KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2024 14:42 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarsambands Íslands, og Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. Í yfirlýsingu frá KÍ segir að það að félagið sé reiðubúið til að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum, að því gefnu að sveitarfélögin skuldbindi sig til að greiða laun starfsmannanna sem voru í verkfalli síðustu fjórar vikur, snúist ekkert um fjármuni. Fordæmi séu fyrir nálgun sé þessari og að ákvarðanatakan sé komin þangað sem hún eigi heima, eða til sveitarfélaga þessara leikskóla. „Í fyrsta lagi er KÍ ekkert nema félagsfólkið. Viðræðunefnd KÍ er í góðum og stöðugum samskiptum við sitt félagsfólk og sérstaklega það félagsfólk sem er í verkföllum fyrir heildina. Nefndin gerir ekkert nema með þeirra stuðningi. Félagsfólk KÍ í verkfalli gerir sér fyllilega grein fyrir ábyrgð sinni og er reiðubúið að standa undir henni,“ segir í yfirlýsingunni. „Skömmin er komin þar sem hún á heima, þ.e. til sveitarfélaganna.“ Í yfirlýsingunni segir enn fremur að laun kennara í verkfalli séu hvort eð er kostnaður sem sveitarfélögin hefðu þurft að greiða, væru kennarar þar við störf. Það væri galið að félagsfólk KÍ hefði þurft að fara í verkfalli til að þrýsta á að undirritað samkomulag frá 2016 verði efnt. „Við höfum svo sem séð í þessari kjaradeilu að sveitarfélögunum er nokk sama um kennara. Nú mun koma í ljós hvort það sama eigi við um foreldra og börn.“ Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. 22. nóvember 2024 18:52 Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. 22. nóvember 2024 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Í yfirlýsingu frá KÍ segir að það að félagið sé reiðubúið til að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum, að því gefnu að sveitarfélögin skuldbindi sig til að greiða laun starfsmannanna sem voru í verkfalli síðustu fjórar vikur, snúist ekkert um fjármuni. Fordæmi séu fyrir nálgun sé þessari og að ákvarðanatakan sé komin þangað sem hún eigi heima, eða til sveitarfélaga þessara leikskóla. „Í fyrsta lagi er KÍ ekkert nema félagsfólkið. Viðræðunefnd KÍ er í góðum og stöðugum samskiptum við sitt félagsfólk og sérstaklega það félagsfólk sem er í verkföllum fyrir heildina. Nefndin gerir ekkert nema með þeirra stuðningi. Félagsfólk KÍ í verkfalli gerir sér fyllilega grein fyrir ábyrgð sinni og er reiðubúið að standa undir henni,“ segir í yfirlýsingunni. „Skömmin er komin þar sem hún á heima, þ.e. til sveitarfélaganna.“ Í yfirlýsingunni segir enn fremur að laun kennara í verkfalli séu hvort eð er kostnaður sem sveitarfélögin hefðu þurft að greiða, væru kennarar þar við störf. Það væri galið að félagsfólk KÍ hefði þurft að fara í verkfalli til að þrýsta á að undirritað samkomulag frá 2016 verði efnt. „Við höfum svo sem séð í þessari kjaradeilu að sveitarfélögunum er nokk sama um kennara. Nú mun koma í ljós hvort það sama eigi við um foreldra og börn.“
Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. 22. nóvember 2024 18:52 Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. 22. nóvember 2024 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26
Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. 22. nóvember 2024 18:52
Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. 22. nóvember 2024 09:45