Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

La Vie en Rose frumsýnd á föstudaginn

Græna ljósið frumsýnir á föstudaginn kvikmyndina La vie en rose eftir Olivier Dahan í Regnboganum. Hér er á ferðinni stórbrotin frönsk mynd um litskrúðuga ævi Edith Piaf, sem hefur verið að slá öll met í Frakklandi nýverið og fengið glimrandi dóma gagnrýnenda.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ragnar Bragason er sigurvegari Eddunnar

Ragnar Bragason leikstjóri kom sá og sigraði á Eddunni. Hann hlaut fern verðlaun. Kvikmynd hans, Foreldrar, hlaut alls sex verðlaun. Foreldrar var valin besta myndin og fékk verðlaun fyrir besta handrit. Ragnar fékk verðlaun fyrir leikstjórn. Ingvar E. Sigurðsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir voru valin leikari og leikkona ársins í aðalhlutverkum og Bergsteinn Björgólfsson fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku. Næturvaktin, sem Ragnar leikstýrir, hlaut tvenn verðlaun.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

...og fimm vinsælustu sjónvarpsþættirnir eru:

GameTV, Kompás, Næturvaktin, Stelpurnar og Venni Páer eru fimm vinsælustu sjónvarpsþættirnir samkvæmt kosningu almennings sem lauk klukkan fimm í dag á Vísi. Úr þessum hópi verður vinningshafinn valinn með símakosningu á meðan verðlaunaafhending Eddunnar 2007 fer fram á Hilton Hotel Nordica næstkomandi sunnudagskvöld.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þorsteinn kynnir Edduna

Þorsteinn Guðmundsson leikari verður aðalkynnir Edduverðlaunanna 2007 sem fram fara á Hilton Reykjavik Nordica 11. nóvember. Þorsteinn var kynnir verðlaunanna árið 2005.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Aðsókn í bíó tók kipp

Aðsókn á íslensku kvikmyndirnar sem nú eru sýndar í bíó tók kipp eftir að tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í síðustu viku. Þannig jókst aðstókn á Veðramót um 64 prósent strax í kjölfar tilnefninganna. Aðsókn á Astrópíu jókst að sama skapi um 42 prósent.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dönsku fánaberarnir

Danskar kvikmyndir hafa yfirleitt átt upp á pallborðið hjá kvikmyndaunnendum um allan heim og danskir leikstjórar eru eftirsóttir í Hollywood. Og nú eru danskir leikarar einnig að hasla sér völl þar vestra

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Óvitar frumsýndir á Akureyri í kvöld

Hið rómaða leikrit Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld. Sautján börn taka þátt í sýningunni við hlið fullorðinna leikara en Sigurður Sigurjónsson leikstýrir verkinu. Í verkinu er allt á hvolfi því þar leika börn fullorðna og fullorðnir börn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Íslenskt kvikmyndahaust í Danmörku

Kvikmyndin Börn hefur verið valin til að keppa um Gullna svaninn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn sem stendur yfir dagana 20-30 september. Hátíðin stendur einnig fyrir sérstöku Íslandskvöldi miðvikudaginn 26. september þar sem myndirnar Foreldrar eftir Ragnar Bragason og Vesturport og Mýrin eftir Baltasar Kormák verða sýndar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stuttmyndir á 48 tímum

Allir þeir sem hafa dreymt um að gera stuttmynd en aldrei látið drauminn rætast geta tekið þátt í kabarettnum Gretti á kvikmyndahátíð. Grettir snýst um að hver sem er getur komið og tekið þátt í kabarettnum og gert stuttmynd á 48 tímum og fengið hana svo sýnda daginn eftir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Breytir Amman í Bagdad

„Ég er nú bara uppá hótelherbergi hérna í Petra, sem er svona eiginlega Kópavogur Amman, rétt fyrir utan," segir Karl Júlíusson sem hefur nú í fimm mánuði unnið að gerð leikmyndar fyrir kvikmyndina The Hurt Locker í Jórdaníu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Opið hús í Borgarleikhúsinu

Leikfélag Reykjavíkur er nú að hefja sitt 111. leikár. Af því tilefni verður opið hús í Borgarleikhúsinu á morgun milli 15 og 17. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Away From Her - Fjórar stjörnur

Söguþráðurinn er að mörgu leyti fyrirsjánlegur en það kemur ekki að sök því ekki er verið að elta einhverjar klisjur. Persónusköpunin er það sterk að það sem er fyrirsjánlegt verður samt aldrei ósannfærandi. Away from her er því þegar á heildina er litið góð mynd um manneskjur í erfiðum aðstæðum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lokadagur Bíódaga

Lokadagur Bíódaga Græna ljóssins í Regnboganum er í dag. Margar góðar myndir hafa verið sýndar á hátíðinni og í dag er síðasta tækifærið að sjá þær.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vesturport stærst

Af sjálfstæðum hópum verður leikhópurinn Vesturport fyrirferðarmestur, bæði með sýningar á eigin vegum og í samstarfi við stærri leikhús: LR, LA og Þjóðleikhúsið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Halló Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarleikhúsið er stórt í umsvifum á komandi vetri: sjö sýningar verða á fjölunum í áhaldahúsinu sem Hafnarfjarðarbær breytti í leikhús fyrir fáum árum. Þar hefur aðsetur leikflokkur Hilmars Jónssonar og Erlings Jóhannessonar og er með samning við bæinn og Leiklistaráð.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

DVD diskurinn kemur í ælupoka

Er nýjasta mynd Dirty Sanchez hópsins svo ógeðfeld að nauðsynlegt er að hafa ælupoka sér við hlið þegar horft er á hana? Það finnst framleiðendunum því næsta DVD útgáfa verður í ælupoka í hillum verslana.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lokasýning Dýranna í Hálsaskógi

Leikhópurinn Lotta hefur í sumar sýnt barnaleikritið sívinsæla, Dýrin í Hálsaskógi eftir Torbjörn Egner, undir berum himni víða um land. Nú er aðeins ein sýning eftir, í Elliðaárdalnum þann 29. ágúst klukkan 18.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Metgróði vestanhafs

Tekjur af miðasölu í kvikmyndahúsum vestanhafs hafa í fyrsta sinn rofið fjögurra milljarða dollara markið yfir sumartímann sem samsvarar rúmlega 250 milljörðum króna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Justin í nýrri mynd Myers

Popparinn Justin Timberlake hefur bæst í leikarahóp nýjustu myndar Mike Myers, The Love Guru. Timberlake og Myers hafa áður unnið saman við talsetningu þriðju myndarinnar um tröllið Shrek.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vinsældastykki og drama hjá Leikfélagi Akureyrar

Leikfélag Akureyrar hefur gengið vel undanfarin ár undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Verkefnaskrá vetrarins var kynnt á miðvikudag og er glæsileg blanda nýrra verka og eldri: nóg verður í boði, bæði í Samkomuhúsinu og í Rýminu, tilraunasviði LA. Bíða menn nú spenntir að sjá hvort árleg aðsóknarmet þar nyrðra eru orðin regla og bendir margoft til að efni sé í enn einn metvetur LA.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mæju Spæju vefur vígður

Þau eru nokkuð ánægð með sig hjá Útvarpsleikhúsinu þessa dagana. Síðla júlí gerði Útvarpsleikhúsið tilraun. Haldin var svokölluð forhlustun á fyrstu tveimur þáttum útvarpsverksins Mæju Spæju eftir Herdísi Egilsdóttur.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Astrópía - þrjár stjörnur

Ævintýramyndir hafa ekki átt uppá pallborðið hjá íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Lengst af hafa þeir helgað sig hinum íslenska raunveruleika og ef til vill voru það víkingar Hrafns Gunnlaugssonar sem síðast felldu mann með sverði fyrir framan kvikmyndatökuvélina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leikur í One Tree Hill

Kevin Federline, sem er hvað frægastur fyrir hjónaband sitt og Britney Spears og yfirstandandi forræðisdeilu við hana, mun fara með gestahlutverk í unglingasápunni One Tree Hill, að því er People greinir frá. Hann mun leika Jason, hrokafullan og dularfullan forsprakka hljómsveitarinnar No Means Yes, sem nýtur vinsælda í þeim heimi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bourne kemst nær

Minnislausi njósnarinn Jason Bourne snýr aftur í þriðju myndinni en hún var frumsýnd í gær. Að þessu sinni virðist eitthvað vera farið að rofa til hjá honum því í síðustu tveimur myndum hefur Bourne fengið einhver svör um hvaðan hann er og hver hann var en þetta hefur ekki reynst honum fullnægjandi.

Bíó og sjónvarp