Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Embætti biskups bótaskylt

Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag bótaskyldu Embættis biskups Íslands og íslensku þjóðkirkjunnar vegna máls Páls Ágústs Ólafssonar.

Innlent
Fréttamynd

Borgi 375 þúsund eftir heyrúlludeilu

Seljendur sauðfjárjarðar í Dalasýslu voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir til að greiða kaupendum 375 þúsund krónur vegna heyrúllna sem ekki voru á jörðinni við afhendingu hennar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki var krafist upptöku fjár því skattalagabrot Júlíusar Vífils var fyrnt

Af þeim tíu dómum sem kveðnir hafa verið upp vegna peningaþvættis undanfarinn áratug og eru aðgengilegir á vef héraðsdómstólanna var krafist upptöku fjár í sjö málum. Ekki var krafist upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar því frumbrot hans sem var skattalagabrot var löngu fyrnt og vildi saksóknari gæta meðalhófs en málið á sér engin fordæmi hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag

Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning.

Innlent
Fréttamynd

Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun eftir skemmtiferð

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir nauðgun á gólfinu á Hressó

Hemn Rasul Hamd, ríkisborgari með óþekktan dvalarstað, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga konu á salerni á veitingastaðnum Hressó í Austurstrætí í febrúar fyrir tæpum þremur árum.

Innlent
Fréttamynd

Áfram í varðhaldi vegna árásar á Akureyri

Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um tilraun til manndráps eftir að hafa stungið annan karlmann með hnífsblaði í krepptum hnefa á Akureyri í byrjun nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Eltu uppi innbrotsþjóf með merki frá spjaldtölvu að vopni

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölmörg innbrot og aðra glæpi. Maðurinn er grunaður um nánast samfellda brotastarfsemi frá því í febrúar á þessu ári frá því að hann var handtekinn þann 21. nóvember síðastliðinn.

Innlent