Uppgjörið: ÍA - KA 1-0 | Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. Íslenski boltinn 15. september 2024 15:55
Sérstakir leikir sama hvað er undir: „Alltaf smá auka fiðringur“ Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Leikurinn er þýðingarmikill fyrir bæði lið í deildinni en montrétturinn í Kópavogi er einnig undir. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, segir alltaf auka fiðring og spennu fylgja leikjunum við Breiðablik. Íslenski boltinn 15. september 2024 12:17
Tryggir ÍBV Bestu deildar sæti í dag? | „Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila“ Eyjamenn eru með örlögin í sínum höndum fyrir lokaumferð Lengjudeildar karla í fótbolta í dag. Sigur gegn Leikni Reykjavík gulltryggir sæti ÍBV í Bestu deildinni á næsta tímabili og myndi um leið binda endi á stutta veru liðsins í næstefstu deild. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV segir sína menn klára í alvöru leik gegn hættulegu liði Leiknis sem hefur að engu öðru að keppa nema stoltinu. Íslenski boltinn 14. september 2024 12:16
KR með fæst stig á heimavelli í Bestu deildinni í sumar Ekkert lið mun fá færri stig á heimavelli í Bestu deildinni í sumar en KR. Það er orðið ljóst eftir að KR tapaði síðasta heimaleik sínum áður en úrslitakeppnin tekur við. Íslenski boltinn 14. september 2024 11:50
Ákvað að hlusta ekki á slúðursögur sem höfðu þó áhrif Viðar Örn Kjartansson lætur sögusagnir um sig ekkert á sig fá og hefur lagt hart að sér að koma sér í gott leikform. Hann ætlar sér að verða bikarmeistari með KA. Íslenski boltinn 14. september 2024 09:42
Sjáðu hvernig Víkingar fóru létt með KR og komust á toppinn Víkingar endurheimtu toppsæti Bestu deildar karla í fótbolta með sannfærandi 3-0 sigri á KR-ingum í gær á Meistaravöllum í Vesturbæ. Íslenski boltinn 14. september 2024 09:34
„Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ „Það svíður að tapa og kannski sérstaklega á þennan hátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 0-3 tap gegn Víkingi þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 13. september 2024 19:39
Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ KR mátti þola 0-3 tap þegar tekið var á móti Víkingi á Meistaravöllum. Víkingar fara með sigrinum upp í efsta sæti deildarinnar, jafnir Breiðablik að stigum. KR situr áfram í 9. sæti, þremur stigum frá fallsvæðinu. Íslenski boltinn 13. september 2024 18:55
Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna „Ef að Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur í fótbolta um aðstoðarþjálfara sinn Sölva Geir Ottesen sem hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið. Íslenski boltinn 13. september 2024 14:31
„Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ „Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 13. september 2024 13:31
Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. Íslenski boltinn 13. september 2024 12:31
Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með Þeir Guðmundur Andri Tryggvason og Stefán Árni Geirsson, leikmenn KR í Bestu deild karla, eiga á hættu að taka ekki frekari þátt á þessari leiktíð. Það munar um minna fyrir Vesturbæinga. Íslenski boltinn 13. september 2024 10:42
„Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ Boltinn fer að rúlla á ný í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings heimsækja KR. Gestirnir verða þó án þjálfara síns, sem er enn í leikbanni. Áfram mun Sölvi Geir Ottesen halda í stjórnartaumana. Íslenski boltinn 13. september 2024 10:01
„Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast,“ segja börn KR-ingsins mikla Ellerts B. Schram, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn. Stórleikur KR og Víkings á morgun, í Bestu deild karla í fótbolta, er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Íslenski boltinn 12. september 2024 16:14
Órætt tíst Ísaks vekur athygli Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild karla, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X sem hefur vakið athygli. Meining færslunnar er þó óljós. Íslenski boltinn 11. september 2024 15:01
Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. Íslenski boltinn 11. september 2024 13:32
Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna höggs sem hann veitti Böðvari Böðvarssyni, leikmanni FH, í leik liðanna á dögunum. Böðvar hafði sett olnbogann í Guðmund skömmu áður en hann fær ekki bann vegna málsins. Íslenski boltinn 11. september 2024 10:49
Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Viðar Örn Kjartansson byrjaði sumarið ekki vel með KA í Bestu deildinni í fótbolta en hefur raðað inn mörkum í síðustu leikjum á sama tíma og KA-liðið hefur þotið upp töfluna og komist í bikarúrslitaleikinn. Íslenski boltinn 10. september 2024 09:10
Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ Á vef breska miðilsins The Athletic í morgun birtist ítarleg grein um íslenska landsliðsmanninn í fótbolta, Gylfa Þór Sigurðsson leikmann Vals. Í greininni er farið yfir undanfarin tvö ár í lífi leikmannsins og reynt að fá betri mynd af þeirri ákvörðun hans að snúa aftur heim til Íslands og halda áfram með ferilinn hér heima. Íslenski boltinn 9. september 2024 10:54
„Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins, hinn 14 ára gamli Alexander Rafn Pálmason, kom inn á í sinum fyrsta leik í Bestu deildinni á dögunum. Hann hefur verið á reynslu í Danmörku og stefnir þangað aftur. Íslenski boltinn 9. september 2024 08:02
ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll Eyjamenn eru ansi nálægt því að geta fagnað sæti í Bestu deild karla í fótbolta eftir 6-0 risasigur á Grindavík í næstsíðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag. Grótta féll en ÍR bjó sér til góða von um að fara í umspil. Íslenski boltinn 8. september 2024 16:21
Úr krílaleikfimi á KR völlinn Í nýjasta þætti Leikdagsins er fylgst með markahæsta leikmanni Bestu deildar karla, Viktori Jónssyni. Íslenski boltinn 6. september 2024 12:02
Kári bauð Kára velkominn í Víking Kári Sveinsson er nýr yfirstyrktarþjálfari knattspyrnudeildar Víkings en þetta kom fram á miðlum Víkings í dag. Íslenski boltinn 5. september 2024 23:32
Rosenörn yfirgefur Stjörnuna þó tímabilinu sé ekki lokið Markvörðurinn Mathias Rosenörn mun ekki spila meira fyrir Stjörnuna á þessari leiktíð eftir að hafa fengið samningi sínum rift um síðustu mánaðarmót. Íslenski boltinn 5. september 2024 11:02
Gylfi vill halda sæti sínu í landsliðinu og mun skoða aðra kosti en Val í vetur Gylfi Þór Sigurðsson vill halda sæti sínu í íslenska landsliðinu. Hann segist þurfa að skoða sín mál eftir tímabilið í Bestu-deildinni og þarf mögulega að reyna koma sér í annað lið utan landsteinana. Sport 5. september 2024 10:02
Framkvæmdastjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aganefndar KSÍ vakti athygli á því í gær að framkvæmdastjóri sambandsins mun ekki lengur vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar. Íslenski boltinn 4. september 2024 14:31
„Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Viðar Örn Kjartansson hefur verið að gera góða hluti með KA undanfarið og skorað fimm mörk í Bestu deildinni í fótbolta á rétt rúmum mánuði. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í vikunni. Íslenski boltinn 3. september 2024 16:15
„Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 3. september 2024 10:03
Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. Íslenski boltinn 2. september 2024 22:02
Slagsmálin send til aganefndar Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 2. september 2024 15:46