Harmageddon - Brynjar Karl um þöggun KKÍ og einokun íþróttafélaga

Viðtal við hinn mikilsvirta en umdeilda körfuboltaþjálfara Brynjar Karl Sigurðsson. Hann er einhverskonar olnbogabarn íslensku körfuboltahreyfingarinnar en um leið einn allra besti þjálfari landsins. Hann segir okkur frá fáránlegri hverfapólitík íþróttaklúbbana sem hefur leitt til þess að íþróttafélagið Leiknir fær ekki að rækta jaðarsett ungmenni í efra-Breiðholti. Það virðist í raun bara vera vegna þess að ÍR vill ekki gefa eftir það svæði sem þeir hafa þó ekkert sinnt svo heitið geti. Þá talar hann líka um mikla þöggun innan Körfuknattleikssambands Íslands. Brynjar segir að kynferðisáreiti og annar perraskapur hafi verið þar á allra vitorði í áraraðir en það sé ítrekað þaggað niður. Ekki sé langt síðan að formaður KKÍ gaf út skipun um það að allt umtal sem gæti „skaðað hreyfinguna“ skildi verða refsivert með viðurlögum um sektir fyrir þann sem segir frá. Ótrúlegt viðtal þar sem Brynjar talar tæpitungulaust.

1515

Vinsælt í flokknum Harmageddon