„Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2024 22:50
Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 98-97 | Þorvaldur Orri tryggði Njarðvík sigur með flautukörfu í framlengingu Þorvaldur Orri Árnason tryggði Njarðvík sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta með flautuþristi í framlengingu í oddaleik liðs við Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2024 21:14
Friðrik Ingi sæmdur gullmerki Njarðvíkur Friðrik Ingi Rúnarsson fékk gullmerki Njarðvíkur á dögunum en félagið fagnar nú áttatíu ára afmæli sínu. Körfubolti 25. apríl 2024 15:31
Þórsarar hafa spilað þrjá oddaleiki síðan Njarðvík var síðast í oddaleik Stórleikur fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld þegar heimamenn í Njarðvík og Þórsarar spila hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta. Körfubolti 25. apríl 2024 14:46
„Heldur betur búinn að vinna hjörtu Keflvíkinga“ Remy Martin átti heiðurinn að „Play leiksins“, það er að segja atvikinu sem stóð upp úr í sigri Keflavíkur á Álftanesi í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 25. apríl 2024 11:01
„Við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur“ Jaka Brodnik og félagar í Keflavíkurliðinu voru sjóðandi heitir í gærkvöldi þegar þeir sendu Álftnesinga í sumarfrí eftir sannfærandi sigur í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Körfubolti 24. apríl 2024 15:01
Sjáðu mömmu Remy Martin syngja og dansa á hliðarlínunni Remy Martin var að venju allt í öllu í gærkvöldi þegar Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta með sannfærandi 29 stiga sigri á Álftanesi í Forsetahöllinni. Körfubolti 24. apríl 2024 13:30
„Ég er bara mjög spenntur, þeir eru klárlega ‘the team to beat’“ Halldór Garðar Hermannsson var auðmjúkur eftir stórsigur Keflavíkur gegn Álftanesi í kvöld. Þeir halda áfram í undanúrslit og mæta Grindavík, liðinu sem allir vilja vinna. Körfubolti 23. apríl 2024 21:51
„Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari“ Kjartan Atli Kjartansson var afskaplega svekktur með útgöngu Álftaness úr úrslitakeppni Subway deildar karla. Keflvíkingar unnu stórsigur í Forsetahöllinni í kvöld, lokatölur 85-114. Körfubolti 23. apríl 2024 21:42
Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Keflavík 85-114 | Sjóðheit Keflavíkursókn blés nýliðana burt Keflavík tryggði sig áfram í undanúrslit Subway deildar karla með stórsigri gegn Álftanesi. Lokatölur í Forsetahöllinni 85-114. Keflavík mætir Grindavík í næstu umferð. Körfubolti 23. apríl 2024 21:00
Viðar Örn: Stoltur af liðinu fyrir að skilja allt eftir á gólfinu Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Hattar í körfuknattleik, sagðist stoltur af liði sínu fyrir að knýja fram framlengingu gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Valur hafði þar betur og er kominn í undanúrslit. Körfubolti 22. apríl 2024 22:46
Einar Árni hættur hjá Hetti Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara liðs Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, hefur ákveðið að láta af störfum. Körfubolti 22. apríl 2024 22:36
„Erfitt að vinna þá þrisvar sinnum í röð“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var hæfilega tapsár eftir 84-91 gegn Njarðvík í kvöld enda erfitt að vinna Njarðvík þrisvar í röð eins og hann benti réttilega á. Körfubolti 22. apríl 2024 22:12
„Fannst að við hefðum átt að ná þessum mómentum fyrr“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með sigur sinna manna þegar liðið sótti útisigur í Þorlákshöfn í kvöld, 84-91, og tryggði sér þar með oddaleik á fimmtudaginn. Körfubolti 22. apríl 2024 21:58
Uppgjör: Þór Þ. - Njarðvík 84-91 | Gestirnir tryggðu sér oddaleik Njarðvík sótti í kvöld sigur í Þorlákshöfn og tryggði sér þar með oddaleik um sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 22. apríl 2024 21:20
Uppgjör og viðtöl: Höttur - Valur 97-102 | Valsmenn í undanúrslit eftir framlengdan leik á Egilsstöðum Valur er kominn í undanúrslit Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir sigur á Hetti í fjórða leik liðana á Egilsstöðum í kvöld. Valur virtist með unninn leik í höndunum en heimamenn knúðu fram framlengingu með frábærum fjórða leikhluta. Körfubolti 22. apríl 2024 21:15
