Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 07:36 Þrátt fyrir að talað sé „minni virkni“ og að gosið „malli“ segir Hjördís öruggast að halda sig frá því. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, segir að þrátt fyrir að gosin hafi öll verið á svipuðum slóðum komi upp nýjar áskoranir í hvert sinn sem gýs. Gosið hefði komið upp á „góðum“ stað, þótt það væri kannski skrýtið að tala um „góðan“ í þessu samhengi. „En svo fer þetta hratt yfir og er nú þegar farið yfir Grindavíkurveg. Og ef þetta heldur svona áfram fer fólk náttúrulega að velta fyrir sér: Hvað svo? Og það er búið að vera í alla nótt pælingar.“ Dregið hefur úr virkninni en Hjördís var spurð að því í Bítinu í morgun hvort gosið hefði byrjað með hvelli, líkt og áður hefur gerst. „Já, það má eiginlega segja það. Fyrirvarinn var rosalega stuttur en það er svo sem eitthvað sem við höfum verið að tala um núna undanfarna mánuði, að fyrirvari gæti orðið alltaf styttri og styttri. Og það þýðir að við höfum áhyggjur af viðbragðstímanum, að koma fólki í burtu. Því enginn getur vitað hvar þetta kemur upp.“ Hjördís segir mest velta á hraunrennslinu og hversu hratt það fer yfir. Spurð að því hvort gosið ógni öðru en Grindavíkurvegi ítrekar Hjördís að gos séu alltaf hættuleg. Varðandi innviði þá sé Njarðvíkuræðin næst gosinu en hún sé fergjuð og það muni koma í ljós, ef að gosið heldur áfram, hversu vel það heldur. „En við munum upplýsa fólk bara mjög vel núna, næstu klukkutímana, um stöðuna.“ Hjördís segir rýminguna hafa gengið vel. „Það hefur verið gist í svona um 50 til 60 húsum á nóttinni núna undanfarnar vikur. Og þetta gekk bara vel, enda gert í eins miklum rólegheitum og hægt er. Það var ekki talin nein hætta, það er að segja fólk vissi hver staðan var, þannig að jú, jú þetta gekk allt saman vel.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Náttúruhamfarir Bítið Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Gosið hefði komið upp á „góðum“ stað, þótt það væri kannski skrýtið að tala um „góðan“ í þessu samhengi. „En svo fer þetta hratt yfir og er nú þegar farið yfir Grindavíkurveg. Og ef þetta heldur svona áfram fer fólk náttúrulega að velta fyrir sér: Hvað svo? Og það er búið að vera í alla nótt pælingar.“ Dregið hefur úr virkninni en Hjördís var spurð að því í Bítinu í morgun hvort gosið hefði byrjað með hvelli, líkt og áður hefur gerst. „Já, það má eiginlega segja það. Fyrirvarinn var rosalega stuttur en það er svo sem eitthvað sem við höfum verið að tala um núna undanfarna mánuði, að fyrirvari gæti orðið alltaf styttri og styttri. Og það þýðir að við höfum áhyggjur af viðbragðstímanum, að koma fólki í burtu. Því enginn getur vitað hvar þetta kemur upp.“ Hjördís segir mest velta á hraunrennslinu og hversu hratt það fer yfir. Spurð að því hvort gosið ógni öðru en Grindavíkurvegi ítrekar Hjördís að gos séu alltaf hættuleg. Varðandi innviði þá sé Njarðvíkuræðin næst gosinu en hún sé fergjuð og það muni koma í ljós, ef að gosið heldur áfram, hversu vel það heldur. „En við munum upplýsa fólk bara mjög vel núna, næstu klukkutímana, um stöðuna.“ Hjördís segir rýminguna hafa gengið vel. „Það hefur verið gist í svona um 50 til 60 húsum á nóttinni núna undanfarnar vikur. Og þetta gekk bara vel, enda gert í eins miklum rólegheitum og hægt er. Það var ekki talin nein hætta, það er að segja fólk vissi hver staðan var, þannig að jú, jú þetta gekk allt saman vel.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Náttúruhamfarir Bítið Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira