. Það varð ekki raunin. Miklir óvissutímar tóku við hjá Grindvíkingum en síðan hefur gosið nokkrum sinnum á Reykjanesi. Í dag var smekkfullt hús í Kvikunni, menningarmiðstöðinni í Grindavík, þegar fréttastofu bar að garði síðdegis í dag en þangað voru bæjarbúar saman komnir í kaffi og minntust þess að fyrir ári síðan þurftu þau að yfirgefa heimili sín. „Ég var ekki heima, ég var úti á Kanarí þannig að við sluppum. En við fengum ekkert að fara aftur heim, það var bara þannig,“ segir Grindvíkingurinn Sigríður S. Gunnarsdóttir sem var þangað mætt ásamt öðrum. Einar Dagbjartsson var sjálfur úti á sjó þegar mestu lætin dundu yfir fyrir ári. „Ég var úti á Stuttagrunni 40 mílur suðvestur af Grindavík. Kom svo hér og landaði um sjöleitið aðeins á eftir áætlun. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Bryggjan var eins og harmonikka það voru rosaleg læti og við mamma flúðum svo bara tíu um kvöldið,“ segir Einar. Félagi hans Gunnar Sigurðsson var sjálfur heima í Grindavík þegar ósköpin dundu yfir. Fyrst var hann staddur í Víðihlíð, hjúkrunarheimilinu í Grindavík, en dreif sig síðan heim til konunnar svo hún væri ekki ein. „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum. Svo ég fór úr Grindavík um sex leytið, áður en var farið að rýma,“ segir Gunnar. Geithafurinn, einkennismerki Grindavíkur, er um fjögurra metra hár og verður tendraður í kvöld og mun veita bæjarbúum vonarljós.Vísir/Sigurjón Fannar Jónasson bæjarstjóri var einnig mættur í Kvikuna en þar var honum afhentur gripur með skjaldamerki Grindavíkur, en í kvöld tendra bæjarbúar einmitt „ljós vonar“, nýtt kennileiti í bænum fyrir utan Kvikuna sem sækir innblástur í skjaldamerki bæjarins og er af geithafri. „Þessi dagur mun aldrei vera neinn gleðidagur í huga okkar, 10. nóvember, en þegar að Grindvíkingar koma saman, þá getum við gleðst, við getum grátið og við getum fagnað ýmsum áföngum,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Það var kvöldið 10. nóvember 2023 sem ákveðið var að rýma Grindavík vegna jarðhræringa þegar kvikugangur myndaðist undir bænum. Rýmingin þótti ganga vel fyrir sig en flestir yfirgáfu bæinn með það í huga að snúa fljótt heim aftur. Það varð ekki raunin. Miklir óvissutímar tóku við hjá Grindvíkingum en síðan hefur gosið nokkrum sinnum á Reykjanesi. Í dag var smekkfullt hús í Kvikunni, menningarmiðstöðinni í Grindavík, þegar fréttastofu bar að garði síðdegis í dag en þangað voru bæjarbúar saman komnir í kaffi og minntust þess að fyrir ári síðan þurftu þau að yfirgefa heimili sín. „Ég var ekki heima, ég var úti á Kanarí þannig að við sluppum. En við fengum ekkert að fara aftur heim, það var bara þannig,“ segir Grindvíkingurinn Sigríður S. Gunnarsdóttir sem var þangað mætt ásamt öðrum. Einar Dagbjartsson var sjálfur úti á sjó þegar mestu lætin dundu yfir fyrir ári. „Ég var úti á Stuttagrunni 40 mílur suðvestur af Grindavík. Kom svo hér og landaði um sjöleitið aðeins á eftir áætlun. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Bryggjan var eins og harmonikka það voru rosaleg læti og við mamma flúðum svo bara tíu um kvöldið,“ segir Einar. Félagi hans Gunnar Sigurðsson var sjálfur heima í Grindavík þegar ósköpin dundu yfir. Fyrst var hann staddur í Víðihlíð, hjúkrunarheimilinu í Grindavík, en dreif sig síðan heim til konunnar svo hún væri ekki ein. „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum. Svo ég fór úr Grindavík um sex leytið, áður en var farið að rýma,“ segir Gunnar. Geithafurinn, einkennismerki Grindavíkur, er um fjögurra metra hár og verður tendraður í kvöld og mun veita bæjarbúum vonarljós.Vísir/Sigurjón Fannar Jónasson bæjarstjóri var einnig mættur í Kvikuna en þar var honum afhentur gripur með skjaldamerki Grindavíkur, en í kvöld tendra bæjarbúar einmitt „ljós vonar“, nýtt kennileiti í bænum fyrir utan Kvikuna sem sækir innblástur í skjaldamerki bæjarins og er af geithafri. „Þessi dagur mun aldrei vera neinn gleðidagur í huga okkar, 10. nóvember, en þegar að Grindvíkingar koma saman, þá getum við gleðst, við getum grátið og við getum fagnað ýmsum áföngum,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira