„Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Kári Mímisson skrifar 14. nóvember 2024 22:37 Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari Hattar en liðið stóð vel í Stjörnumönnum í kvöld. vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segist vera sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni í kvöld. „Ég er fyrst og fremst svekktur með það að tapa en að sama skapi er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Viðar. Liðin voru jöfn framan af en það fór að skilja á milli þeirra í þriðja leikhluta þegar Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn. Viðar segir að liðið hafi átt erfitt með að leysa góðan varnarleik Stjörnunnar sem hann segir að sé eitt besta lið deildarinnar. „Okkar vantaði að finna aðeins lausnir sóknarlega gegn þessum ákveðna varnarleik Stjörnunnar. Við erum náttúrulega að spila á móti einu besta liði deildarinnar. Það var alveg ljóst að þeir myndu koma með runn á móti okkur en ég er ánægður með hvernig okkur tókst að snúa því til baka og gerðum þetta að leik hér undir lokin. Við hefðum mátt komast aðeins nær og gefa þessu séns þá. Mér fannst varnarleikurinn fínn í dag og við hefðum mátt lifa með þessu skoti hans Hlyns en það er bara svona.“ Hlynur Bæringsson skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins sem gulltryggði sigurinn. Hann hleypti af á sama tíma við það sem skotklukkan hringdi og gestirnir ósáttir við að karfan hafi fengið að standa. Hvernig sást þú þetta? „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka enda tók hann sér töluverðan tíma í þetta skot. Maður vill bara að rétt sé rétt, kannski hef ég rangt fyrir mér en í svona tilvikum á auðvitað bara að vera IRS kerfi hjá öllum liðum í efstu deild sem gæti auðveldlega skorið úr um þetta. Það er hægt annars staðar í Evrópu. Ég hef tönglast oft áður á þessu en íslenskur körfubolti er kominn á það getustig að þetta á bara að vera til staðar. Kannski vinnur það stundum á móti manni og stundum með en þetta snýst ekki um það heldur að það að rétt skal vera rétt. Dómararnir eru kannski ekki í auðveldri stöðu heldur, þeir geta ekki dæmt eitthvað af því að þeir halda það. Flott skot samt hjá gamla manninum og það var sennilega það sem geirnegldi þetta.“ Höttur hefur átt fínu gegn að fagna á tímabilinu og liðið spilaði mjög vel á köflum í kvöld. Spurður að því hvort liðið sé að spila betur eða verra en hann þorði að vona fyrir tímabilið segir Viðar að þetta komi bylgjum en að liðið sé á svipuðum stað og hann þorði að vona fyrir tímabilið „Þetta er að spilast bara svona svipað og ég hélt. Við tókum full djúpa dýfu í nokkrum leikjum og erum að vinna okkur upp aftur eftir það. Þetta er partur af því að vinna sem lið, þetta gengur í bylgjum og ef við færum alltaf upp á við þá værum við orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu.“ Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst svekktur með það að tapa en að sama skapi er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Viðar. Liðin voru jöfn framan af en það fór að skilja á milli þeirra í þriðja leikhluta þegar Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn. Viðar segir að liðið hafi átt erfitt með að leysa góðan varnarleik Stjörnunnar sem hann segir að sé eitt besta lið deildarinnar. „Okkar vantaði að finna aðeins lausnir sóknarlega gegn þessum ákveðna varnarleik Stjörnunnar. Við erum náttúrulega að spila á móti einu besta liði deildarinnar. Það var alveg ljóst að þeir myndu koma með runn á móti okkur en ég er ánægður með hvernig okkur tókst að snúa því til baka og gerðum þetta að leik hér undir lokin. Við hefðum mátt komast aðeins nær og gefa þessu séns þá. Mér fannst varnarleikurinn fínn í dag og við hefðum mátt lifa með þessu skoti hans Hlyns en það er bara svona.“ Hlynur Bæringsson skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins sem gulltryggði sigurinn. Hann hleypti af á sama tíma við það sem skotklukkan hringdi og gestirnir ósáttir við að karfan hafi fengið að standa. Hvernig sást þú þetta? „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka enda tók hann sér töluverðan tíma í þetta skot. Maður vill bara að rétt sé rétt, kannski hef ég rangt fyrir mér en í svona tilvikum á auðvitað bara að vera IRS kerfi hjá öllum liðum í efstu deild sem gæti auðveldlega skorið úr um þetta. Það er hægt annars staðar í Evrópu. Ég hef tönglast oft áður á þessu en íslenskur körfubolti er kominn á það getustig að þetta á bara að vera til staðar. Kannski vinnur það stundum á móti manni og stundum með en þetta snýst ekki um það heldur að það að rétt skal vera rétt. Dómararnir eru kannski ekki í auðveldri stöðu heldur, þeir geta ekki dæmt eitthvað af því að þeir halda það. Flott skot samt hjá gamla manninum og það var sennilega það sem geirnegldi þetta.“ Höttur hefur átt fínu gegn að fagna á tímabilinu og liðið spilaði mjög vel á köflum í kvöld. Spurður að því hvort liðið sé að spila betur eða verra en hann þorði að vona fyrir tímabilið segir Viðar að þetta komi bylgjum en að liðið sé á svipuðum stað og hann þorði að vona fyrir tímabilið „Þetta er að spilast bara svona svipað og ég hélt. Við tókum full djúpa dýfu í nokkrum leikjum og erum að vinna okkur upp aftur eftir það. Þetta er partur af því að vinna sem lið, þetta gengur í bylgjum og ef við færum alltaf upp á við þá værum við orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu.“
Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira