Scott McTominay sér ekki eftir neinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 09:00 Scott McTominay fagnar marki með Napoli á dögunum. Hann hefur byrjað vel í borg Maradona. Getty/Giuseppe Bellini Scott McTominay yfirgaf uppeldisfélagið sitt Manchester United í sumar. Á meðan allt hefur verið í tómu tjóni hjá United þá hefur Skotinn blómstrað á nýjum stað suður á Ítalíu. United seldi þennan 27 ára miðjumann til Napoli. Hann hefur skorað þrjú mörk í tíu leikjum og Napoli situr í toppsæti ítölsku deildarinnar. McTominay ræddi þá ákvörðun að yfirgefa United, félagið sem hann hafði spilað fyrir síðan hann var sex ára gamall. „Augljóslega var þetta stór ákvörðun, það er engin leið til að líta fram hjá því. Þetta var risastór ákvörðun fyrr mig, fjölskyldu mína og vini mína,“ sagði Scott McTominay í viðtali við The Times. „Það kemur að tímapunkti á þínum ferli þar sem að þú þarft að spyrja sjálfan þig: Viltu gera þetta? Algjörlega var svarð og þá er bara að láta vaða. Það er engin ástæða til að líta til baka. Ég hef aldrei séð eftir neinu í mínu lífi eða á mínum ferli. Það hefur ekkert breyst,“ sagði McTominay. „Ég vil ná árangri á mínum ferli og vil finna krefjandi áskoranir sem hjálpa mér að verða bæði besti fótboltamaðurinn sem ég get verið og besta manneskja sem ég orðið,“ sagði McTominay. „Ég er með frábært fólk í kringum mig sem hafa hjálpað mér og það er því mjög lítið stress í mínu lífi því ég á mjög góða fjölskyldu, stórkostlega vini og yndislega kærustu sem gera svo mikið fyrir mig,“ sagði McTominay. „Ég er mjög þakklátur fyrir þau öll. Það er ekki auðvelt að flytja til annars lands og ná að koma sér fyrir þar. Það hefur samt gengið mjög þægilega fyrir sig vegna þess hvernig ítalska fólkið hefur hjálpað mér. Það skiptir ekki máli hvað mig vantar, þau eru alltaf til taks. Ég er þeim líka mjög þakklátur,“ sagði McTominay. Napoli hefur unnið átta af tólf leikjum sínum í ítölsku deildinni og er með eins stigs forskot á toppi Seríu A. Manchester United er í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með fjóra sigra í ellefu leikjum. Scott McTominay has spoken out about his decision to leave Man United for Napoli in the summer...😲🗣️ “It was a huge decision for me and my family and my friends. At times like that in your life you just have to say, ‘Do I want to do it? Absolutely,’ and go for it. There’s no… pic.twitter.com/msyFUZcVLr— OneFootball (@OneFootball) November 15, 2024 Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
United seldi þennan 27 ára miðjumann til Napoli. Hann hefur skorað þrjú mörk í tíu leikjum og Napoli situr í toppsæti ítölsku deildarinnar. McTominay ræddi þá ákvörðun að yfirgefa United, félagið sem hann hafði spilað fyrir síðan hann var sex ára gamall. „Augljóslega var þetta stór ákvörðun, það er engin leið til að líta fram hjá því. Þetta var risastór ákvörðun fyrr mig, fjölskyldu mína og vini mína,“ sagði Scott McTominay í viðtali við The Times. „Það kemur að tímapunkti á þínum ferli þar sem að þú þarft að spyrja sjálfan þig: Viltu gera þetta? Algjörlega var svarð og þá er bara að láta vaða. Það er engin ástæða til að líta til baka. Ég hef aldrei séð eftir neinu í mínu lífi eða á mínum ferli. Það hefur ekkert breyst,“ sagði McTominay. „Ég vil ná árangri á mínum ferli og vil finna krefjandi áskoranir sem hjálpa mér að verða bæði besti fótboltamaðurinn sem ég get verið og besta manneskja sem ég orðið,“ sagði McTominay. „Ég er með frábært fólk í kringum mig sem hafa hjálpað mér og það er því mjög lítið stress í mínu lífi því ég á mjög góða fjölskyldu, stórkostlega vini og yndislega kærustu sem gera svo mikið fyrir mig,“ sagði McTominay. „Ég er mjög þakklátur fyrir þau öll. Það er ekki auðvelt að flytja til annars lands og ná að koma sér fyrir þar. Það hefur samt gengið mjög þægilega fyrir sig vegna þess hvernig ítalska fólkið hefur hjálpað mér. Það skiptir ekki máli hvað mig vantar, þau eru alltaf til taks. Ég er þeim líka mjög þakklátur,“ sagði McTominay. Napoli hefur unnið átta af tólf leikjum sínum í ítölsku deildinni og er með eins stigs forskot á toppi Seríu A. Manchester United er í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með fjóra sigra í ellefu leikjum. Scott McTominay has spoken out about his decision to leave Man United for Napoli in the summer...😲🗣️ “It was a huge decision for me and my family and my friends. At times like that in your life you just have to say, ‘Do I want to do it? Absolutely,’ and go for it. There’s no… pic.twitter.com/msyFUZcVLr— OneFootball (@OneFootball) November 15, 2024
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira