Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 09:00 Robert Lewandowski hefur verið einn allra mesti markaskorari heims um langt árabil. Getty/Pedro Salado Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski samþykkti árið 2012 að ganga til liðs við Manchester United en á endanum hafnaði þáverandi félag hans, Dortmund, tilboði United. Lewandowski greindi frá þessu í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand sem einmitt var leikmaður United þegar félagið reyndi að fá Pólverjann. „Ég sagði já við því að fara til Manchester United árið 2012. Ég man eftir þessu samtali við Sir Alex Ferguson. Maður gat ekki sagt nei við hann,“ sagði Lewandowski sem hefði reyndar ekki getað spilað lengi fyrir Ferguson því stjórinn sigursæli hætti hjá United ári síðar, 2013. When The Boss (Sir Alex) called Lewandowski to sign for Manchester United in 2012 ☎️😂Oh what could have been ffs! pic.twitter.com/3l880VnrI5— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 21, 2024 Lewandowski, sem er orðinn 36 ára gamall, er enn að raða inn mörkum og nú á sinni þriðju leiktíð hjá Barcelona á Spáni. Hann hefur skorað sautján mörk í nítján leikjum í vetur. Ómögulegt er að segja til um hvernig ferillinn hefði þróast hefði Lewandowski farið til United fyrir tólf árum. Hann viðurkennir að hafa verið stressaður þegar Ferguson hringdi, vegna stöðu Ferguson í fótboltaheiminum og takmarkaðrar enskukunnáttu sinnar, en sagði já. Töldu Lewandowski of mikilvægan Forráðamenn Dortmund voru hins vegar á öðru máli: „Formaðurinn sagði mér að þeir gætu ekki selt mig því ég væri of mikilvægur fyrir liðið,“ sagði Lewandowski. Hann hélt kyrru fyrir hjá Dortmund til ársins 2014 en fór þá til Bayern München þar sem hann skráði sig í metabækurnar með því að skora urmul marka og vinna fjölda titla, en hann skoraði 344 mörk í 375 leikjum áður en hann fór svo til Barcelona 2022. Hjá Barcelona hefur Lewandowski alls skorað 78 mörk í 112 leikjum. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Lewandowski greindi frá þessu í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand sem einmitt var leikmaður United þegar félagið reyndi að fá Pólverjann. „Ég sagði já við því að fara til Manchester United árið 2012. Ég man eftir þessu samtali við Sir Alex Ferguson. Maður gat ekki sagt nei við hann,“ sagði Lewandowski sem hefði reyndar ekki getað spilað lengi fyrir Ferguson því stjórinn sigursæli hætti hjá United ári síðar, 2013. When The Boss (Sir Alex) called Lewandowski to sign for Manchester United in 2012 ☎️😂Oh what could have been ffs! pic.twitter.com/3l880VnrI5— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 21, 2024 Lewandowski, sem er orðinn 36 ára gamall, er enn að raða inn mörkum og nú á sinni þriðju leiktíð hjá Barcelona á Spáni. Hann hefur skorað sautján mörk í nítján leikjum í vetur. Ómögulegt er að segja til um hvernig ferillinn hefði þróast hefði Lewandowski farið til United fyrir tólf árum. Hann viðurkennir að hafa verið stressaður þegar Ferguson hringdi, vegna stöðu Ferguson í fótboltaheiminum og takmarkaðrar enskukunnáttu sinnar, en sagði já. Töldu Lewandowski of mikilvægan Forráðamenn Dortmund voru hins vegar á öðru máli: „Formaðurinn sagði mér að þeir gætu ekki selt mig því ég væri of mikilvægur fyrir liðið,“ sagði Lewandowski. Hann hélt kyrru fyrir hjá Dortmund til ársins 2014 en fór þá til Bayern München þar sem hann skráði sig í metabækurnar með því að skora urmul marka og vinna fjölda titla, en hann skoraði 344 mörk í 375 leikjum áður en hann fór svo til Barcelona 2022. Hjá Barcelona hefur Lewandowski alls skorað 78 mörk í 112 leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira