Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Stefnir í stjórnarkreppu

Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn.

Innlent
Fréttamynd

Fundur formanna hafinn

Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata sem hefjast átti klukkan 16 en var frestað til 17 er nú hafinn.

Innlent
Fréttamynd

Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir

Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi.

Innlent
Fréttamynd

Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra

Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis.

Innlent
Fréttamynd

Flokkarnir fimm funda eftir hádegi

Það skýrist í dag hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með formönnum flokkanna klukkan eitt í Alþingishúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýni ríkir eftir fundarhöld flokkanna fimm

Það skýrist á morgun hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundaði með formönnum flokkanna í dag og gætti bjartsýni í hópnum að fundi loknum.

Innlent
Fréttamynd

Flokkarnir fimm mættir til fundar

Fulltrúar Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar funda nú í húsakynnum Alþingis um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður.

Innlent