„Mér finnst þetta fullmikið“ „Það er mikill missir að hann skuli missa af næstu þremur leikjum,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, um David Ramos sem nú er kominn í leikbann fyrir pungspark í leik gegn Val. Körfubolti 22. apríl 2024 11:31
Fær þriggja leikja bann fyrir pungspark á Hlíðarenda Aga- og úrskurðanefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur dæmt David Guardia Ramos, leikmann Hattar í Subway deild karla, í þriggja leikja bann vegna háttsemi sinnar í þriðja leik Vals og Hattar í úrslitakeppni deildarinnar á dögunum. Frá þessu er greint á vef KKÍ núna í morgunsárið. Körfubolti 22. apríl 2024 10:17
Þórsarar unnu oddaleikinn og halda áfram í undanúrslit Þór vann Skallagrím 85-80 í oddaleik í 8-liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta. Körfubolti 20. apríl 2024 21:01
„Ég elska Keflavík og ég elska Ísland“ Keflavík tók forystuna á ný í kvöld þegar þeir höfðu betur gegn Álftanes 88-84 í þriðja leik liðana í 8-liða úrslitum Subway-deild karla í körfubolta. Remy Martin var frábær í liði Keflavíkur og var ánægður með svar sinna manna eftir tap í leik tvö. Körfubolti 19. apríl 2024 22:30
„Særð dýr eru hættulegustu dýrin“ Svavar Atli Birgisson var stoltur af sínu liði eftir frammistöðu kvöldsins gegn Grindavík þó lið Tindastóls hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum. Hann viðurkenndi að tímabilið væri búið að vera erfitt. Körfubolti 19. apríl 2024 21:48
Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Álftanes 88-84 | Keflvíkingar tóku forystuna í hörkuleik Keflavík lagði Álftanes í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Keflavík leiðir nú einvígið 2-1 og þarf aðeins einn sigur til að komast í undanúrslit. Körfubolti 19. apríl 2024 21:25
„Fínt að enda þetta þannig að fólk fái eitthvað fyrir peninginn“ „Ég er bara mjög ánægður að við séum komnir í gegn. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2017 sem við förum í gegnum fyrstu umferðina,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir að hans menn sópuðu Íslandsmeisturum Tindastóls úr leik í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar. Körfubolti 19. apríl 2024 21:16
Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 91-89 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik í Smáranum Grindvíkingar urðu í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla. Þetta varð ljóst eftir að liðið vann Tindastól í þriðja sinn í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. Körfubolti 19. apríl 2024 20:45
„Með því glórulausasta sem ég hef séð“ Það er um fátt annað rætt í körfuboltaheiminum í dag en pungspark David Ramos, leikmanns Hattar, í leik Vals og Hattar í úrslitakeppni Subway-deildar karla í dag. Körfubolti 19. apríl 2024 13:02
„Hlakka rosalega til að sjá troðfullt hús á mánudaginn“ Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðana í 8-liða úrslitum í Subway-deild karla í kvöld. Liðin voru jöfn með sitthvorn sigurinn fyrir leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld en Þór Þ. tók forystu í einvíginu með 107-110 sigri hér í kvöld eftir framlengingu. Körfubolti 18. apríl 2024 22:26
Booker um sparkið í stellið: „Partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið“ Frank Booker kenndi sér enn meins í klofinu þegar hann mætti í viðtal eftir 94-74 sigur Vals gegn Hetti. Körfubolti 18. apríl 2024 22:20
Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 107-110 | Þórsarar sigri frá undanúrslitum Þór Þorlákshöfn er komið 2-1 yfir í einvígi sínu við Njarðvík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta eftir magnaðan sigur í framlengdum leik í Ljónagryfjunni. Körfubolti 18. apríl 2024 21:40
Uppgjörið: Valur - Höttur 94-74 | Valsmenn taka forystuna í einvíginu Valur vann 94-74 gegn Hetti í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Körfubolti 18. apríl 2024 21:00
Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Körfubolti 18. apríl 2024 20:22