Blessað sé miskunnarleysið á leigumarkaði Fjölskyldur sem stóðu á brún hyldýpis hið örlagaríka ár 2008 var skipulega ýtt framaf og í frjálst fall til glötunnar á leigumarkaði. Í fallinu baða leigjendur út örmum sínum og fálma eftir börnunum, framtíðinni og voninni, öskra eftir hjálp og leita allra leiða til að draga úr hraðanum því botninn leynist í myrkrinu og hann veit á skjótann dauða. Angistaróp leigjenda hafa verið undirspil fundanna í stjórnarráðinu í einn og hálfan áratug og á einhvern óskiljanlegan hátt hefur það einungis aukið á forherðingu stjórnvalda og skeytingarleysi gagnvart þeim. Skoðun 9. júní 2023 07:01
Leyndarhjúpurinn um Lindarhvol að gefa sig Þolinmæði Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., er á þrotum. Hann telur ótækt annað en að greinargerð hans komi fyrir sjónir almennings en hvernig liggur ekki fyrir. Innlent 9. júní 2023 07:01
Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. Innlent 8. júní 2023 19:31
Ferðamenn til mestu óþurftar! Það er stórmerkilegt hvað ólíklegasta fólk finnur ferðaþjónustu flest til foráttu þessa dagana. Hún er sögð „stjórnlaus“, „óskipulögð“, „auðvitað ráði þar bara græðgin ríkjum“ og það nýjasta er, að hún á nú að vera orðin helsti sökudólgur þeirra vandræða sem við glímum nú við í efnahagslífinu. Skoðun 8. júní 2023 13:00
Utanríkisráðherra segir lítinn sóma af niðurstöðu Alþingis Utanríkisráðherra segir ekki mikinn sóma af því að Alþingi hafi ekki framlengt niðurfellingu tolla á innflutningi landbúnaðarvöru frá Úkraínu. Þetta hafi verið mikilvægur stuðningur við Úkraínu sem reki efnahagskerfi sitt núna á þrjátíu prósenta afköstum. Innlent 8. júní 2023 12:18
Stjórnlaus ríkisfjármál og ríkisstjórn í sýndarmennsku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom víða við í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Sagði hann ríkisfjármálin algjörlega stjórnlaus og störf ríkisstjórnar einkennast af sýndarmennsku. Innlent 8. júní 2023 00:11
„Þurfum að ákveða hvers konar þjóð við viljum vera“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, segir ákall eftir aðgerðum standa upp úr að liðnum þingvetri. Flokkur hennar hafi reynt að stappa stálinu í ríkisstjórnina sem beri sig illa og tali eins og hún stýri engu. Innlent 7. júní 2023 23:08
Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. Innlent 7. júní 2023 21:33
Bein útsending: Eldhúsdagsumræður á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og hefjast klukkan 19:40. Innlent 7. júní 2023 19:00
„Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“ Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar. Innlent 7. júní 2023 14:03
Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. Innlent 7. júní 2023 11:42
Hastarleg þinglok koma þingmönnum í opna skjöldu Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþingis í gær. Innlent 7. júní 2023 10:19
Þessir þingmenn munu tala á eldhúsdegi í kvöld Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:40 og skiptast í tvær umferðir. Innlent 7. júní 2023 09:48
Sigurður Þórðarson mætir á nefndarfund Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, mun mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag. Hann mun þar fara yfir afar umdeilda greinargerð sína um Lindarhvol sem enn hefur ekki fengist birt. Innlent 7. júní 2023 09:32
Dauðarefsing við samkynhneigð Á dögunum undirritaði forseti Úganda löggjöf sem gengur lengst allra landa í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Þannig liggur nú m.a. dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu, en lögin voru samþykkt á þingi Úganda í mars með yfirgnæfandi meirihluta. Löggjöfin hefur þegar vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingu, bæði innan Úganda og frá lýðræðisríkjunum. Skoðun 7. júní 2023 07:31
Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. Innlent 7. júní 2023 06:24
Árni Johnsen er látinn Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára. Innlent 7. júní 2023 06:04
Varð döpur þegar hún sá kynningu ríkisstjórnarinnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði á þingfundi í dag að hún hefði orðið döpur þegar hún kynnti sér boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgudrauginn. Innlent 6. júní 2023 21:26
Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. Innlent 6. júní 2023 18:07
Á von á að verðbólgutillögur ríkisstjórnar verði kynntar í dag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á von á því að tillögur ríkisstjórnar þegar kemur að því að bregðast við mikilli verðbólgu verði kynntar bæði fjárlaganefnd og almenningi síðar í dag. Innlent 5. júní 2023 13:32
Hvað amar eiginlega að okkur? Eftir ófarir og sársauka af völdum hrunsins hefur athygli okkar á undanförnum árum mjög beinst að áskorunum að utan, einkum heimsfaraldri og vopnaskaki í austurvegi. Skoðun 5. júní 2023 09:31
Skaðaminnkun bjargar lífum Fólk hefur frá örófi alda sóst í vímu. Kannski ekki skrítið í ljósi þess að vímuefni vaxa í náttúrunni allt í kring um okkur, í öllum löndum heims. Manneskjan þróaðist samhliða þessum efnum, við erum með móttakara í líkamanum fyrir þeim. Skoðun 2. júní 2023 12:00
Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. Viðskipti innlent 1. júní 2023 17:05
Þjarma að heilbrigðisráðherra um skaðaminnkun Píratar munu krefja heilbrigðisráðherra svara við spurningum um skaðaminnkun, sem snýr að því að mæta vímuefnaneytendum á þeirra forsendum, í sérstakri umræðu um málefnið á þingfundi í dag. Innlent 1. júní 2023 13:30
Þingmenn eigi ekki sjálfir að vasast í eigin kjörum Tekist var á um fyrirhugaðar launahækkanir æðstu embættismanna á Alþingi í dag. Áformin hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem vinna nú að gerð nýrra kjarasamninga til langs tíma. Þingmaður VG segist skilja gremjuna og þingmaður Viðreisnar segir sjálfsagt að endurskoða áformin en ekki sé meirihluti fyrir því á þingi. Innlent 30. maí 2023 21:22
Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. Innlent 30. maí 2023 15:47
Vill strangara eftirlit með úkraínsku kjöti vegna sýklalyfjaónæmra baktería Bráðabirgðaákvæði sem heimilar tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu rennur út í lok morgundagsins. Læknir segir að þó innflutningurinn hafi mikil áhrif á íslenskan markað megi ekki gleyma lýðheilsusjónarmiðum. Bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti. Innlent 30. maí 2023 11:25
Sjálfbærar hvalveiðar? Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Skoðun 30. maí 2023 08:00
Eitt fínasta hótel borgarinnar komið í rekstur Í Íslandi í dag var farið í heimsókn á Hótel Alþingi eins og hið nýja Parliament Hotel útleggst á íslensku. Eftir langt og strangt ferli er risið glæsilegt hótel á þessum sögufræga stað sem stílar á betur borgandi ferðamenn – og slær ekkert af í lúxus. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Innlent 29. maí 2023 08:59
Óskar eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða byssur voru keyptar Þingmaður Pírata hefur óskað eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. Þingmaðurinn segir ekki hægt að veita lögreglu meira vald án aðkomu þjóðarinnar. Innlent 26. maí 2023 11:32