Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2024 19:51 Alessia Russo og stöllur unnu frábæran sigur í kvöld. Alex Burstow/Getty Images Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. Skytturnar hafa verið að snúa við blaðinu undanfarnar vikur eftir slaka byrjun á tímabilinu. Í kvöld fór liðið til Ítalíu og vann gríðarlega mikilvægan sigur á Juventus sem kemur liðinu í góða stöðu þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Hin norska Frida Leonhardsen-Maanum kom Arsenal yfir seint í fyrri hálfleik eftir undirbúning Caitlin Foord, staðan 0-1 í hálfleik. 😍 Arsenal with passing that soothes the soul to get the opener away at Juventus!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURNP3 #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/dxPcuaJs33— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka tóku Skytturnar frá Lundúnum yfir leikinn og kláruðu leikinn. Stina Blackstenius tvöfaldaði forystuna eftir sendingu Mariona Caldentey sem skoraði svo sjálf þriðja markið . 😍 MA-RI-O-NA ❗Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/4Hy8a6lpqQ— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Foord, sem hafði lagt upp fyrsta markið, var svo sjálf á skotskónum þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs lektíma. Staðan orðin 0-4 og reyndust það lokatölur leiksins. 4️⃣ FOORD FOR ARSENAL ❗Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURNP3 #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/zFPKd1gWLp— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Arsenal nú með sex stig í C-riðli líkt og Bayern München sem mætir Vålerenga síðar í kvöld. Juventus er með þrjú stig eftir þrjá leiki. Eftir óvænt 2-0 tap gegn Manchester City í fyrstu umferð hefur Barcelona nú unnið tvo leiki í röð og skorað 15 mörk í leikjunum. Í síðustu umferð unnu Evrópumeistararnir 9-0 sigur á Hammarby og í kvöld unnu Börsungar 7-0 sigur á St. Pölten. Claudia Pina skoraði tvívegis á meðan Ewa Pajor, Kika Nazareth, Aitana Bonmatí, Keira Walsh og Graham skoruðu eitt mark hver. 👌 The combo between Patri and Graham...Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/AXHPkusVvK— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Barcelona er með sex stig í D-riðli líkt og Man City sem Hammarby síðar í kvöld. St. Pölten er án stiga í botnsætinu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Skytturnar hafa verið að snúa við blaðinu undanfarnar vikur eftir slaka byrjun á tímabilinu. Í kvöld fór liðið til Ítalíu og vann gríðarlega mikilvægan sigur á Juventus sem kemur liðinu í góða stöðu þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Hin norska Frida Leonhardsen-Maanum kom Arsenal yfir seint í fyrri hálfleik eftir undirbúning Caitlin Foord, staðan 0-1 í hálfleik. 😍 Arsenal with passing that soothes the soul to get the opener away at Juventus!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURNP3 #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/dxPcuaJs33— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka tóku Skytturnar frá Lundúnum yfir leikinn og kláruðu leikinn. Stina Blackstenius tvöfaldaði forystuna eftir sendingu Mariona Caldentey sem skoraði svo sjálf þriðja markið . 😍 MA-RI-O-NA ❗Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/4Hy8a6lpqQ— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Foord, sem hafði lagt upp fyrsta markið, var svo sjálf á skotskónum þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs lektíma. Staðan orðin 0-4 og reyndust það lokatölur leiksins. 4️⃣ FOORD FOR ARSENAL ❗Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURNP3 #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/zFPKd1gWLp— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Arsenal nú með sex stig í C-riðli líkt og Bayern München sem mætir Vålerenga síðar í kvöld. Juventus er með þrjú stig eftir þrjá leiki. Eftir óvænt 2-0 tap gegn Manchester City í fyrstu umferð hefur Barcelona nú unnið tvo leiki í röð og skorað 15 mörk í leikjunum. Í síðustu umferð unnu Evrópumeistararnir 9-0 sigur á Hammarby og í kvöld unnu Börsungar 7-0 sigur á St. Pölten. Claudia Pina skoraði tvívegis á meðan Ewa Pajor, Kika Nazareth, Aitana Bonmatí, Keira Walsh og Graham skoruðu eitt mark hver. 👌 The combo between Patri and Graham...Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/AXHPkusVvK— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Barcelona er með sex stig í D-riðli líkt og Man City sem Hammarby síðar í kvöld. St. Pölten er án stiga í botnsætinu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira