Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 0-4 | Víkingar geta farið að setja kampavínið í kælinn eftir stórsigur gegn Val Víkingur er kominn með 11 stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta en Fossvogsliðið lagði Val, sem situr í öðru sæti deildarinnar, að velli með fjórum mörkum gegn engu í toppslag liðanna í 20. umferð deildarinnar á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Eftir þennan sigur hefur Víkingur 53 stig á toppnum en Valur kemur svo næst með 42 stig. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 21:09
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 2-1 | Heimamenn nýttu Evrópuþreytu gestanna Fram og KA mættust í Úlfarsárdalnum í 20. umferð Bestu deildar karla nú í dag. Eftir afar spennandi og skemmtilegan leik fór svo að lokum að Fram vann afar mikilvægan 2-1 sigur þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 21:00
Óskar Hrafn: Átti alls ekki von á því Breiðablik vann Keflavík 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk heimamanna. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með flest allt í leik sinna manna í kvöld. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 20:51
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 2-1 | Ágúst Eðvald sá um gestina Breiðablik mætti Keflavík í kvöld í 20. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 2-1 sigri heimamanna þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk Blika. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 20:30
Ekki til betri tilfinning Aron Jóhannsson var hetja Fram í dag þegar liðið lagði KA 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu. Aron skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir góða skyndisókn. Hann var að vonum gríðarlega sáttur þegar hann mætti í viðtal eftir leik. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 20:25
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 0-0 | Blikar að missa af toppliðinu Breiðablik fékk ÍBV í heimsókn í dag í 17. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með markalausu jafntefli þar sem Blikar lágu á Eyjakonum allan síðari hálfleikinn, án þess þó að skora. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 16:30
„Þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta“ Mikilvægi leiks Vals og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld dylst ekki Hólmari Erni Eyjólfssyni, varnarmanni fyrrnefnda liðsins. Valur þarf á sigri að halda í toppbaráttunni. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 11:31
Ragnar stýrir Fram út tímabilið Ragnar Sigurðsson mun stýra knattspyrnuliði Fram út yfirstandandi tímabili í Bestu-deild karla. Fótbolti 19. ágúst 2023 11:31
Emil um endurkomuna: Hafði alltaf trú á sjálfum mér Sóknarmaðurinn Emil Atlason hafði alltaf trú á því að hann kæmi til baka eftir ítrekuð meiðsli. Hann blómstrar nú í Bestu deildinni í knattspyrnu og er með sjálfstraustið í botni. Íslenski boltinn 19. ágúst 2023 09:00
Samningi Ólafs við Breiðablik sagt upp Samningi Ólafs Kristjánssonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki hefur verið sagt upp. Þetta staðfestir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net. Íslenski boltinn 18. ágúst 2023 16:59
Logi fer til Noregs: „Búinn að stefna að þessu síðan ég var lítill krakki“ Logi Tómasson er á leið til norska félagsins Strömgodset frá Víkingum. Logi er spenntur og segist hafa stefnt að atvinnumennsku af alvöru síðustu árin. Fótbolti 17. ágúst 2023 18:30
Ósammála Rúnari: „Menn reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ósammála ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um meintan grófleika Víkinga eftir leik liðanna í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Hann skilur þó af hverju Rúnar lét ummælin falla. Íslenski boltinn 17. ágúst 2023 13:31
Vill finna ástríðuna á ný og afsanna hrakspár annarra í sinn garð Markahrókurinn Steven Lennon telur sig hafa leikið sinn síðasta leik fyrir FH. Á næstu vikum ætlar hann að sanna fyrir fólki að fótboltatöfrarnir lifi enn í sér. Íslenski boltinn 17. ágúst 2023 08:00
Michael Jordan hjálpar Eyjamönnum í fallbaráttunni ÍBV hefur samið við Michael Jordan Nkololo um að leika með liðinu í Bestu-deild karla. Jordan er þrítugur framherji sem kemur til með að hjálpa Eyjamönnum í fallbaráttunni sem framundan er. Fótbolti 16. ágúst 2023 14:31
Steven Lennon í Þrótt Það er nóg um að vera í Laugardalnum í dag en rétt í þessu staðfesti Þróttur Reykjavík að skoski framherjinn Steven Lennon muni spila með liðinu á láni út tímabilið. Skömmu þar áður var tilkynnt að landsliðskonan Elín Metta Jensen hefði tekið skóna af hillunni og myndi spila með kvennaliði félagsins til 2024. Íslenski boltinn 15. ágúst 2023 17:55
Keflvíkingar fá Palestínumann sem á unglingalandsliðsleiki fyrir Króatíu Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við Palestínumanninn Muhamed Alghoul um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Fótbolti 15. ágúst 2023 12:31
Emil búinn að missa þrennuna aftur Stjörnumaðurinn Emil Atlason hélt þrennunni ekki lengi því staðfest leikskýrsla á heimasíðu KSÍ hefur nú verið uppfærð. Íslenski boltinn 15. ágúst 2023 12:19
Erlendur dómari gaf Emil þrennuna: Sjáðu mörkin Stjörnumaðurinn Emil Atlason hélt að hann hefði ekki fengið þrennuna skráða í 4-0 sigri Stjörnunnar á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í Árbæ í gærkvöldi en dómarar leiksins ákváðu eftir allt saman að skrá þrjú mörk á hann. Íslenski boltinn 15. ágúst 2023 09:00
Held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar Stjarnan lagði Fylki afar sannfærandi í Bestu deild karla í knattspyrnu í Árbænum nú í kvöld. Lokatölur urðu 4-0 fyrir Stjörnuna. Íslenski boltinn 14. ágúst 2023 22:09
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-4 | Emil Atlason allt í öllu Emil Atlason skoraði tvö, mögulega þrjú mörk, þegar Stjarnan heimsótti Fylki í lokaleik 19. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Stjarnan hafði fyrir leik kvöldsins ekki tapað gegn Fylki í efstu deild í heilan áratug. Á því varð engin breyting í kvöld. Íslenski boltinn 14. ágúst 2023 21:15
Stjarnan bætir við sig dönskum varnarmanni Bestu deildar lið Stjörnunar hefur gengið fram samningum við danska varnarmanninn Kristian Riss. Íslenski boltinn 14. ágúst 2023 16:00
Hafa tekið stig í fjórum af fimm leikjum á móti bestu liðunum en eru samt neðstir Keflvíkingar eru enn í slæmum málum á botni Bestu deildar karla í fótbolta en þeir voru samt hársbreidd frá sigri á Valsmönnum í gær. Íslenski boltinn 14. ágúst 2023 15:30
Gamli þjálfarinn getur hjálpað Fylki að vinna Stjörnuna í fyrsta sinn í áratug 7. ágúst 2013 var merkilegur dagur fyrir Árbæinga því þá vann Fylkir 2-1 sigur á Stjörnunni í þá Pepsi deild karla. Fylkismenn hafa ekki unnið Garðbæinga í úrvalsdeildinni síðan. Íslenski boltinn 14. ágúst 2023 14:30
„Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, skammast sín fyrir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leik Víkings gegn FH á dögunum. Hann kvíðir því ávallt að sjá nafn sitt í fjölmiðlum eftir slík atvik og segir bílferðina heim eftir leiki, þegar að svona atvik koma upp, vera hörðustu refsinguna. Íslenski boltinn 14. ágúst 2023 11:00
Sjáðu markaveislur í Vesturbæ og í Víkinni sem og Valmenn redda stigi Víkingar juku við forskot sitt á toppi Bestu deildar karla eftir stórsigur á HK en Valsmenn töpuðu stigum á móti botnliðinu í Keflavík. Íslenski boltinn 14. ágúst 2023 09:01
„Stigum aldrei af bensíngjöfinni í fyrri hálfleik og kláruðum leikinn með fjórum mörkum“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingi í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem tók út leikbann. Sölvi var afar ánægður með 6-1 sigur. Sport 13. ágúst 2023 21:36
„Ein versta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum“ „Tilfinningin er bara hræðileg. Þetta er ein versta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum. Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Ernir Bjarnason, leikmaður Keflavíkur, eftir 1-1 jafntefli við Val í Bestu deild karla í kvöld. Keflvíkingar héldu að sigurinn væri vís með marki í uppbótartíma en Valur svaraði í blálokin. Íslenski boltinn 13. ágúst 2023 21:31
„Þó þetta sé gaman þá er er þetta erfitt“ Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, var bæði svekktur og pirraður eftir 1-1 jafntefli á móti Breiðabliki. Íslenski boltinn 13. ágúst 2023 20:53
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fram 3-2 | KR náði í þrjú stig í baráttu sinni um að komast í Evrópukeppni KR bar sigur úr býtum 3-2 þegar liðið fékk Fram í heimsókn í 19. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Meistaravelli í kvöld. Íslenski boltinn 13. ágúst 2023 20:06
Umfjöllun og viðtöl: KA - Breiðablik 1-1 | Mistókst að vinna tíu Blika Breiðablik hvíldi sjö mikilvæga leikmenn á meðan KA spilaði á fleiri þreyttum mönnum. Svo fór að liðin skildu jöfn, 1-1, eftir að heimamenn spiluðu seinni hálfleik manni fleiri. Íslenski boltinn 13. ágúst 2023 20:02