Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2024 21:36 Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Brunavarnir Suðurnesja sinntu krefjandi verkefni í nótt, þegar eldur kom upp í eggjabúi á Vatnsleysuströnd. Baráttan við eldinn fór fram í sex stiga frosti og stóð yfir í margar klukkustundir. Mikil áskorun var að tryggja að eldur breiddist ekki yfir í fleiri byggingar. Tilkynning um eld í eggjabúi Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd barst slökkviliði nokkrum mínútum eftir miðnætti í nótt. Við tók klukkustundalöng barátta við eldinn í myrkri og kulda. Um sex þúsund hænur drápust, en það eru um 15 prósent af öllum fuglum búsins. Þannig er ljóst að tjónið, bæði fyrir starfsemina og á húsnæðinu sjálfu, er mikið. Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segir brunann mikið áfall. Ekkert sé þó við því að gera, annað en að byggja starfsemina aftur upp. Strax ljóst að þúsund hænsna myndu drepast Slökkvliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að strax hafi verið ljóst að umfang eldsins væri mikið, og frívaktir því kallaðar út, auk tankbíls frá slökkviliði Grindavíkur, þar sem engir brunahanar eru á svæðinu. „Við komum og þá lá fyrir að það var eldur í þessari byggingu einni, sem er sjálfstætt brunahólf, og að henni yrði ekki bjargað. Eldurinn var kominn í þakið og farinn að skríða eftir þakinu. Fyrstu aðgerðir snerust hreinlega um að tryggja að eldurinn myndi ekki berast í aðrar byggingar,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri. Auk baráttunnar við eldinn hafi allt kapp verið lagt á að koma í veg fyrir að fuglar dræpust, fyrir utan þá sex þúsund sem voru í húsinu sem kviknaði í. „Sem lá ljóst fyrir að við myndum ekki bjarga.“ Ýmsu vön Hvað stóðu aðgerðir lengi? „Slökkvistarfi var lokið upp úr fjögur, fimmleytinu. Þá fórum við að tryggja að það væri ekki eldur í glóðum. Þá vorum við orðnir alveg öruggir um að við værum búnir að halda eldinum í þessari byggingu.“ Aðstæður í nótt hafi verið nokkuð snúnar. „Það var kalt í nótt. Það var ekki þessi vindur eins og núna, en það voru mínus sex gráður. Það var kalt og það voru að frjósa lagnir í kringum okkur, slöngur, en ekkert agalegt svo sem. Við erum ýmsu vön hérna.“ Lögregla hefur tekið við vettvangingum og til stendur að rannsaka eldsupptök. Eyþór segir engar vísbendingar hafa sést um þau við slökkvistarf í nótt. „Það var starfsmaður hérna um hálf ellefu, ellefu, út af því að það var orðið kalt í byggingunni. Hann verður ekki var við neitt. Við fáum boð um miðnætti og þá er kominn töluverður eldur. Þetta er bara eitthvað sem lögregla þarf að rannsaka og skoða.“ Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Tilkynning um eld í eggjabúi Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd barst slökkviliði nokkrum mínútum eftir miðnætti í nótt. Við tók klukkustundalöng barátta við eldinn í myrkri og kulda. Um sex þúsund hænur drápust, en það eru um 15 prósent af öllum fuglum búsins. Þannig er ljóst að tjónið, bæði fyrir starfsemina og á húsnæðinu sjálfu, er mikið. Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segir brunann mikið áfall. Ekkert sé þó við því að gera, annað en að byggja starfsemina aftur upp. Strax ljóst að þúsund hænsna myndu drepast Slökkvliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að strax hafi verið ljóst að umfang eldsins væri mikið, og frívaktir því kallaðar út, auk tankbíls frá slökkviliði Grindavíkur, þar sem engir brunahanar eru á svæðinu. „Við komum og þá lá fyrir að það var eldur í þessari byggingu einni, sem er sjálfstætt brunahólf, og að henni yrði ekki bjargað. Eldurinn var kominn í þakið og farinn að skríða eftir þakinu. Fyrstu aðgerðir snerust hreinlega um að tryggja að eldurinn myndi ekki berast í aðrar byggingar,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri. Auk baráttunnar við eldinn hafi allt kapp verið lagt á að koma í veg fyrir að fuglar dræpust, fyrir utan þá sex þúsund sem voru í húsinu sem kviknaði í. „Sem lá ljóst fyrir að við myndum ekki bjarga.“ Ýmsu vön Hvað stóðu aðgerðir lengi? „Slökkvistarfi var lokið upp úr fjögur, fimmleytinu. Þá fórum við að tryggja að það væri ekki eldur í glóðum. Þá vorum við orðnir alveg öruggir um að við værum búnir að halda eldinum í þessari byggingu.“ Aðstæður í nótt hafi verið nokkuð snúnar. „Það var kalt í nótt. Það var ekki þessi vindur eins og núna, en það voru mínus sex gráður. Það var kalt og það voru að frjósa lagnir í kringum okkur, slöngur, en ekkert agalegt svo sem. Við erum ýmsu vön hérna.“ Lögregla hefur tekið við vettvangingum og til stendur að rannsaka eldsupptök. Eyþór segir engar vísbendingar hafa sést um þau við slökkvistarf í nótt. „Það var starfsmaður hérna um hálf ellefu, ellefu, út af því að það var orðið kalt í byggingunni. Hann verður ekki var við neitt. Við fáum boð um miðnætti og þá er kominn töluverður eldur. Þetta er bara eitthvað sem lögregla þarf að rannsaka og skoða.“
Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira