Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 21:21 Barátta feðginanna Margrét Lillý og Einar Björn fyrir dómstólum hefur ekki borið árangur. vísir/bjarni/vilhelm „Þetta er bara spillingarmál, sem varðar börnin okkar,“ segir faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Landsréttur hefur nú staðfest sýknudóm yfir bænum í skaðabótamáli sem konan höfðaði. Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. „Við erum bara hissa á því að þeir hafi ekki komið með neinar röksemdir í dómnum, vísuðu bara alfarið til héraðsdóms,“ segir Einar Björn Tómasson faðir Margrétar. Hann furðar sig á því að í dómnum hafi ekki verið vikið að skýrslugjöf félagsráðgjafa sem sé óháður bænum og gefið mun ítarlegri skýrslu fyrir Landsrétti . „Hún hafði engra hagsmuna að gæta og er hokin af reynslu. Hún kom með allt á borðið. Það var hún sem afhenti mér dóttur mína aftur, eftir allt sem hafði gengið á.“ Þau ætla að áfrýja málinu til Hæstaréttar. „En maður býst ekki beint við miklu af Hæstarétti, eftir þetta allt saman. Þetta er fáránlegur dómur í ljósi þess hversu mikið hefur komið fram. Við erum mjög hissa en vitum líka hvernig dómskerfið er á Íslandi, ekki upp á marga fiska. En við höldum áfram fram á síðasta dómstig.“ Hann segir óboðlegt hvernig barnaverndaryfirvöld hafi gengið fram, og virðist komast upp með það. „Þetta er bara spillingarmál í bænum. Það er mitt mat. Það er alvarlegt þegar spillingarmál tengjast börnum,“ segir Einar Björn að lokum. Barnavernd Dómsmál Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Við erum gapandi á þessu“ Faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi segir sýknudóm yfir bænum hafa komið verulega á óvart. Standi dómurinn sé ljóst að einstaklingar í baráttu við kerfið, eigi ekki séns þegar kemur að dómstólum. 23. maí 2023 20:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. „Við erum bara hissa á því að þeir hafi ekki komið með neinar röksemdir í dómnum, vísuðu bara alfarið til héraðsdóms,“ segir Einar Björn Tómasson faðir Margrétar. Hann furðar sig á því að í dómnum hafi ekki verið vikið að skýrslugjöf félagsráðgjafa sem sé óháður bænum og gefið mun ítarlegri skýrslu fyrir Landsrétti . „Hún hafði engra hagsmuna að gæta og er hokin af reynslu. Hún kom með allt á borðið. Það var hún sem afhenti mér dóttur mína aftur, eftir allt sem hafði gengið á.“ Þau ætla að áfrýja málinu til Hæstaréttar. „En maður býst ekki beint við miklu af Hæstarétti, eftir þetta allt saman. Þetta er fáránlegur dómur í ljósi þess hversu mikið hefur komið fram. Við erum mjög hissa en vitum líka hvernig dómskerfið er á Íslandi, ekki upp á marga fiska. En við höldum áfram fram á síðasta dómstig.“ Hann segir óboðlegt hvernig barnaverndaryfirvöld hafi gengið fram, og virðist komast upp með það. „Þetta er bara spillingarmál í bænum. Það er mitt mat. Það er alvarlegt þegar spillingarmál tengjast börnum,“ segir Einar Björn að lokum.
Barnavernd Dómsmál Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Við erum gapandi á þessu“ Faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi segir sýknudóm yfir bænum hafa komið verulega á óvart. Standi dómurinn sé ljóst að einstaklingar í baráttu við kerfið, eigi ekki séns þegar kemur að dómstólum. 23. maí 2023 20:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Við erum gapandi á þessu“ Faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi segir sýknudóm yfir bænum hafa komið verulega á óvart. Standi dómurinn sé ljóst að einstaklingar í baráttu við kerfið, eigi ekki séns þegar kemur að dómstólum. 23. maí 2023 20:34