Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar 26. nóvember 2024 20:32 22. nóvember birtist áhugaverð grein á vef RÚV – grein sem enginn virðist tala um, en fjallar samt um það sem við ættum öll að vera að kjósa um. Viska er stéttarfélag fyrir sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði og stærsta aðildarfélag Bandalags háskólamanna (BHM). Félagið, sem er ekki þekkt fyrir að sinna réttindagæslu fyrir þá sem minna mega sín, fann þó ástæðu til að vekja athygli á alvarlegum málum: Ójöfnuður milli kynslóða hefur aukist tvisvar sinnum hraðar á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Ungt fólk er skilið eftir á hliðarlínunni. Þegar hagvöxtur byggist á láglaunastörfum og hækkandi húsnæðisverði, er það ungt fólk – sem er nú í miklum mæli á leigumarkaði – sem tapar mest. Ísland: Frá séreignarþjóð til leiguþjóðar Við höfum rekið hér séreignarstefnu sem á sér enga hliðstæðu í lýðveldissögunni. Um aldamót bjó 91% landsmanna í eigin húsnæði – nú er hlutfallið komið niður í 73%. Leigumarkaðurinn, sem var 4-5% af húsnæðismarkaðnum um aldamót, er nú 27-30%. Á sama tíma voru Íslendingar sviptir þeim rétti að fá lóðir á kostnaðarverði, sem áður var sjálfsagt. Nú eru lóðir seldar með það markmið að hámarka gróða, sem gerir fjársterkum kleift að hagnast á grunnþörf almennings, á meðan venjulegar fjölskyldur standa eftir með hærri kostnað og minni möguleika. Þegar markaðurinn fékk valdið voru lánshlutföll hækkuð og lánin færð til bankakerfisins í stað Íbúðalánasjóðs. Þetta ýtti íbúðum hraðar á markað, en framboðið jókst ekki í takt við eftirspurn. Þetta hefur gert fjársterkum kleift að safna eignum og stjórna verðlagi – upphaf kerfis sem viðgengst enn í dag og eykur misskiptingu í íslensku samfélagi. Hrunið – Þegar heimilin misstu fótfestu Þegar búið var að ýta lánum að fólki sem einungis vildi búa sér og sínum heimili – lánum frá bönkum sem síðan æddu fram úr sér í græðgisvímu – varð hrunið óhjákvæmilegt. Fjöldi fjölskyldna missti heimili sín á þessum tíma. Það sem á eftir fylgdi er sá þáttur sem hefur reynst mörgum erfitt að kyngja: Heimilin sem fjölskyldur misstu voru ekki nýtt til að byggja upp öryggi á nýjan leik fyrir almenning. Þvert á móti voru þau afhent stórum leigufélögum sem síðan hafa fengið að vaxa og dafna innan samfélags sem heldur áfram að trúa á séreignarstefnuna – en er á sama tíma með stóran hluta heimila á óregluvæddasta leigumarkaði innan OECD. Nú hefur þessi þróun leitt til þess að eitt af hverjum fjórum heimilum á Íslandi er undir ofurvaldi leigusala. Þessi staða hefur skapað kerfisbundinn vanda, þar sem stór hluti samfélagsins glímir við ótryggt húsnæði og of hátt leiguverð. Þessi meinsemd hefur ekki aðeins bitnað á lágtekjufólki heldur á öllum þeim sem glíma við síhækkandi húsnæðiskostnað í samfélagi sem áður lagði áherslu á húsnæðisöryggi. Þegar allir vildu sitt eigið leigufélag – Kapphlaupið um íbúðirnar Árið 2016 sendu Leigjendasamtökin erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem þau vöruðu við hættulegri þróun: uppkaup leigufélaga á íbúðarhúsnæði með það skýra markmið að hækka verðmæti eignanna. Þetta var gert til að réttlæta hækkandi leiguverð – þróun sem hefur reynst bæði leigjendum og þeim sem vilja eignast eigið húsnæði þungbær. Á sama tíma hófu fjársterkir einstaklingar, með greiðan aðgang að lánsfé, eigin „gullgrafaræði“ á húsnæðismarkaði. Fjármálarráðgjafar hvöttu þá sem gátu til að kaupa íbúðir og leigja þær út, því það var talin besta leiðin til að ávaxta fé. Þetta var í raun upphafið að kapphlaupi um íbúðirnar milli fjárfesta og venjulegra fjölskyldna. Útkoman var óhjákvæmileg: Verðið rauk upp, og fólk með takmarkaða fjárhagstöðu átti enga möguleika á að keppa við fjárfesta. Hlutfall íbúða sem seldust til fjárfesta náði allt að 90%, með venjulegt fólk skilið eftir í leigukerfi sem það átti enga von um að komast úr. Þetta leiddi ekki aðeins til hækkandi húsnæðisverðs heldur einnig verðbólgu sem hefur að stórum hluta verið drifin áfram af þessum húsnæðisverðshækkunum. Í stað þess að vinna gegn þessari þróun, hefur kerfið gert hana að forsendu íslensks hagkerfis. Afleiðingarnar – Þegar eitthvað verður að láta undan Það sem hófst sem fjárfestingartækifæri og brask hefur nú tekið á sig mynd kerfisbundins óréttlætis. Venjulegt fólk, sem getur ekki keppt við fjárfesta, lendir í hlutverki leigjenda það sem eftir er ævinnar, á meðan fjársterkir aðilar hagnast á grunnþörf þeirra. Hvar endar þetta brask? Húsnæði getur ekki hækkað endalaust í tvöföldu hlutfalli við laun, en það hefur verið þróunin frá aldamótum. Samkeppnishæfni landsins er farin að láta á sjá - því græðgi fárra hefur bein áhrif á fyrirtækin, fólk þarf að hafa þak yfir höfuðið, þetta er ekkert val. Stéttaskiptingin sem enginn bað um Ég þekki engan sem bað um aukna stéttaskiptingu á Íslandi. Þú? Ekki ég, það er alveg ljóst. En er það ekki umhugsunarvert að sú sé raunin? Að við, þjóðin, höfum ekki einu sinni verið látin vita? Við vorum aldrei spurð hvort við vildum: Vera með langlægsta hlutfall félagslegs húsnæðis í Evrópu. Svifta rúmlega 30 þúsund Íslendinga félagslegum rétti sínum til að eiga heimili og afhenda það í hendur leigufélaga. Leigufélög sem síðan stuðluðu að hækkun húsnæðiverðs og ýta sífellt fleiri inn á leigumarkaðinn. Að fjárhagslegur styrkur foreldra ungs fólks ræður nú úrslitum um framtíð þess: Annað hvort átt þú íbúð, eða þú endar í hlutverki þess að greiða fyrir húsnæði annarra það sem eftir er ævinnar. Og hver eru afleiðingarnar? Þessir 30 þúsund einstaklingar greiða nú allt að 80% af útborguðum launum sínum í leigu, í stað þess að byggja upp eigið heimili og fjárhagslegt öryggi – Að öllum líkindum um 12 þúsund börn sem ná ekki að mynda eðlileg félagsleg tengsl nauðsynleg þroska þeirra, þau eru alltaf að flytja. Spurningin sem við ættum að velta fyrir okkur er einföld: Hvenær tókum við þessa ákvörðun? Og ef við tókum hana ekki, hvernig gat þetta þá gerst? Höfundur er í stjórn leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Leigumarkaður Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
22. nóvember birtist áhugaverð grein á vef RÚV – grein sem enginn virðist tala um, en fjallar samt um það sem við ættum öll að vera að kjósa um. Viska er stéttarfélag fyrir sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði og stærsta aðildarfélag Bandalags háskólamanna (BHM). Félagið, sem er ekki þekkt fyrir að sinna réttindagæslu fyrir þá sem minna mega sín, fann þó ástæðu til að vekja athygli á alvarlegum málum: Ójöfnuður milli kynslóða hefur aukist tvisvar sinnum hraðar á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Ungt fólk er skilið eftir á hliðarlínunni. Þegar hagvöxtur byggist á láglaunastörfum og hækkandi húsnæðisverði, er það ungt fólk – sem er nú í miklum mæli á leigumarkaði – sem tapar mest. Ísland: Frá séreignarþjóð til leiguþjóðar Við höfum rekið hér séreignarstefnu sem á sér enga hliðstæðu í lýðveldissögunni. Um aldamót bjó 91% landsmanna í eigin húsnæði – nú er hlutfallið komið niður í 73%. Leigumarkaðurinn, sem var 4-5% af húsnæðismarkaðnum um aldamót, er nú 27-30%. Á sama tíma voru Íslendingar sviptir þeim rétti að fá lóðir á kostnaðarverði, sem áður var sjálfsagt. Nú eru lóðir seldar með það markmið að hámarka gróða, sem gerir fjársterkum kleift að hagnast á grunnþörf almennings, á meðan venjulegar fjölskyldur standa eftir með hærri kostnað og minni möguleika. Þegar markaðurinn fékk valdið voru lánshlutföll hækkuð og lánin færð til bankakerfisins í stað Íbúðalánasjóðs. Þetta ýtti íbúðum hraðar á markað, en framboðið jókst ekki í takt við eftirspurn. Þetta hefur gert fjársterkum kleift að safna eignum og stjórna verðlagi – upphaf kerfis sem viðgengst enn í dag og eykur misskiptingu í íslensku samfélagi. Hrunið – Þegar heimilin misstu fótfestu Þegar búið var að ýta lánum að fólki sem einungis vildi búa sér og sínum heimili – lánum frá bönkum sem síðan æddu fram úr sér í græðgisvímu – varð hrunið óhjákvæmilegt. Fjöldi fjölskyldna missti heimili sín á þessum tíma. Það