Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2024 22:00 Annar af markaskorurum Bayern í kvöld og fyrirliðinn Glódís Perla. Harry Langer/Getty Images Glódís Perla Viggósdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir voru báðar í byrjunarliðum sinna liða þegar Bayern München tók á móti Vålerenga í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta í kvöld. Bayern gerði út um leikinn snemma leiks. Bayern hafði unnið báða leiki sína til þessa í keppninni og gat náð toppsætinu á nýjan leik eftir að Arsenal vann óvæntan stórsigur á Juventus í fyrri leik C-riðils í kvöld. Fyrirliðinn Glódís Perla og stöllur mættu vel undirbúnar til leiks en eftir aðeins tíu mínútur var hin danska Pernille Harder búin að koma Bayern yfir með skalla eftir stórbrotna stoðsendingu Klöru Bühl. 😍 Klara Bühl with that trademark cross to help Pernille Harder get her 5th Champions League goal of the season!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/rqhNpzEd59— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aðeins sjö mínútum síðar fékk Bayern gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar vítaspyrna var dæmd. Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. 🎯 Giulia Gwinn makes no mistakes from the penalty spot and doubles Bayern's lead against Vålerenga!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/nz5Tu3n2o3— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Bayern lét ekki staðar numið þar og bætti Sarah Zadrazil þriðja markinu við þegar komið var fram í uppbótartíma leiksins. Lokatölur 3-0 sem þýðir að Bayern er með 9 stig að loknum þremur leikjum í C-riðli. Arsenal er með sex stig, Juventus þrjú en Vålerenga er án stiga. Í D-riðli var Hammarby í heimsókn hjá Manchester City. Gestirnir frá Svíþjóð töpuðu 9-0 fyrir Barcelona í síðustu umferð og ætluðu sér alls ekki að lenda í öðru eins í kvöld. Tókst Hammarby að halda marki sínu hreinu allt fram í síðari hálfleik en hann var hins vegar aðeins tveggja mínútna gamall þegar Laura Blindkilde braut ísinn fyrir Man City. 💥 CITEH IN FRONT!It's Laura Blindkilde Brown with her first goal in the Champions League group stage!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/J2uV97Ebwm— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aoba Fujino tvöfaldaði forystu heimaliðsins eftir undirbúning Leila Ouahabi þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur leiksins 2-0 og Man City komið á topp D-riðils með fullt hús stiga á meðan Hammarby er með þrjú stig í 3. sæti. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. 12. nóvember 2024 19:51 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira
Bayern hafði unnið báða leiki sína til þessa í keppninni og gat náð toppsætinu á nýjan leik eftir að Arsenal vann óvæntan stórsigur á Juventus í fyrri leik C-riðils í kvöld. Fyrirliðinn Glódís Perla og stöllur mættu vel undirbúnar til leiks en eftir aðeins tíu mínútur var hin danska Pernille Harder búin að koma Bayern yfir með skalla eftir stórbrotna stoðsendingu Klöru Bühl. 😍 Klara Bühl with that trademark cross to help Pernille Harder get her 5th Champions League goal of the season!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/rqhNpzEd59— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aðeins sjö mínútum síðar fékk Bayern gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar vítaspyrna var dæmd. Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. 🎯 Giulia Gwinn makes no mistakes from the penalty spot and doubles Bayern's lead against Vålerenga!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/nz5Tu3n2o3— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Bayern lét ekki staðar numið þar og bætti Sarah Zadrazil þriðja markinu við þegar komið var fram í uppbótartíma leiksins. Lokatölur 3-0 sem þýðir að Bayern er með 9 stig að loknum þremur leikjum í C-riðli. Arsenal er með sex stig, Juventus þrjú en Vålerenga er án stiga. Í D-riðli var Hammarby í heimsókn hjá Manchester City. Gestirnir frá Svíþjóð töpuðu 9-0 fyrir Barcelona í síðustu umferð og ætluðu sér alls ekki að lenda í öðru eins í kvöld. Tókst Hammarby að halda marki sínu hreinu allt fram í síðari hálfleik en hann var hins vegar aðeins tveggja mínútna gamall þegar Laura Blindkilde braut ísinn fyrir Man City. 💥 CITEH IN FRONT!It's Laura Blindkilde Brown with her first goal in the Champions League group stage!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/J2uV97Ebwm— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aoba Fujino tvöfaldaði forystu heimaliðsins eftir undirbúning Leila Ouahabi þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur leiksins 2-0 og Man City komið á topp D-riðils með fullt hús stiga á meðan Hammarby er með þrjú stig í 3. sæti.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. 12. nóvember 2024 19:51 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira
Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. 12. nóvember 2024 19:51