Smit í Njarðvík og leik frestað Leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í Subway-deild karla í körfubolta, sem fara átti fram á fimmtudaginn, hefur verið frestað vegna kórónuveirusmits í herbúðum Njarðvíkur. Körfubolti 7. desember 2021 10:33
KR-ingar missa landsliðsmanninn sinn til Hollands KR-ingurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er á leiðinni í atvinnumennsku en hann hefur samið við hollenska úrvalsdeildarliðið Landstede Hammers. Körfubolti 6. desember 2021 10:59
Körfuboltakvöld um Þór Ak.: „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur“ Frammistaða Þórs Akureyrar í tapinu gegn Breiðabliki um helgina var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Mikill fallfnykur er af Þórsurum sem þurfa að girða sig í brók ef liðið ætlar ekki að spila í 1. deild á næstu leiktíð. Körfubolti 6. desember 2021 09:00
Framlengingin: „Allir að bíða eftir að þeir misstígi sig“ Framlengingin, eini liðurinn sem hefur verið hluti af Körfuboltakvöldi frá fyrsta þætti, var í skemmtilegri kantinum að þessu sinni. Farið var yfir hvaða lið græddi mest á landsliðspásunni, hvar Stólarnir enda og margt fleira. Körfubolti 5. desember 2021 23:00
Sjáðu tíu bestu tilþrifin úr Subway Körfuboltakvöldi Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir í körfuboltakvöldi völdu bestu tilþrif vikunnar úr íslenskum körfubolta. Körfubolti 5. desember 2021 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Körfubolti 4. desember 2021 23:02
Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur „Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld. Körfubolti 4. desember 2021 22:22
Umfjöllun: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. Breiðablik vann, með sigrinum í kvöld, sinn annan sigur í deildinni og eru því með fjögur stig en Þórsarar sitja eftir á botni deildarinnar og eru enn án stiga. Körfubolti 4. desember 2021 21:17
Pétur Ingvarsson: Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því Breiðablik vann 28 stiga sigur á Þór frá Akureyri í Smáranum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Liðið skoraði 122 stig sem er það mesta sem það hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, var að vonum ánægður í leikslok. Körfubolti 4. desember 2021 20:34
Allir leikir í þessari deild eru jafn mikilvægir fyrir okkur Valur stöðvaði sigurgöngu Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í kvöld. Fyrir leikinn höfðu Þórsarar unnið sex leiki í röð en Valur sagði hingað og ekki lengað, 11 stiga sigur og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals var eðlilega sáttur í lok leiks. Körfubolti 3. desember 2021 23:05
Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag Keflvíkingar gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld þegar þeir unnu KR, 88-108, í Subway-deild karla í körfubolta. Suðurnesjamenn fóru hægt af stað en tóku síðar yfir leikinn. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn. Körfubolti 3. desember 2021 22:45
„Þetta er deild sem er mjög skemmtilegt að spila í“ Taiwo Badmus, leikmaður Tindastóls, spilaði vel í kvöld er Tindastóll vann góðan sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta, lokatölur 98-77. Hann átti stóran þátt í sigri heimamanna en Badmus skoraði 29 stig og tók 6 fráköst. Körfubolti 3. desember 2021 22:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 88-108 | Gestirnir á toppinn eftir öruggan sigur í Vesturbænum KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. Körfubolti 3. desember 2021 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Vestri 98-69 | Öruggur sigur heimamanna í endurkomu Hauks Helga Njarðvík vann öruggan sigur á nýliðum Vestra í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 98-69. Þetta var fyrsti leikur landsliðsmannsins Hauks Helga Pálssonar fyrir Njarðvík á tímabilinu. Körfubolti 3. desember 2021 21:55
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 86 - 75 | Valsarar slökktu í sjóðandi heitum Þórsurum Valur gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar með 11 stiga mun í Subway-deild karla, 86-75. Mikilvægur sigur fyrir heimaliðið en meistararnir voru á góðu skriði fyrir leik kvöldsins og höfðu unnið sex leiki í röð. Körfubolti 3. desember 2021 21:55
„Ég var eins og lítill krakki“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, spilaði í kvöld sínar fyrstu mínútur fyrir Njarðvík í endurkomu sinni en Haukur spilaði síðast körfuboltaleik fyrir 257 dögum síðan. Haukur hefur verið að jafna sig á liðbandslitum en hann var afar ánægður að komast aftur inn á völlinn. Körfubolti 3. desember 2021 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - ÍR 98-77 | Gestirnir áttu aldrei möguleika á Króknum Þó ÍR-ingar hafi mætt með tvo nýja erlenda leikmenn á Sauðárkrók í kvöld átti liðið aldrei möguleika er það heimsótti Tindastól í Subway-deild karla, lokatölur 98-77. Körfubolti 3. desember 2021 21:05
Haukur Helgi um fyrsta leikinn í kvöld: Þurfti bara að fara að byrja Haukur Helgi Pálsson spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Vestra í Ljónagryfjunni. Körfubolti 3. desember 2021 13:15
Haukur hefur sig til flugs á föstudaginn Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, leikur sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík á þessari leiktíð þegar liðið tekur á móti Vestra á föstudaginn í Subway-deildinni. Körfubolti 29. nóvember 2021 13:31
Jordan til ÍR-inga í körfunni ÍR-ingar bæta við nýjum erlendum leikmanni í hverri viku um þessar mundir en Jordan Semple hefur fengið félagsskipti yfir í karlalið ÍR í Subway-deildinni. Körfubolti 24. nóvember 2021 12:51
Ragnar Örn öfundar Brynjar Þór: „Væri til í að vera jafn smooth og hann í að vera fantur“ Ragnar Örn Bragason, leikmaður Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar, segist mjög hrifinn af KR-ingnum Brynjari Þor Björnssyni sem leikmanni. Þá segist hann vera til í að vera jafn „smooth“ og Brynjar Þór þegar kemur að fantaskap. Körfubolti 22. nóvember 2021 20:00
Sigmundur orðinn leikjahæsti dómari sögunnar Sigmundur Már Herbertsson setti nýtt met í leik Stjörnunnar og Tindastóls í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Körfubolti 22. nóvember 2021 17:01
Flottustu tilþrif 7.umferðar - Flautukarfa í Keflavík Sjöunda umferð Subway deildarinnar í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar á föstudagskvöld. Körfubolti 21. nóvember 2021 23:01
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 60-99 | Fjölniskonur rúlluðu yfir Blika í Smáranum Fjölniskonur gerðu góða ferð í Kópavog í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 21. nóvember 2021 22:24
Framlengingin - Hver er taktískasti þjálfari Subway deildarinnar? 7.umferð Subway deildarinnar var gerð upp í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar í gærkvöldi. Körfubolti 20. nóvember 2021 23:01
„Að sigra með flautukörfu er sérstakt“ Keflavík vann Val, 79-78, í hörku spennandi leik þar sem sigurinn réðst á síðustu sekúndu leiksins þegar Dominykas Milka nær frákasti og skilar boltanum ofan í körfuna. Körfubolti 19. nóvember 2021 23:58
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 79-78 | Milka hetja Keflvíkinga í háspennuleik Dominykas Milka tryggði Keflavík einkar dramatískan sigur á Val er liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 79-78 en Milka tryggði sigurinn með síðasta skoti leiksins. Körfubolti 19. nóvember 2021 22:55
Þjálfari Íslandsmeistaranna: Komum flatir út Lárus Jónsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar, var ekki nægilega sáttur með hvernig sínir menn komu inn í leikinn gegn nöfnum sínum frá Akureyri. Körfubolti 19. nóvember 2021 22:16
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Þór Ak. 110-81 | Einkar öruggur sigur hjá heimamönnum Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshafnar fóru illa með botnlið Þórs Akureyrar í uppgjöri nafnanna í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 110-81 heimamönnum í vil. Körfubolti 19. nóvember 2021 19:50
Hafa tapað sex föstudagsleikjum í röð og mæta til Keflavíkur í kvöld Flestir geta ekki beðið eftir föstudögum en þetta hafa hins vegar ekki verið góðir dagar fyrir karlalið Valsmanna í körfuboltanum. Körfubolti 19. nóvember 2021 13:01