Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 13:01 Fuglinn fannst veikur við Reykjavíkurtjörn. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Skæð fuglainflúensa (H5N5) greindist í mávi sem fannst við Reykjavíkurtjörn í byrjun mánaðar. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem sjúkdómurinn greinist í villtum fugli á höfuðborgarsvæðinu. Matvælastofnun hvetur almenning til að varast það að snerta eða handfjatla hræ eða veika villta fugla og tilkynna strax um það til stofnunarinnar ef það finnur veika eða dauða fugla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar segir að umræddur mávur hafi fundist við Tjörnina þann 1. nóvember. Fuglinn hafi verið ófær um að forða sér og því hafi starfsfólk borgarinnar aflífað fuglinn og fært hann til sýnatöku hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Tveimur vikum síðar greindist fuglainflúensan skæða í sýni frá hræinu á tilraunastöð HÍ að Keldum. „Matvælastofnun og áhættumatshópur um fuglainflúensu meta miðlungs líkur á því að alvarlegt afbrigði fuglainflúensuveira berist í alifugla og aðra fugla í haldi og er óvissustig, sem virkjað var í síðasta mánuði, því enn í gildi,” segir meðal annars í tilkynningunni. Lítil hætta fyrir fólk en ráðlagt að sýna aðgát Þá er tekið fram að smithætta af skæðum fuglainflúensuveirum sem þessari sé lítil fyrir almenning. Hún geti hins vegar verið miðlungs fyrir einstaklinga sem eru í mikilli nálægð eða snertingu við fugal. „Þrátt fyrir litla smithættu er almenningi ráðlagt að snerta ekki hræ og koma ekki nálægt eða handleika veikan villtan fugl, nema að viðhöfðum góðum sóttvörnum svo sem að nota einnota hanska og veiruhelda grímu. Ef fugl er augljóslega slasaður skal tilkynna um hann til viðkomandi sveitarfélags sem er skylt að bregðast við samkvæmt lögum um velferð dýra. Sveitarfélög eru ábyrg fyrir því að koma villtum dýrum í neyð til aðstoðar eða sjá til þess að þau séu aflífuð á mannúðlegan hátt,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Fuglar Dýraheilbrigði Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar segir að umræddur mávur hafi fundist við Tjörnina þann 1. nóvember. Fuglinn hafi verið ófær um að forða sér og því hafi starfsfólk borgarinnar aflífað fuglinn og fært hann til sýnatöku hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Tveimur vikum síðar greindist fuglainflúensan skæða í sýni frá hræinu á tilraunastöð HÍ að Keldum. „Matvælastofnun og áhættumatshópur um fuglainflúensu meta miðlungs líkur á því að alvarlegt afbrigði fuglainflúensuveira berist í alifugla og aðra fugla í haldi og er óvissustig, sem virkjað var í síðasta mánuði, því enn í gildi,” segir meðal annars í tilkynningunni. Lítil hætta fyrir fólk en ráðlagt að sýna aðgát Þá er tekið fram að smithætta af skæðum fuglainflúensuveirum sem þessari sé lítil fyrir almenning. Hún geti hins vegar verið miðlungs fyrir einstaklinga sem eru í mikilli nálægð eða snertingu við fugal. „Þrátt fyrir litla smithættu er almenningi ráðlagt að snerta ekki hræ og koma ekki nálægt eða handleika veikan villtan fugl, nema að viðhöfðum góðum sóttvörnum svo sem að nota einnota hanska og veiruhelda grímu. Ef fugl er augljóslega slasaður skal tilkynna um hann til viðkomandi sveitarfélags sem er skylt að bregðast við samkvæmt lögum um velferð dýra. Sveitarfélög eru ábyrg fyrir því að koma villtum dýrum í neyð til aðstoðar eða sjá til þess að þau séu aflífuð á mannúðlegan hátt,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Fuglar Dýraheilbrigði Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira