Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Lovísa Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2024 13:17 Framsókn mælist með þriggja prósenta fylgi í borginni í nýrri könnun Maskínu. Viðreisn bætir við sig miklu fylgi og mælist nú með 14,9 prósent. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn mælist nú með þriggja prósenta fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu, Borgarvitanum. Yrði gengið til kosninga í sveitarstjórn í dag myndi flokkur borgarstjóra því ekki ná inn í borgarstjórn. Flokkurinn fékk 18,9 prósenta fylgi í kosningunum árið 2022. Samfylkingin bætir við sig í fylgi í könnuninni og er nú með um 25 prósenta fylgi en fékk 20 prósent í kosningunum árið 2022. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar um rúmt prósentustig en er með 23,4 prósent. Sá flokkur sem mest bætir við sig er Viðreisn sem mælist nú með 14,9 prósenta fylgi í borginni en fékk 5,2 prósent í kosningunum 2022. Miðflokkurinn bætir líka töluvert við sig og mælist með 5,9 prósent en var með 2,5 prósent í kosningunum. Fylgi flokkanna yrði kosið til sveitastjórna í dag.Maskína Í könnun Maskínu er einnig spurt um stuðning við meirihlutann og hvernig fólki þykir meirihlutinn standa sig. Svipaður stuðningur við meirihluta og minnihluta Stuðningur við meirihlutann mælist sá sami núna og eftir kosningar en þá var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Stuðningur minnkaði töluvert á milli og var minnstur í ágúst 2023 þegar 15 prósent sögðu meirihlutann standa sig vel. Þá er hlutfall þeirra sem telja meirihlutann standa sig illa einnig svipaður og hann var eftir kosningar 2022 og er núna 49 prósent. Hæst var hlutfallið í ágúst 2023 þegar 59 prósent töldu meirihlutann standa sig illa. Dagur B. Eggertsson var borgarstjóri í upphafi kjörtímabilsins en Einar Þorsteinsson tók við fyrr á þessu ári.Vísir/Einar Í könnuninni er svörin greind eftir borgarhlutum. Mesta óánægjan er í Reykjavík austan Elliða á en töluvert hefur undanfarið verið fjallað um til dæmis framkvæmdir í Grafarvogi, sem gætu haft eitthvað að segja þar. Þar segja 54 prósent að þau telji meirihlutann standa sig tilla. Minnsta óánægjan er í Miðborg og Vesturbæ þar sem 32 prósent segja meirihlutann standa sig illa. Mest ánægja er sömuleiðis þar en 22 prósent íbúa telja meirihlutann standa sig vel. Þegar niðurstöður spurningarinnar eru skoðaðar eftir til dæmis hvaða flokk fólk kýs má sjá að mesta óánægjan er meðal þeirra sem myndu kjósa Flokk fólksins, Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn og svo Sósíalistaflokkinn. Í könnuninni er einnig spurt um minnihlutann í borginni. Um 13 prósent telja hann standa sig vel og hefur hlutfallið nánast staðið í stað frá því í kosningum. Það sama má segja um hlutfall þeirra sem telja hann standa sig illa. Það er 43 prósent í dag en var um 45 prósent í desember eftir kosningar 2022. Sanna staðið sig best Þá er í könnuninni einnig spurt um einstaka borgarfulltrúa og borgarstjórann, Einar Þorsteinsson. Í dag eru 17 prósent ánægð með störf Einars sem borgarstjóra. Hlutfallið hefur ekki verið minna frá því að hann tók við eða frá því að Dagur tók við 2022. Hæst var hlutfall þeirra sem voru ánægð með störf borgarstjóra í desember 2022 þegar það var 28 prósent. Sanna Magdalena borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins er talin hafa staðið sig best á kjörtímabilinu. Hún er nú í framboði til Alþingis.Vísir/Vilhelm Hlutfall þeirra sem segjast óánægð með störf borgarstjóra er nú 44 prósent. Hlutfallið var 48 prósent í desember árið 2022 og var hæst í ágúst 2023 þegar það var 55 prósent. Þá var Dagur enn borgarstjóri. Mest óánægja með störf borgarstjóra er meðal þeirra sem kjósa Flokk fólksins, Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn og Sósíalistaflokkinn. Kjósendur Framsóknarflokksins eru flestir ánægðir með störf Einars. Sá borgarfulltrúi sem talinn er hafa staðið sig best er Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og nú frambjóðandi flokksins til þings. Alls segja 24,7 prósent að hún hafi staðið sig best. Rétt á eftir henni er Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri en 21,3 prósent segja hann hafa staðið sig best á kjörtímabilinu. Í þriðja sæti er Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, með 14,2 prósent. Á eftir henni er svo Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins en þó með aðeins 5,8 prósent með sér í því að hann hafi staðið sig best á kjörtímabilinu. Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Viðreisn Reykjavík Samfylkingin Miðflokkurinn Skoðanakannanir Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Samfylkingin bætir við sig í fylgi í könnuninni og er nú með um 25 prósenta fylgi en fékk 20 prósent í kosningunum árið 2022. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar um rúmt prósentustig en er með 23,4 prósent. Sá flokkur sem mest bætir við sig er Viðreisn sem mælist nú með 14,9 prósenta fylgi í borginni en fékk 5,2 prósent í kosningunum 2022. Miðflokkurinn bætir líka töluvert við sig og mælist með 5,9 prósent en var með 2,5 prósent í kosningunum. Fylgi flokkanna yrði kosið til sveitastjórna í dag.Maskína Í könnun Maskínu er einnig spurt um stuðning við meirihlutann og hvernig fólki þykir meirihlutinn standa sig. Svipaður stuðningur við meirihluta og minnihluta Stuðningur við meirihlutann mælist sá sami núna og eftir kosningar en þá var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Stuðningur minnkaði töluvert á milli og var minnstur í ágúst 2023 þegar 15 prósent sögðu meirihlutann standa sig vel. Þá er hlutfall þeirra sem telja meirihlutann standa sig illa einnig svipaður og hann var eftir kosningar 2022 og er núna 49 prósent. Hæst var hlutfallið í ágúst 2023 þegar 59 prósent töldu meirihlutann standa sig illa. Dagur B. Eggertsson var borgarstjóri í upphafi kjörtímabilsins en Einar Þorsteinsson tók við fyrr á þessu ári.Vísir/Einar Í könnuninni er svörin greind eftir borgarhlutum. Mesta óánægjan er í Reykjavík austan Elliða á en töluvert hefur undanfarið verið fjallað um til dæmis framkvæmdir í Grafarvogi, sem gætu haft eitthvað að segja þar. Þar segja 54 prósent að þau telji meirihlutann standa sig tilla. Minnsta óánægjan er í Miðborg og Vesturbæ þar sem 32 prósent segja meirihlutann standa sig illa. Mest ánægja er sömuleiðis þar en 22 prósent íbúa telja meirihlutann standa sig vel. Þegar niðurstöður spurningarinnar eru skoðaðar eftir til dæmis hvaða flokk fólk kýs má sjá að mesta óánægjan er meðal þeirra sem myndu kjósa Flokk fólksins, Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn og svo Sósíalistaflokkinn. Í könnuninni er einnig spurt um minnihlutann í borginni. Um 13 prósent telja hann standa sig vel og hefur hlutfallið nánast staðið í stað frá því í kosningum. Það sama má segja um hlutfall þeirra sem telja hann standa sig illa. Það er 43 prósent í dag en var um 45 prósent í desember eftir kosningar 2022. Sanna staðið sig best Þá er í könnuninni einnig spurt um einstaka borgarfulltrúa og borgarstjórann, Einar Þorsteinsson. Í dag eru 17 prósent ánægð með störf Einars sem borgarstjóra. Hlutfallið hefur ekki verið minna frá því að hann tók við eða frá því að Dagur tók við 2022. Hæst var hlutfall þeirra sem voru ánægð með störf borgarstjóra í desember 2022 þegar það var 28 prósent. Sanna Magdalena borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins er talin hafa staðið sig best á kjörtímabilinu. Hún er nú í framboði til Alþingis.Vísir/Vilhelm Hlutfall þeirra sem segjast óánægð með störf borgarstjóra er nú 44 prósent. Hlutfallið var 48 prósent í desember árið 2022 og var hæst í ágúst 2023 þegar það var 55 prósent. Þá var Dagur enn borgarstjóri. Mest óánægja með störf borgarstjóra er meðal þeirra sem kjósa Flokk fólksins, Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn og Sósíalistaflokkinn. Kjósendur Framsóknarflokksins eru flestir ánægðir með störf Einars. Sá borgarfulltrúi sem talinn er hafa staðið sig best er Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og nú frambjóðandi flokksins til þings. Alls segja 24,7 prósent að hún hafi staðið sig best. Rétt á eftir henni er Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri en 21,3 prósent segja hann hafa staðið sig best á kjörtímabilinu. Í þriðja sæti er Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, með 14,2 prósent. Á eftir henni er svo Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins en þó með aðeins 5,8 prósent með sér í því að hann hafi staðið sig best á kjörtímabilinu.
Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Viðreisn Reykjavík Samfylkingin Miðflokkurinn Skoðanakannanir Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira