„Frammistaðan var góð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 20:47 Þjálfari Chelsea var sáttur eftir stig gegn Arsenal. EPA-EFE/TOLGA AKMEN „Ég naut leiksins. Frammistaðan var góð,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn nágrönnunum í Arsenal þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á Brúnni. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið sem eru nú með 19 stig í 3. til 6. sæti deildarinnar. „Við þekkjum lið þeirra nokkuð vel og spiluðum frekar vel. Frammistaðan er mjög mikilvæg fyrir okkur á þessu augnabliki og hún var góð. Við getum nú hvílt okkur áður en við höldum áfram,“ sagði Maresca eftir leik en nú er landsleikjahlé framundan og því nokkuð langt í næsta leik. „Frammistaða Pedro Neto (markaskorara Chelsea) var virkilega góð, allir leikmenn okkar börðust vel í dag. Við spiluðum eins og við viljum spila, vorum hugrakkir og spiluðum boltanum ávallt úr öftustu línu.“ „Hann hefur verið algjör atvinnumaður síðan ég kom til félagsins og hann er að spila frábærlega,“ sagði Maresca um miðjumanninn Moises Caicedo. „Aðstoðardómarinn lyfti flagginu svo það var rangstæða. Varnarlega vorum við virkilega góðir að markinu undanskildu. Fyrir utan það vorum við góðir,“ sagði þjálfarinn um færi sem Skytturnar fengu í blálok leiksins. Drama in added time! 🍿Arsenal came this close to finding a winner 😳#CHEARS pic.twitter.com/cQUeSoodOR— Premier League (@premierleague) November 10, 2024 „Þetta er það sem við viljum gera. Við viljum reyna að spila okkar bolta og gefa öllum liðum deildarinnar leik. Við erum Chelsea svo það er mikilvægtað senda þessi skilaboð. Það eru þjálfarar sem hafa verið hjá félögum í fimm til níu ár svo við erum á eftir þeim,“ sagði Maresca að endingu en hann tók við sem þjálfari Chelsea síðasta sumar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Sjá meira
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið sem eru nú með 19 stig í 3. til 6. sæti deildarinnar. „Við þekkjum lið þeirra nokkuð vel og spiluðum frekar vel. Frammistaðan er mjög mikilvæg fyrir okkur á þessu augnabliki og hún var góð. Við getum nú hvílt okkur áður en við höldum áfram,“ sagði Maresca eftir leik en nú er landsleikjahlé framundan og því nokkuð langt í næsta leik. „Frammistaða Pedro Neto (markaskorara Chelsea) var virkilega góð, allir leikmenn okkar börðust vel í dag. Við spiluðum eins og við viljum spila, vorum hugrakkir og spiluðum boltanum ávallt úr öftustu línu.“ „Hann hefur verið algjör atvinnumaður síðan ég kom til félagsins og hann er að spila frábærlega,“ sagði Maresca um miðjumanninn Moises Caicedo. „Aðstoðardómarinn lyfti flagginu svo það var rangstæða. Varnarlega vorum við virkilega góðir að markinu undanskildu. Fyrir utan það vorum við góðir,“ sagði þjálfarinn um færi sem Skytturnar fengu í blálok leiksins. Drama in added time! 🍿Arsenal came this close to finding a winner 😳#CHEARS pic.twitter.com/cQUeSoodOR— Premier League (@premierleague) November 10, 2024 „Þetta er það sem við viljum gera. Við viljum reyna að spila okkar bolta og gefa öllum liðum deildarinnar leik. Við erum Chelsea svo það er mikilvægtað senda þessi skilaboð. Það eru þjálfarar sem hafa verið hjá félögum í fimm til níu ár svo við erum á eftir þeim,“ sagði Maresca að endingu en hann tók við sem þjálfari Chelsea síðasta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Sjá meira