„Ég er ekkert búin að læra“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2024 19:00 Þær Sóley Anna Myer og Marta Maier eru nemendur í 10. bekk í Laugalækjarskóla og hafa vegna verkfalls kennara ekki komist í skólann í rúmar tvær vikur. Vísir/Bjarni Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. Þær Marta Maier og Sóley Anna Myer eru báðar í 10. bekk í Laugalækjarskóla. Kennarar við skólann lögðu niður störf fyrir rúmu hálfum mánuði og því fer engin kennsla fram í skólanum. Þær segja að fyrst um sinn hafi verið fínt að komast í frí. Núna finnst þeim hins vegar komið gott af því að vera heima og vilja komast aftur í skólann. Þær segja rútínuleysið sem fylgir því að fara ekki skólann hafa áhrif bæði á svefn þeirra og mataræði. „Ég er vanalega að vakna um eitt tvö kannski af því við erum líka að fara að sofa alveg frekar seint. Af því það skiptir engu máli af því við erum ekki að vakna daginn eftir. Þannig við erum að fara að sofa um svona þrjú leytið,“ segir Marta. Þá séu þær vanar að fá heitan graut í skólanum, hádegismat á hverjum degi og fisk tvisvar í viku. „Maður er ekkert að nenna að búa eitthvað til sjálfur þannig maður er að borða ósköp lítið og óhollt,“ segir Sóley. Þær æfa báðar körfubolta og segja mikilvægt að komast á æfingar til að brjóta upp daginn. „Ef ég væri ekki á æfingum þá væri ég bara heima í allan dag að gera ekki neitt,“ segir Marta. Báðar segjast hafa lítið náð að læra heima á meðan á verkfallinu hefur staðið. „Ég er ekkert búin að læra,“ segir Sóley Marta segir flókið að læra sjálf heima. „Ég er alveg eitthvað búin að reyna að kíkja á áætlun. Ég veit alveg um marga sem eru búnir að reyna að kíkja til dæmis á stærðfræðiáætlun eða eitthvað af því það er eina fagið sem við erum með áætlun í sem við getum farið eftir en það er bara svo svakalega erfitt að gera þetta heima og svo eru bara foreldrar í vinnunni og geta ekki hjálpað.“ Verkfallsaðgerðir kennara hófust 29. október síðastliðinn í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Enginn formlegur samningafundur verið boðaðar í kjaradeila þeirra og ríkis og sveitarfélaga í um tvær vikur. Í næstu viku leggja kennarar við Menntaskólann í Reykjavík einnig niður störf og viku síður kennarar í þremur grunnskólum til viðbótar. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin en önnur tímabundin. Þær Sóley og Marta sjá fram á að komast aftur í skólann eftir rúma viku þegar aðgerðum líkur í þeirra skóla. Báðar segjast sakna margs úr skólanum. „Kennaranna bara að tala við þá og bara krakkanna,“ segir Sóley. Þá segir Marta að þær eigi von á að það verði mikið að gera þegar þær mæta aftur í skólann. „Ég held að það verði alveg gott að komast aftur í rútínu en svo verður maður bara stressaður af því þetta verður bara svo mikill lærdómur sem við þurfum að ná upp úr að þetta verður bara svakalegt.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík gagnrýnir hvernig Kennarasamband Íslands beitir verkfallsvopninu og segir það einvörðungu bitna á afmörkuðum hluta nemenda sem standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum. Verkfalið nær til MR næstkomandi mánudag. Formaður KÍ segir verkfall neyðarbrauð sem ekki sé gripið til af léttúð. 13. nóvember 2024 12:35 Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09 Ætla ekki að slíta viðræðum Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar hjá samninganefndum kennara og ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands segir sáttasemjara hafa metið stöðuna þannig að ekki sé ástæða til að boða til fundar að svo stöddu. 9. nóvember 2024 13:31 „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13 Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Foreldrar barna á fjórum leikskólum þar sem ótímabundið verkfall stendur yfir segja Kennarasamband Íslands mismuna börnum. Þeir krefjast þess að staðan verði leiðrétt fyrir lok föstudags. 6. nóvember 2024 13:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Þær Marta Maier og Sóley Anna Myer eru báðar í 10. bekk í Laugalækjarskóla. Kennarar við skólann lögðu niður störf fyrir rúmu hálfum mánuði og því fer engin kennsla fram í skólanum. Þær segja að fyrst um sinn hafi verið fínt að komast í frí. Núna finnst þeim hins vegar komið gott af því að vera heima og vilja komast aftur í skólann. Þær segja rútínuleysið sem fylgir því að fara ekki skólann hafa áhrif bæði á svefn þeirra og mataræði. „Ég er vanalega að vakna um eitt tvö kannski af því við erum líka að fara að sofa alveg frekar seint. Af því það skiptir engu máli af því við erum ekki að vakna daginn eftir. Þannig við erum að fara að sofa um svona þrjú leytið,“ segir Marta. Þá séu þær vanar að fá heitan graut í skólanum, hádegismat á hverjum degi og fisk tvisvar í viku. „Maður er ekkert að nenna að búa eitthvað til sjálfur þannig maður er að borða ósköp lítið og óhollt,“ segir Sóley. Þær æfa báðar körfubolta og segja mikilvægt að komast á æfingar til að brjóta upp daginn. „Ef ég væri ekki á æfingum þá væri ég bara heima í allan dag að gera ekki neitt,“ segir Marta. Báðar segjast hafa lítið náð að læra heima á meðan á verkfallinu hefur staðið. „Ég er ekkert búin að læra,“ segir Sóley Marta segir flókið að læra sjálf heima. „Ég er alveg eitthvað búin að reyna að kíkja á áætlun. Ég veit alveg um marga sem eru búnir að reyna að kíkja til dæmis á stærðfræðiáætlun eða eitthvað af því það er eina fagið sem við erum með áætlun í sem við getum farið eftir en það er bara svo svakalega erfitt að gera þetta heima og svo eru bara foreldrar í vinnunni og geta ekki hjálpað.“ Verkfallsaðgerðir kennara hófust 29. október síðastliðinn í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Enginn formlegur samningafundur verið boðaðar í kjaradeila þeirra og ríkis og sveitarfélaga í um tvær vikur. Í næstu viku leggja kennarar við Menntaskólann í Reykjavík einnig niður störf og viku síður kennarar í þremur grunnskólum til viðbótar. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin en önnur tímabundin. Þær Sóley og Marta sjá fram á að komast aftur í skólann eftir rúma viku þegar aðgerðum líkur í þeirra skóla. Báðar segjast sakna margs úr skólanum. „Kennaranna bara að tala við þá og bara krakkanna,“ segir Sóley. Þá segir Marta að þær eigi von á að það verði mikið að gera þegar þær mæta aftur í skólann. „Ég held að það verði alveg gott að komast aftur í rútínu en svo verður maður bara stressaður af því þetta verður bara svo mikill lærdómur sem við þurfum að ná upp úr að þetta verður bara svakalegt.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík gagnrýnir hvernig Kennarasamband Íslands beitir verkfallsvopninu og segir það einvörðungu bitna á afmörkuðum hluta nemenda sem standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum. Verkfalið nær til MR næstkomandi mánudag. Formaður KÍ segir verkfall neyðarbrauð sem ekki sé gripið til af léttúð. 13. nóvember 2024 12:35 Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09 Ætla ekki að slíta viðræðum Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar hjá samninganefndum kennara og ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands segir sáttasemjara hafa metið stöðuna þannig að ekki sé ástæða til að boða til fundar að svo stöddu. 9. nóvember 2024 13:31 „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13 Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Foreldrar barna á fjórum leikskólum þar sem ótímabundið verkfall stendur yfir segja Kennarasamband Íslands mismuna börnum. Þeir krefjast þess að staðan verði leiðrétt fyrir lok föstudags. 6. nóvember 2024 13:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík gagnrýnir hvernig Kennarasamband Íslands beitir verkfallsvopninu og segir það einvörðungu bitna á afmörkuðum hluta nemenda sem standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum. Verkfalið nær til MR næstkomandi mánudag. Formaður KÍ segir verkfall neyðarbrauð sem ekki sé gripið til af léttúð. 13. nóvember 2024 12:35
Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09
Ætla ekki að slíta viðræðum Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar hjá samninganefndum kennara og ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands segir sáttasemjara hafa metið stöðuna þannig að ekki sé ástæða til að boða til fundar að svo stöddu. 9. nóvember 2024 13:31
„Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13
Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54
Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57
Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Foreldrar barna á fjórum leikskólum þar sem ótímabundið verkfall stendur yfir segja Kennarasamband Íslands mismuna börnum. Þeir krefjast þess að staðan verði leiðrétt fyrir lok föstudags. 6. nóvember 2024 13:42