Fótbolti

Hákon mættur aftur til leiks

Sindri Sverrisson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson er kominn af stað eftir meiðsli.
Hákon Arnar Haraldsson er kominn af stað eftir meiðsli. Getty/Ahmad Mora

Hákon Arnar Harlaldsson, landsliðsmaður í fótbolta, lék sinn fyrsta leik í tæpa þrjá mánuði í dag þegar hann spilaði með Lyon í frönsku 1. deildinni.

Hákon hefur jafnað sig af meiðslum og kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í dag, í 1-0 sigri Lyon gegn Rennes.

Eftir að hafa verið lykilmaður í íslenska landsliðinu missti Hákon af allri keppni liðsins í Þjóðadeildinni nú í haust vegna meiðslanna.

Nú er hann hins vegar kominn aftur á ferðina og lék sinn fjórða deildarleik fyrir Lyon á leiktíðinni. Eftir sigurinn er Lille með 22 stig í 4. sæti frönsku deildarinnar, tíu stigum á eftir taplausu toppliði PSG.

Lið Alberts með á toppnum á Ítalíu

Annar landsliðsmaður sem glímt hefur við meiðsli, Albert Guðmundsson, er enn frá keppni og missti af 2-0 útisigri Fiorentina gegn Como á Ítalíu í dag. 

Sigurinn kom Fiorentina upp að hlið efstu liða deildarinnar en liðið er með 28 stig eftir tólf leiki, líkt og Atalanta og Inter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×