Platan í heild: UB40 - Labour of Love

Labour of Love er fjórða breiðskífa bresku reggaesveitarinnar UB40 sem stofnuð var í Birmingham árið 1978. Platan sem kom út á september 1983 er almennt talin besta plata sveitarinnar enda inniheldur hún fyrsta topplag hennar Red Red Wine, sem varð jafnframt fyrsta reggaelagið til að fara á toppinn í Bretlandi. Auk þess eru á plötunni smellir á borð við Please Don´t Make Me Cry og Many Rivers To Cross. Páll Sævar spilaði Labour of Love í heild sinni á Gull Bylgjunni.

86
47:46

Vinsælt í flokknum Gull Bylgjan