„Sært dýr er alltaf stórhættulegt“ ÍA og Fram mættust á Norðuráls-vellinum á Akranesi í 14. umferð Bestu deildar karla í kvöld og enduðu leikar 0-4, Frömurum í vil. Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, segist varla geta beðið um meira. Fótbolti 25. júlí 2022 22:00
„Í forgangi að laga varnarleikinn“ Valur gerði jafntefli gegn KR á Meistaravöllum í sex marka leik. Ný ráðinn þjálfari Vals, Ólafur Jóhannesson, taldi næstu skref sín sem þjálfari Vals vera að laga varnarleik liðsins. Sport 25. júlí 2022 21:42
Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-4 Fram | Nýliðarnir höfðu betur gegn botnliðinu ÍA, botnlið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, tóku á móti nýliðum deildarinnar, Fram, á Akranesi í 14. umferð deildarinnar. Nýliðarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur á Skipaskaga, 0-4. Magnús Þórðarson, Már Ægisson, Alex Freyr Elísson og Guðmundur Magnússon skoruðu mörkin. Íslenski boltinn 25. júlí 2022 21:10
Sjáðu dramatískan sigur KA í Keflavík og rauða spjaldið í Kaplakrika Tveir leikir voru á dagskrá í Bestu-deild karla í knattspyrnu í gær þegar Keflavík tók á móti KA annars vegar og topplið Breiðabliks heimsótti FH-inga. Íslenski boltinn 25. júlí 2022 16:01
Lýsir yfir stuðningi við Rúnar Kristinsson Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ber félagsmönnum baráttuanda í brjóst í pistli sem birtist á heimasíðu félagsins í dag. Páll lýsir þar yfir eindregnum stuðningi við Rúnar Kristinsson, þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta, og þjálfarateymi hans. Fótbolti 25. júlí 2022 12:34
KA-menn styrkja varnarlínu sína Knattspyrnudeild KA hefur samið Gaber Dobrovoljc en samingur hans við norðanmenn gildir út yfirstandandi keppnistímabil. Fótbolti 25. júlí 2022 11:03
Umfjöllun og viðtöl: FH - Breiðablik 0-0 | FH-ingar náðu ekki að nýta liðsmuninn gegn Blikum FH gerði markakaust jafntefli við topplið Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þegar liðin mættust á Kaplakrikavelli í kvöld. Íslenski boltinn 24. júlí 2022 22:18
„Ætla rétt að vona að rauða spjaldið hafi verið rétt ákvörðun“ FH og Breiðablik skildu jöfn í 14. umferð Bestu-deildarinnar. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með hvernig hans menn spiluðu manni færri í tæplega 85 mínútur. Sport 24. júlí 2022 21:45
Umfjöllun: Keflavík - KA 1-3 | KA-menn komu til baka gegn Keflavík Keflvíkingar tóku á móti KA-mönnum suður með sjó þar sem að tvö mörk KA í uppbótartíma skiluðu þeim þremur stigum. KA-menn unnu 3-1 en Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, fékk rautt spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og spiluðu Keflvíkingar því bróðurpart leiksins manni færri. Íslenski boltinn 24. júlí 2022 18:53
Umfjöllun: Leiknir - ÍBV 1-4 | Eyjamenn sendu Breiðhyltinga í fallsæti ÍBV vann 4-1 sigur á Leikni Reykjavík á heimavelli síðarnefnda liðsins í Breiðholti í fyrsta leik 14. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍBV vann þar með annan leik sinn í röð. Íslenski boltinn 24. júlí 2022 16:30
FH kallar tíu marka mann heim FH hefur fengið framherjann Úlf Ágúst Björnsson til baka úr láni frá Njarðvík, hvar hann lék fyrri hluta sumars. Úlfur er næstmarkahæsti maður 2. deildar. Íslenski boltinn 24. júlí 2022 12:00
Guðjón Pétur segist ekki vera fara fet þrátt fyrir áhuga Grindavíkur Hávær orðrómur er á kreiki er varðar stöðu Guðjóns Péturs Lýðssonar, leikmanns ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta. Talið er að hann gæti verið á leiðinni til Grindavíkur sem spilar í Lengjudeildinni. Íslenski boltinn 22. júlí 2022 19:01
Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. Íslenski boltinn 22. júlí 2022 07:30
Utan vallar: Hvernig ertu í lit? „Þegar ég sé svona gæja eins og þig, finnst mér öll veröldin breyta um svip. Þú hefur þannig áhrif á mig, að ég fell í yfirlið“ sungu Dúkkulísurnar á níunda áratugnum í laginu Svarthvíta hetjan mín sem hefur reglulega verið leikið af stuðningsmönnum sem óður til hetjanna í liði KR þegar best lætur. Íslenski boltinn 20. júlí 2022 11:31
„Búin að vera skrýtin stemning“ Þorkell Máni Pétursson segir Valsmenn hafa valið besta kostinn í stöðunni með því að ráða Ólaf Jóhannesson sem þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta, eftir að ákveðið var að Heimir Guðjónsson myndi hætta. Íslenski boltinn 20. júlí 2022 08:01
„Við erum ekki betri en þetta eins og staðan er“ „Gríðarlega vonsvikinn, við vorum ömurlega lélegir. Skömminn skárri í seinni hálfleik en mjög slakir í fyrri hálfleik, þorðum ekki að spila og vorum ekki líkir sjálfum okkur ef við getum verið eitthvað,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson að loknu 1-1 jafntefli KR og Fram í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 19. júlí 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fram 1-1 | Allir svekktir með jafntefli í Vesturbænum KR og Fram skildu jöfn með einu marki gegnu einu þegar liðin mættust í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta á Meistaravöllum í kvöld. Segja má að hvorugt lið fari sátt að sofa eftir leik kvöldsins. Íslenski boltinn 19. júlí 2022 21:05
Stórkostleg frammistaða í Besta þættinum Fulltrúar ÍBV og Leiknis úr Breiðholti áttust við í bráðfjörugri keppni í nýjasta þætti Besta þáttarins sem nú er hægt að sjá hér á Vísi. Íslenski boltinn 19. júlí 2022 14:01
KR og Aberdeen vinna saman KR-ingar hafa skrifað undir samstarfssamning til tveggja ára við skoska knattspyrnufélagið Aberdeen. Samningurinn felur í sér ýmsa ráðgjöf og þjónustu fyrir sigursælasta félag íslenskrar knattspyrnusögu. Íslenski boltinn 19. júlí 2022 13:02
Sjáðu Halldór skrifa kveðjubréf Heimis, dramað í Keflavík og magnað mark Sveins Margeirs Það var nóg um dramatík, frábær mörk og fjör í leikjunum fimm í Bestu deild karla í fótbolta um helgina. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Íslenski boltinn 18. júlí 2022 13:30
Valsmenn ráða Ólaf aftur til starfa Ólafur Jóhannesson er orðinn þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta á nýjan leik en hann var í dag ráðinn í stað Heimis Guðjónssonar. Fótbolti 18. júlí 2022 11:56
Heimir hættur hjá Val Heimir Guðjónsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Þetta kom fram í tilkynningu frá Valsmönnum nú rétt í þessu. Íslenski boltinn 18. júlí 2022 11:17
Sjáðu stórbrotið mark Ólafs Karls Ólafur Karl Finsen skoraði stórkostlegt mark, vafalítið það fallegasta í sumar, þegar Stjarnan vann ÍA 3-0 í Bestu deildinni í fótbolta á Akranesi í gær. Íslenski boltinn 18. júlí 2022 10:02
Sigurður Hrannar aftur heim á Skagann Skagamenn hafa sótt heimamann til liðs við sig úr Gróttu. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 23:31
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Breiðablik 2-3 | Blikar tryggðu enn einn sigurinn á síðustu stundu Breiðablik vann frækinn sigur í Keflavík í kvöld í Bestu deildinni. Eftir að hafa lent undir í leiknum þá skoraði Höskuldur Gunnlaugsson sigurmarkið úr umdeildri vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 22:04
Umfjöllun og viðtöl: ÍA-Stjarnan 0-3| Ólafur Karl skoraði úr hjólhestaspyrnu í sannfærandi sigri Stjarnan komst aftur á sigurbraut eftir sannfærandi sigur á Skagamönnum. Annað mark Stjörnunnar gerir tilkall sem mark ársins þar sem Ólafur Karl Finsen skoraði úr hjólhestaspyrnu. Ísak Andri Sigurgeirsson bætti við þriðja marki Stjörnunnar í síðari hálfleik og þar við sat. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 21:55
„Það er ekki hægt að vinna leiki með svona lélegum varnarleik“ ÍA steinlá fyrir Stjörnunni. Gestirnir frá Garðabæ unnu 0-3 sigur og var Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, afar ósáttur með varnarleik Skagamanna. Sport 17. júlí 2022 21:43
Heimir: Vorum sjálfum okkur verstir Valur beið lægri hlut fyrir botnliði ÍBV í Bestu deildinni í fótbolta þegar liðin áttust við í Vestmannaeyjum í dag. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 20:16
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Valur 3-2| Fyrsti sigur Eyjamanna í hús ÍBV vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta er liðið tók á móti Val. ÍBV kom sér yfir í fyrri hálfleik 1-0 og vann leikinn að lokum 3-2. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 19:30
„Það var rosaleg næring í þessum sigri, það er ekki spurning“ „Þetta er stórkostlegt, loksins fengum við smá sigurvímu. Við gerðum þetta aðeins spennandi svona eins og þetta á að vera,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir fyrsta sigur ÍBV í Bestu deild karla í dag er liðið tók á móti Val. Lokatölur 3-2. Fótbolti 17. júlí 2022 18:37