Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 20:01 Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna segir að stefnt sé að því að Fossvogsbrú verði klár árið 2028. Vísir/Einar Fyrsta lota borgarlínu hefur tekið nokkrum breytingum samkvæmt nýjum tillögum. Opnað verður fyrir tilboð í fyrsta áfanga Fossvogsbrúar í byrjun desember og framkvæmdastjóri Betri samgangna væntir þess að framkvæmdir geti hafist snemma á næsta ári. Á dögunum kynnti Vegagerðin nýja umhverfismatsskýrslu vegna framkvæmda við fyrstu lotu borgarlínunnar á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. „Nú eru Kópavogur og Reykjavík að kynna sínar tillögur að breytingum á rammahluta aðalskipulags. Það er í kynningarferli nú til 25. janúar og verða haldnir kynningarfundir fyrir almenning í byrjun janúar bæði í Kópavogi og Reykjavík,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna. Þessi fyrsta lota er fimmtán kílómetra löng og gert er ráð fyrir 26 stoppistöðvum. Leiðin liggur frá Árstúnshöfða, yfir Elliðaárnar við Geirsnef, eftir Suðurlandsbraut, Laugavegi og Hverfisgötu niður í miðborgina, þaðan í gegnum háskólasvæðið, fram hjá Landspítalanum og Háskólanum í Reykjavík, yfir nýja Fossvogsbrú yfir í Kársnes í Kópavogi og á endanum upp í Hamraborg. Mest áberandi framkvæmdin er Fossvogsbrú og undirbúningur fyrir landfyllingu hafin á Kársnesi, sem búið er að bjóða út. „Við erum búin að bjóða út fyllingna, tilboð opna núna í byrjun desember þannig að vonandi geta menn hafið framkvæmdir hér snemma á næsta ári. Þá um það leyti getum við líka farið að bjóða út brúarsmíðina sjálfa,“ segir Davíð. Gert er ráð fyrir að brúarsmíðinni ljúki um mitt ár 2028. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar, til að mynda er hætt vð að borgarlínan aki í blandaðri umferð hringinn í kring um Tjörnina og nú gert ráð fyrir að borgarlínan fari ein um Skothús- og Fríkirkjuvegi. „Þegar kemur að bílaumferð í Reykjavík er það ekki fyrr en seinna, 2026 eða 2027 jafnvel 2028, sem menn fara fyrst að sjá truflanir. Við auðvitað reynum að tryggja vel allar hjáleiðir og skipta þessu niður. Þetta eru margir leggir sem þetta skiptist í þannig að það verður tekinn einn bútur í einu þannig að það verði sem minnst röskun af þessu.“ Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Fossvogsbrú Vegagerð Tengdar fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. 19. nóvember 2024 09:04 Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Á dögunum kynnti Vegagerðin nýja umhverfismatsskýrslu vegna framkvæmda við fyrstu lotu borgarlínunnar á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. „Nú eru Kópavogur og Reykjavík að kynna sínar tillögur að breytingum á rammahluta aðalskipulags. Það er í kynningarferli nú til 25. janúar og verða haldnir kynningarfundir fyrir almenning í byrjun janúar bæði í Kópavogi og Reykjavík,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna. Þessi fyrsta lota er fimmtán kílómetra löng og gert er ráð fyrir 26 stoppistöðvum. Leiðin liggur frá Árstúnshöfða, yfir Elliðaárnar við Geirsnef, eftir Suðurlandsbraut, Laugavegi og Hverfisgötu niður í miðborgina, þaðan í gegnum háskólasvæðið, fram hjá Landspítalanum og Háskólanum í Reykjavík, yfir nýja Fossvogsbrú yfir í Kársnes í Kópavogi og á endanum upp í Hamraborg. Mest áberandi framkvæmdin er Fossvogsbrú og undirbúningur fyrir landfyllingu hafin á Kársnesi, sem búið er að bjóða út. „Við erum búin að bjóða út fyllingna, tilboð opna núna í byrjun desember þannig að vonandi geta menn hafið framkvæmdir hér snemma á næsta ári. Þá um það leyti getum við líka farið að bjóða út brúarsmíðina sjálfa,“ segir Davíð. Gert er ráð fyrir að brúarsmíðinni ljúki um mitt ár 2028. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar, til að mynda er hætt vð að borgarlínan aki í blandaðri umferð hringinn í kring um Tjörnina og nú gert ráð fyrir að borgarlínan fari ein um Skothús- og Fríkirkjuvegi. „Þegar kemur að bílaumferð í Reykjavík er það ekki fyrr en seinna, 2026 eða 2027 jafnvel 2028, sem menn fara fyrst að sjá truflanir. Við auðvitað reynum að tryggja vel allar hjáleiðir og skipta þessu niður. Þetta eru margir leggir sem þetta skiptist í þannig að það verður tekinn einn bútur í einu þannig að það verði sem minnst röskun af þessu.“
Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Fossvogsbrú Vegagerð Tengdar fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. 19. nóvember 2024 09:04 Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. 19. nóvember 2024 09:04
Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21