Fótbolti

Fangelsis­dómur hangir yfir höfði Haaland

Siggeir Ævarsson skrifar
Það verður að teljast líklegt að Haland borgi sektina
Það verður að teljast líklegt að Haland borgi sektina Vísir/Getty

Norski framherjinn Erling Haaland á yfir höfði sér fangelsisdóm í Sviss greiði hann ekki útistandandi sekt fyrir umferðarlagabrot áður en hann heimsækir landið næst. 

Sektarupphæðin er ekki há, eða 60 frankar, sem samsvarar um 9.500 íslenskum krónum. Réttarkerfið í Sviss veitir engu að síður engan afslátt þegar kemur að sektargreiðslum og þar sem Haaland hefur dregið lappirnir með að greiða sektina þarf hann nú að sæta afarkostum. Annað hvort greiðir hann sektina eða situr sólarhring í fangelsi næst þegar hann heimsækir landið.

Það ætti ekki að vera neitt tiltökumál fyrir Haaland að greiða sektina en hann er einn af launahæstu knattspyrnumönnum heims. Hann gæti auðvitað sleppt því að greiða sektina og að heimsækja Sviss aftur en þar sem faðir hans, Alf-Inge Haaland, er búsettur í Sviss síðan í fyrra verður að teljast líklegt að framherjinn knái kippi þessu máli í liðinn fyrr en seinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×