Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2024 07:39 Slökkvilið þurfti að reiða sig á tankbíla til að slökkva eldinn á eggjabúinu þar sem erfitt var að komast í vatn. Það þurfti að sækja inn í Voga en búið stendur aðeins fyrir utan bæinn. Brunavarnir Árnessýslu Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Slökkvilið glímdi við eldinn í þaki eins vinnslurýma búsins langt fram á morgun. Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eggjabúsins örfáum mínútum eftir miðnætti í nótt. Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá brunavörnum Suðurnesja, segir að þegar slökkvilið kom á staðinn hafi eldurinn verið í stórum lofttúðum á þakinu. Aðkoma slökkvliðsmanna að eldinum var nokkuð snúin. Herbert segir að loftið á vinnslurýminu hafi verið klætt með bárujárni og erfitt að eiga við það. Þá var erfitt að komast í vatn og þurfti slökkvilið að reiða sig á tankbíla sína, þar á meðal einn sem kom frá slökkviliðinu í Grindavík. Slökkviliðsmönnum tókst þó að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í aðliggjandi rými þar sem fleiri dýr voru hýst. Búið var að slökkva eldinn um klukkan hálf sex í morgun. Slökkviliðsmenn voru enn á öryggisvakt á vettvangi á áttunda tímanum í morgun. Öll hænsnin sem voru í rýminu þar sem eldurinn kviknaði drápust, alls um sex þúsund skepnur. Þau drápust af völdum reyksins sem fyllti allt rýmið, að sögn Herberts. Þak vinnslurýmisins sé að líkindum ónýtt. Lögregla tekur við vettvangi brunans þegar öryggisvakt slökkviliðsins lýkur og hefst þá rannsókn á upptökum eldsins. Herberti er ekki ljóst hver upptökin voru en ýmis búnaður sé í þakinu sem stjórni loftræstingu og öðru í vinnslurýminu. Vogar Slökkvilið Landbúnaður Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eggjabúsins örfáum mínútum eftir miðnætti í nótt. Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá brunavörnum Suðurnesja, segir að þegar slökkvilið kom á staðinn hafi eldurinn verið í stórum lofttúðum á þakinu. Aðkoma slökkvliðsmanna að eldinum var nokkuð snúin. Herbert segir að loftið á vinnslurýminu hafi verið klætt með bárujárni og erfitt að eiga við það. Þá var erfitt að komast í vatn og þurfti slökkvilið að reiða sig á tankbíla sína, þar á meðal einn sem kom frá slökkviliðinu í Grindavík. Slökkviliðsmönnum tókst þó að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í aðliggjandi rými þar sem fleiri dýr voru hýst. Búið var að slökkva eldinn um klukkan hálf sex í morgun. Slökkviliðsmenn voru enn á öryggisvakt á vettvangi á áttunda tímanum í morgun. Öll hænsnin sem voru í rýminu þar sem eldurinn kviknaði drápust, alls um sex þúsund skepnur. Þau drápust af völdum reyksins sem fyllti allt rýmið, að sögn Herberts. Þak vinnslurýmisins sé að líkindum ónýtt. Lögregla tekur við vettvangi brunans þegar öryggisvakt slökkviliðsins lýkur og hefst þá rannsókn á upptökum eldsins. Herberti er ekki ljóst hver upptökin voru en ýmis búnaður sé í þakinu sem stjórni loftræstingu og öðru í vinnslurýminu.
Vogar Slökkvilið Landbúnaður Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira