Sannfærandi sigur hjá KR KR-ingar unnu í kvöld öruggan sigur á ÍR 92-60 í Iceland Express deild karla í körfubolta. Sigur KR var aldrei í hættu eftir að liðið fór með 44-29 forystu til búningsherbergja í hálfleik. KR-ingar hittu ekki sérstaklega vel úr langskotum sínum í leiknum en það var fyrst og fremst harður varnarleikur meistaranna sem skóp sigurinn. Körfubolti 16. nóvember 2007 20:46
KR-ingar yfir í hálfleik KR-ingar hafa þægilega 15 stiga forystu 44-29 gegn ÍR í leik liðanna í Iceland Express deildinni í körfubolta þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Jovan Zdravevski er kominn með 12 stig hjá KR, Joshua Helm 9 og 9 fráköst, Avi Vogel 9 og Helgi Magnússon 9. Sveinbjörn Claesen er stigahæstur hjá ÍR með 9 stig. KR-ingar luku hálfleiknum á 10-0 spretti og hafa því þægilegt forskot í hálfleik þrátt fyrir frekar slaka hittni. Körfubolti 16. nóvember 2007 19:56
Tók Celtics fram yfir Keflavík Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var ekki með sínum mönnum í sigrinum á Stjörnunni í kvöld þar sem hann er í Bandaríkjunum að fylgjast með Boston Celtics. Jón Norðdal Hafsteinsson var nokkuð sáttur við leik sinna manna í Keflavík í fjarveru þjálfarans. Körfubolti 15. nóvember 2007 22:41
Auðveldur sigur Keflvíkinga Keflavík er enn efst og ósigrað í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir sannfærandi 101-80 útisigur á Stjörnumönnum í Ásgarði í kvöld. Keflvíkingar höfðu yfir 32-18 og litu aldrei til baka eftir það. Körfubolti 15. nóvember 2007 20:45
Keflavík leiðir eftir þrjá leikhluta Keflvíkingar eru á góðri leið með að innbyrða sigur í leik sínum gegn Stjörnunni í Iceland Express deildinni en þeir hafa yfir 73-59 þegar einum leikhluta er ólokið. Keflvíkingar eru taplausir í deildinni og fátt bendir til þess að liðið tapi fyrsta leiknum í kvöld. Körfubolti 15. nóvember 2007 20:26
Keflvíkingar með örugga forystu Keflavík hefur yfir 58-42 gegn Stjörnunni þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Iceland Express deild karla á Ásvöllum. Keflvíkingar höfðu yfir 32-18 eftir fyrsta leikhlutann en heimamenn náðu að minnka muninn í 10 stig snemma í öðrum leikhluta. Körfubolti 15. nóvember 2007 19:55
Walker fer hamförum í Ágarði Keflvíkingar koma vel stemmdir til leiks gegn Stjörnunni í leik liðanna í Iceland Express deild karla og hafa yfir 32-18 að loknum fyrsta leikhluta. B.A. Walker sjóðandi heitur í liði Keflavíkur og er búinn að skora tveimur stigum meira en allt Stjörnuliðið í leikhlutanum - 20 stig. Körfubolti 15. nóvember 2007 19:32
Keflvíkingar enn ósigraðir Keflavík vann KR í kvöld í Iceland Express-deild karla eftir öfluga frammistöðu í síðari hálfleik. Körfubolti 9. nóvember 2007 19:49
Þessi leikur hefur allt til að bera Sjöttu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Stórleikur umferðarinnar verður í Keflavík þar sem ósigraðir heimamenn taka á móti Íslandsmeisturum KR. Þá mætast botnlið Þórs og Hamars á Akureyri. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Körfubolti 9. nóvember 2007 16:14
Stjarnan vann Njarðvík Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann Njarðvík í Iceland Express-deild karla en fjórir leikir fóru fram í kvöld. Körfubolti 8. nóvember 2007 21:54
Grindvíkingar styðja gott málefni Fimm leikir verða á dagskrá í Iceland Express deildum karla og kvenna í körfubolta í kvöld. Þar af eru fjórir leikir í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Körfubolti 8. nóvember 2007 15:22
Pétur hættur hjá Hamri - Ágúst tekur við Þjálfarinn Pétur Ingvarsson hætti störfum hjá körfuknattleiksdeild Hamars í Hveragerði í dag og hefur félagið fengið Ágúst Björgvinsson, aðstoðarþjálfara KR, til að taka við starfi hans. Pétur hafði verið hjá Hamri í tíu ár. Körfubolti 7. nóvember 2007 13:19
Enginn úrvalsdeildarslagur í bikarnum Í dag var dregið í 32-liða úrslitin í Lýsingarbikarnum í körfubolta karla og svo fór að engin lið úr Iceland Express deildinni lentu saman í umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í næstu umferð sem hefst í lok mánaðar. Körfubolti 5. nóvember 2007 14:47
Long látinn fara frá Njarðvík Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur sagt upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn Charleston Long, sem ekki þótti standa undir væntingum hjá liðinu. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í gærkvöldi. Körfubolti 5. nóvember 2007 10:14
Góður endasprettur tryggði Snæfelli sigur Snæfell gerði góða ferð í Hveragerði í kvöld þar sem liðið lagði Hamar 77-70 í Iceland Express deild karla í körfubolta. Heimamenn höfðu betur í fyrri hálfleik en Hólmarar tryggðu sér sigur með því að halda Hamarsmönnum í aðeins 8 stigum í lokaleikhlutanum. Körfubolti 2. nóvember 2007 21:17
Ævintýraleg sigurkarfa Helga tryggði KR sigur KR-ingar unnu dramatískan 82-81 sigur á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld þar sem ævintýraleg þriggja stiga karfa Helga Magnússonar tryggði KR sigurinn um leið og lokaflautið gall. Körfubolti 1. nóvember 2007 20:55
Njarðvíkingar komnir yfir Njarðvíkingar hafa náð forystu 67-65 gegn KR þegar þriðja leikhluta er lokið í þessum stórslag í Iceland Express deildinni. Brenton Birmingham fór mikinn í liði Njarðvíkur í þriðja leikhluta þar sem gestirnir komust yfir eftir að hafa verið undir í hálfleik. Körfubolti 1. nóvember 2007 20:26
KR hefur yfir í hálfleik KR-ingar hafa yfir 43-37 gegn Njarðvík þegar flautað hefur verið til leikhlés í stórleik liðanna í Iceland Express deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn en hér er um að ræða einvígi liðanna sem léku til úrslita um titilinn í vor. Körfubolti 1. nóvember 2007 19:31
Stórleikur KR og Njarðvíkur í beinni á Sýn Fimm leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Stórleikur kvöldsiner viðureign KR og Njarðvíkur í DHL höllinni og verður hann sýndur beint á Sýn. Körfubolti 1. nóvember 2007 18:02
Nemanja Sovic til Breiðabliks Breiðablik fékk í gær góðan liðsstyrk er Nemanja Sovic samdi við Breiðablik en hann kemur frá Fjölni þar sem hann var á sínu fjórða tímabili. Körfubolti 1. nóvember 2007 13:01
Leikmaður Breiðabliks slasaðist í umferðarslysi Bandaríkjamaðurinn Tony Cornett slasaðist í umferðarslysi síðastliðið föstudagskvöld og verður hann ekki með í næsta leik Breiðabliks á föstudag. Körfubolti 31. október 2007 10:58
Keflvíkingar með fullt hús Keflvíkingar eru eina taplausa liðið í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir góðan útisigur á grönnum sínum í Njarðvík í kvöld 78-63. Fjórir leikir fóru fram í kvöld en fjórðu umferð lýkur annað kvöld. Körfubolti 28. október 2007 21:28
Stórleikur í Njarðvík Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar Njarðvík og Keflavík mætast í Njarðvík. Liðin eru bæði með fullt hús stiga eftir þjár umferðir og því mætast stálin stinn í kvöld. Körfubolti 28. október 2007 18:53
Hörður Axel með fínan leik í sigri Njarðvíkur Hörður Axel Vilhjálmsson stimplaði sig rækilega inn í lið Njarðvíkur í kvöld þegar liðið vann þriðja leik sinn í röð í upphafi móts í Iceland Express deildinni. Njarðvík lagði ÍR 83-68 í Ljónagryfjunni og þá héldu Tindastólsmenn upp á 100 ára afmæli félagsins með 102-90 sigri á Skallagrími á Sauðárkróki. Körfubolti 26. október 2007 21:42
Þriðja tap Snæfells Snæfellingar eru enn án sigurs í Iceland Express deild karla eftir þrjá leiki. Liðið tapaði í kvöld fyrir KR á útivelli, 85-71. Körfubolti 25. október 2007 21:06
Keflavík lagði Snæfell í æsilegum leik Iceland Express deild karla hefur farið mjög vel af stað og á því varð engin breyting í kvöld þegar Keflvíkingar unnu sigur á Snæfelli 113-109 eftir æsilegan og framlengdan leik í Stykkishólmi. Körfubolti 19. október 2007 22:01
Þétt á toppnum í N1 deildinni Þrjú lið eru efst og jöfn toppi N1 deildarinnar í handbolta eftir leiki kvöldsins. Haukar lögðu Aftureldingu 30-24 í Mosfellsbænum í kvöld og eru á toppnum ásamt Fram og HK, en Kópavogsliðið vann í kvöld góðan sigur á Fram 26-24 í hörkuleik í Digranesi. Handbolti 19. október 2007 21:54
Fjölnir lagði Stjörnuna Fjölnir vann sinn fyrsta leik í í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld með því að skella nýliðum Stjörnunnar 85-75 á heimavelli sínum í Grafarvogi. Körfubolti 19. október 2007 21:13
Stjarnan leiðir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign Fjölnis og Stjörnunnar í Iceland Express deild karla í körfubolta. Stjarnan hefur verið með frumkvæðið lengst af í Grafarvogi og hefur yfir í hálfleik 46-39 eftir að hafa leitt 23-20 eftir fyrsta leikhlutann. Körfubolti 19. október 2007 19:54
Stórleikur í Hólminum í kvöld Annari umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Fjölnir tekur á móti Stjörnunni í Grafarvogi og Keflvíkingar eiga fyrir höndum erfiða ferð í Stykkishólm þar sem liðið mætir Snæfelli. Körfubolti 19. október 2007 17:57