Eldræða Jódísar: Þingmenn verði að standa í lappirnar gegn „hryllingi“ á Seyðisfirði Þingmaður Vinstri grænna flutti eldræðu á Alþingi í dag og sagði öðrum þingmönnum að standa í lappirnar gegn erlendum fjárfestum. Tilefni ræðunnar er áætlað fiskeldi á Seyðisfirði en þingmaðurinn er þaðan. Innlent 14. mars 2023 14:38
Fundurinn einn sá einkennilegasti að mati Sigmars Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að opinn nefndarfundar Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem haldinn var að beiðni Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafi verið einn einkennilegasti opni nefndarfundur í sögu Alþingis. Innlent 14. mars 2023 13:38
Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. Innlent 14. mars 2023 11:11
Hvað ef pabbi getur ekki keypt íbúð? Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Skoðun 14. mars 2023 11:00
Bein útsending: Opinn nefndarfundur um alþjóðlega vernd vegna aðstæðna í Venesúela Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund milli klukkan 9:10 og 10 í dag þar sem fundarefnið er alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Venesúela. Innlent 14. mars 2023 08:40
Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. Innlent 13. mars 2023 22:22
Skömmuðu ráðherra fyrir að biðja konur á Alþingi að tala lægra Þingmenn þriggja flokka í stjórnarandstöðunni skömmuðu í dag fjármálaráðherra og innviðaráðherra fyrir að biðja tvo kvenkyns formenn stjórnmálaflokka um að tala ekki of hátt í ræðustól. Innlent 13. mars 2023 21:44
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. Innlent 13. mars 2023 16:37
Segir mönnunarvanda feluorð yfir vanfjármögnun: „Það vantar mannskap vegna þess að það vantar pening“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, telur þyrlur landhelgisgæslunnar ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra og hefur áhyggjur af viðbragðsgetu þeirra. Hann telur að þrátt fyrir að á síðustu árum hafi verið gerðar ýmsar úrbætur hafi ferlið ekki þróast í rétta átt hvorki með tilliti til mönnunar né tækjabúnaðar. Innlent 12. mars 2023 12:13
Hvenær hefur maður samræði við barn? „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson eftirminnilega í skáldsögunni Íslandsklukkan. Svarið við þessari spurningu má reyndar finna kyrfilega skilgreint í 23. kafla hegningarlaga. Skoðun 11. mars 2023 10:30
Mikilvægt að verja stöðu frjálsra fjölmiðla á Íslandi Þingmaður Vinstri grænna segir mikilvægt að tryggja fjölmiðlafólki öruggt starfsumhverfi. Fjölmörg dæmi væru um að fjölmiðlafólk væri hindrað í störfum sínum og því jafnvel ógnað. Menningar- og viðskiptaráðherra segir fjölmiðlaáætlun í mótun. Innlent 9. mars 2023 19:20
Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. Innlent 9. mars 2023 15:36
Líkkistusala dómsmálaráðherra ekki í hagsmunaskráningu hans Ekki kemur fram í hagsmunaskráningu Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, að hann sé eigandi fyrirtækis sem flytur inn og selur líkkistur. Þingkona Pírata spurði ráðherrann út í fyrirtækið í tengslum við ákvörðun hans varðandi rekstur á bálstofu. Innlent 9. mars 2023 15:20
Fátæk börn í skugga metárs í fjármagnstekjum og arðgreiðslum Þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi vegna vaxandi fjölda barna sem byggju við fátækt á Alþingi í dag. Á sama tíma væri metár í fjármagnstekjum og greiðslu arðs hjá stórútgerðinni. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa gripið til margvíslegra aðgerða fyrir þennan hóp og aðrar væru í undirbúningi. Innlent 9. mars 2023 12:18
Heildin hafi það býsna gott Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Viðskipti innlent 9. mars 2023 11:42
Bein útsending: Ásgeir og Gunnar ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, verða gestir efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á opnum fundi sem hefst klukkan 9:10. Fundarefnið er skýrsla fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. Innlent 9. mars 2023 08:41
Í „vægu áfalli“ vegna gleðifrétta um ríkisborgararétt Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem staðið hefur fyrir mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í þágu Úkraínumanna, er á meðal þeirra 17 einstaklinga sem eru á lista frumvarps til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Hann kveðst vera í vægu áfalli vegna gleðitíðindanna og enn að reyna að melta þá staðreynd að hann verði ekki sendur aftur til Rússlands líkt og hann óttaðist. Innlent 8. mars 2023 17:51
Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. Innlent 8. mars 2023 15:20
Hengilás fyrir forseta Alþingis Það var dapurlegt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í fyrradag um fyrirspurn vegna Lindarhvols. Í stað þess að virða rétt þingmanna og almennings til að fá upplýsingar um mál sem varðar eigur almennings upp á hundruð milljarða, er reistur hár og voldugur þagnarmúr þar sem forseti Alþingis er verkstjórinn. Skoðun 8. mars 2023 10:01
Alvarlegt að ekki hafi tekist að manna sjúkraflug Heilbrigðisráðherra segir alvarlegt að maður sem beið eftir lifrarígræðslu hafi misst af tækifærinu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflug. Tryggja þurfi að atvikið endurtaki sig ekki en til greina komi að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. Innlent 7. mars 2023 18:27
Bannað að spyrja um eignasölu Bjarna Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa nú beitt meirihlutavaldi á Alþingi til að banna mér að spyrja forseta Alþingis um greinargerð sem fjallar um sölu Bjarna Benediktssonar á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum einkahlutafélagið Lindarhvol ehf. Skoðun 7. mars 2023 15:01
Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. Innlent 7. mars 2023 13:27
Ungt fólk í húsnæðisvanda Ég hef orðið verulegar áhyggjur af húsnæðismarkaðnum hér á landi. Þau tæki sem Seðlabanki Íslands hefur til þess að halda verðbólgu í skefjum og koma í veg fyrir óhóflegar lántökur eru stýrivaxtahækkanir. Stýrivaxtahækkanir hafa leitt til hærri vaxta hjá bönkunum með tilheyrandi gróða. Skoðun 7. mars 2023 09:30
Sérstöku landsteymi ætlað að bregðast við erfiðari málum strax Á fimmta hundruð manns tóku þátt í svokölluðum þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu í Hörpu í dag, þar sem ný heildarlöggjöf í málaflokknum er væntanleg. Mennta- og barnamálaráðherra segir þau hafa skort löggjöf og stofnun til að aðstoða kerfið við að bregðast við áskorunum en við því sé verið að bregðast. Hann mun koma á fót landsteymi á næstu dögum sem er ætlað er að taka á erfiðum málum. Innlent 6. mars 2023 21:12
„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. Innlent 6. mars 2023 20:10
Ráðvilltur ríkisendurskoðandi Undanfarið hefur forseti Alþingis flúið úr einu horni í annað undan þeim sem berjast fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Forseti hefur bágan málstað að verja þar sem allir aðrir forsætisnefndarmenn hafa samþykkt birtingu greinargerðarinnar auk þess sem tvö lögfræðiálit liggja fyrir um að birta skuli greinargerðina. Skoðun 6. mars 2023 20:01
Fær ekki að spyrja um Lindarhvol Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. Innlent 6. mars 2023 18:13
„Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Innlent 6. mars 2023 12:15
Bankasölumálinu er ekki lokið Það var haustið 2012 sem ég sem fjármálaráðherra mælti fyrir lögunum um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég lagði á það áherslu við stjórnarþingmenn í þáverandi efnahags- og viðskiptanefnd að lögin yrðu afgreidd úr nefndinni til samþykktar í þingsal. Og það gekk eftir. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Framsókn sat hjá. Skoðun 5. mars 2023 17:01
Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni. Skoðun 4. mars 2023 15:31