Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Stefnir á að frumvarp um af­glæpa­væðingu verði á dag­skrá í haust

Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 

Innlent
Fréttamynd

Efa­semdir um fyrir­ætlanir dóms­mála­ráð­herra

Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Að halda sig hafa vit fyrir heilli þjóð

Það var áhugavert að heyra svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Aðspurð hvort hún styddi að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálfsagt að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu - en bara ef fyrir lægi augljós meirihluti meðal þingmanna fyrir aðild að sambandinu.

Skoðun
Fréttamynd

Að bæta kjör sín með fast­eigna­kaupum

Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn.

Skoðun
Fréttamynd

Segir heil­brigðis­þjónustu á lands­byggðinni ó­á­sættan­lega: „Risa­­stórt vanda­­mál sem við höfum aldrei náð að bæta“

Formaður velferðarnefndar Alþingis segir ljóst að áskoranir séu til staðar á landsbyggðinni þegar kemur að heilbrigðisþjónustu en segir að allir geti sótt sér þjónustu óháð staðsetningu. Þingmaður Pírata segir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hafa hrakað gríðarlega undanfarin ár og að málaflokkurinn ætti að vera í forgangi hjá stjórnvöldum.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum með þingmeirihluta sem treystir ekki þjóðinni“

Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa lagt fram tillögu um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Formaður Viðreisnar segir mikilvæga hagsmuni í húfi en þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir vilja Alþingis til aðildarumsóknar liggja fyrir. Formaður Viðreisnar segir það miður að þingmeirihluti treysti ekki þjóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð okkar í Evrópu

Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu.

Skoðun
Fréttamynd

„Langar mest að gráta“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Mun þögn Þjóð­kirkjunnar senda tvo menn í fangelsi?

Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfa konur bara að vera dug­legri að taka verkja­lyf?

Endómetríósa (legslímuflakk, stundum stytt í endó) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi og talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Erfitt getur verið að greina sjúkdóminn og greiningartími er því oftar en ekki mörg ár. Talið er að meðalgreiningartíminn sé allt að 7-9 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Stríð sem breytir heimsmyndinni

Stríðið í Úkraínu hefur breytt öllu. Hlutverk stjórnmálanna núna er að bregðast við breyttri heimsmynd af ábyrgð. Það þarf að ræða og mynda skilning á hvaða áhrif hin breytta staða hefur á Evrópu og á Ísland. Út frá því tökum við svo næstu skref.

Skoðun
Fréttamynd

Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans

Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi.

Innlent
Fréttamynd

Börn á sakaskrá

Ofbeldi hefur mikið verið í umræðunni og hefur verið rætt um börn og ungmenni sem að beita ofbeldi. Sumir hugsa kannski, þetta hefur alltaf verið svona það er engin breyting á ofbeldishegðun barna og ungmenna á Íslandi. Staðreyndin er þó sú að það er breyting.

Skoðun
Fréttamynd

Gamal­dags hugsun í heil­brigðis­kerfinu?

Nýlega fóru fram tvennar umræður þingmanna á Alþingi við heilbrigðisráðherra, annars vegar um fjarheilbrigðisþjónustu og hins vegar um geðheilbrigðismál. Oft var enda þörf en nú nauðsyn.

Skoðun
Fréttamynd

Við drögum ekki orkuna upp úr hatti

Það virðist sem að á síðustu árum hafi ríkt ákveðin hræðsla að ræða orkumál á Íslandi sem leitt hefur til ákveðnar stöðnunar hér á landi. Skort hefur hugrekki til þess að taka þessa umræðu af fullri alvöru og afleiðingarnar blasa við okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Sauð upp úr á Al­þingi: „Ég hef sjaldan séð þing­mann jafn æstan“

Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja.

Innlent