Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik - Njarð­vík  116-120 | Njarð­víkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik

    Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt Guðmundsson: Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur

    Benedikt Guðmundsson vissi alveg að leikurinn við Breiðablik yrði ekki gefins og sú varð raunin þegar Njarðvíkingar náðu í sigur með erfiðasta móti 116-120. Njarðvíkingar virtust vera með góða stjórn á leiknum en Blikar eru óútreiknanlegt lið og ef þeir komast í gírinn sinn þá er erfitt að eiga við þá. Benedikt var því virkilega ánægður með sigurinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sverrir Þór tekur við Grinda­vík

    Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari liðs Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta. Grindvíkingar hafa verið án þjálfara síðan Daníel Guðni Guðmundsson var látinn taka poka sinn á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Daníel rekinn frá Grindavík

    Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur vinnur nú að því að ákveða hver stýra muni karlaliði félagsins út leiktíðina eftir að hafa ákveðið að láta Daníel Guðna Guðmundsson taka pokann sinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt: Sóknin lítur alltaf vel út þegar menn hitta

    „Maður er aldrei ánægður með allar 40 mínúturnar en þetta voru það margar góðar mínútur að ég verð að vera ánægður. Mér fannst við ná tökum á þeim varnarlega og héldum því ansi lengi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deildinni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þetta er ein­fald­lega orku­stigið sem þarf ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild“

    Jóhann Þór Ólafsson, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, var við stjórnvölin í kvöld þar sem Daníel Guðni tók út leikbann. Hann tók undir þá greiningu mína að það hefði verið engu líkara en tvö mismunandi Grindavíkurlið hefðu mætt til leiks í fyrri og seinni hálfleik, en frammistaðan var eins og svart og hvítt hjá þeim gulklæddu í kvöld.

    Körfubolti