sem á eftir fylgdi er sá þáttur sem hefur reynst mörgum erfitt að kyngja: Heimilin sem fjölskyldur misstu voru ekki nýtt til að byggja upp öryggi á nýjan leik fyrir almenning. Þvert á móti voru þau afhent stórum leigufélögum sem síðan hafa fengið að vaxa og dafna innan samfélags sem heldur áfram að trúa á séreignarstefnuna – en er á sama tíma með stóran hluta heimila á óregluvæddasta leigumarkaði innan OECD. Nú hefur þessi þróun leitt til þess að eitt af hverjum fjórum heimilum á Íslandi er undir ofurvaldi leigusala. Þessi staða hefur skapað kerfisbundinn vanda, þar sem stór hluti samfélagsins glímir við ótryggt húsnæði og of hátt leiguverð. Þessi meinsemd hefur ekki aðeins bitnað á lágtekjufólki heldur á öllum þeim sem glíma við síhækkandi húsnæðiskostnað í samfélagi sem áður lagði áherslu á húsnæðisöryggi. Þegar allir vildu sitt eigið leigufélag – Kapphlaupið um íbúðirnar Árið 2016 sendu Leigjendasamtökin erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem þau vöruðu við hættulegri þróun: uppkaup leigufélaga á íbúðarhúsnæði með það skýra markmið að hækka verðmæti eignanna. Þetta var gert til að réttlæta hækkandi leiguverð – þróun sem hefur reynst bæði leigjendum og þeim sem vilja eignast eigið húsnæði þungbær. Á sama tíma hófu fjársterkir einstaklingar, með greiðan aðgang að lánsfé, eigin „gullgrafaræði“ á húsnæðismarkaði. Fjármálarráðgjafar hvöttu þá sem gátu til að kaupa íbúðir og leigja þær út, því það var talin besta leiðin til að ávaxta fé. Þetta var í raun upphafið að kapphlaupi um íbúðirnar milli fjárfesta og venjulegra fjölskyldna. Útkoman var óhjákvæmileg: Verðið rauk upp, og fólk með takmarkaða fjárhagstöðu átti enga möguleika á að keppa við fjárfesta. Hlutfall íbúða sem seldust til fjárfesta náði allt að 90%, með venjulegt fólk skilið eftir í leigukerfi sem það átti enga von um að komast úr. Þetta leiddi ekki aðeins til hækkandi húsnæðisverðs heldur einnig verðbólgu sem hefur að stórum hluta verið drifin áfram af þessum húsnæðisverðshækkunum. Í stað þess að vinna gegn þessari þróun, hefur kerfið gert hana að forsendu íslensks hagkerfis. Afleiðingarnar – Þegar eitthvað verður að láta undan Það sem hófst sem fjárfestingartækifæri og brask hefur nú tekið á sig mynd kerfisbundins óréttlætis. Venjulegt fólk, sem getur ekki keppt við fjárfesta, lendir í hlutverki leigjenda það sem eftir er ævinnar, á meðan fjársterkir aðilar hagnast á grunnþörf þeirra. Hvar endar þetta brask? Húsnæði getur ekki hækkað endalaust í tvöföldu hlutfalli við laun, en það hefur verið þróunin frá aldamótum. Samkeppnishæfni landsins er farin að láta á sjá - því græðgi fárra hefur bein áhrif á fyrirtækin, fólk þarf að hafa þak yfir höfuðið, þetta er ekkert val. Stéttaskiptingin sem enginn bað um Ég þekki engan sem bað um aukna stéttaskiptingu á Íslandi. Þú? Ekki ég, það er alveg ljóst. En er það ekki umhugsunarvert að sú sé raunin? Að við, þjóðin, höfum ekki einu sinni verið látin vita? Við vorum aldrei spurð hvort við vildum: Vera með langlægsta hlutfall félagslegs húsnæðis í Evrópu. Svifta rúmlega 30 þúsund Íslendinga félagslegum rétti sínum til að eiga heimili og afhenda það í hendur leigufélaga. Leigufélög sem síðan stuðluðu að hækkun húsnæðiverðs og ýta sífellt fleiri inn á leigumarkaðinn. Að fjárhagslegur styrkur foreldra ungs fólks ræður nú úrslitum um framtíð þess: Annað hvort átt þú íbúð, eða þú endar í hlutverki þess að greiða fyrir húsnæði annarra það sem eftir er ævinnar. Og hver eru afleiðingarnar? Þessir 30 þúsund einstaklingar greiða nú allt að 80% af útborguðum launum sínum í leigu, í stað þess að byggja upp eigið heimili og fjárhagslegt öryggi – Að öllum líkindum um 12 þúsund börn sem ná ekki að mynda eðlileg félagsleg tengsl nauðsynleg þroska þeirra, þau eru alltaf að flytja. Spurningin sem við ættum að velta fyrir okkur er einföld: Hvenær tókum við þessa ákvörðun? Og ef við tókum hana ekki, hvernig gat þetta þá gerst? Höfundur er í stjórn leigjendasamtakanna.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar