Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Viðvaranir

Salan á 50 milljarða hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka verður sífellt undarlegri. Nú er komið í ljós með ummælum viðskiptaráðherra fyrr í dag að aðdragandinn í ríkisstjórn og ráðherranefndinni er sennilega furðulegasta púslið í þeirra skrípamynd sem er að teiknast upp.

Skoðun
Fréttamynd

Biðst afsökunar á að hafa ekki upplýst almenning

Stjórnarformaður Bankasýslunnar biðst afsökunar á þeim mistökum að hafa ekki kynnt mun betur fyrir almenningi fyrirkomulag sölu á Íslandsbanka. Hann segir ekki laust við að verið sé að koma ábyrgðinni á því sem misfórst yfir á Bankasýsluna.

Innlent
Fréttamynd

„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. 

Innlent
Fréttamynd

Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur

Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona út­boði“

Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart

Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Því miður, en okkur er bara alveg sama“

Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

„Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu

Innlent
Fréttamynd

„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“

Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið.

Innlent
Fréttamynd

Ef ég myndi vilja gagn­rýna Sjálf­stæðis­flokkinn

Þá myndi ég fara um víðan völl því af nógu er að taka. Í sjálfstæðisflokkinn eða “flokkinn” einsog hann er nefndur í daglegu tali, velst margt vel meinandi og gott fólk sem vill láta gott af sér leiða og bæta samfélagið fyrir okkur öll. Ég þekki nokkra, toppfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Er þing­mennska ævi­starf?

Þingkosningarnar seinast liðið haust voru nýliðum gæfuríkar, en tuttugu og fjórir þingmenn eru nú á sínu fyrsta starfsári. Mér hefur þó oft þótt einkennilegt hvað sumir þingmenn sitja lengi á þingi. Hafa jafnvel setið á þingi frá því áður en ég fór að fylgjast með fréttum af ráði.

Skoðun