Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Bandaríkin hætta að styðja WHO

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin myndu hætta samstarfi og stuðningi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO.

Erlent
Fréttamynd

Samfélagsmiðlarisar ósammála um ábyrgð sína

Forstjórar Facebook og Twitter eru ekki á einu máli um hvaða ábyrgð samfélagsmiðlarnir bera á upplýsingafalsi sem þeir eru notaðir til þess að dreifa. Hvíta húsið heldur því fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli að gefa út tilskipun um samfélagsmiðla eftir að Twitter setti fyrirvara við fullyrðingar sem hann setti fram í tísti í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Trump hótar að loka samfélagsmiðlum

Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum.

Erlent
Fréttamynd

Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump

Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna.

Erlent
Fréttamynd

Biden biðst afsökunar á „yfirlætislegum“ ummælum

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali í gær. Þar sagði hann að þeldökkir kjósendur sem íhuguðu að kjósa Donald Trump, núverandi forseta, væru ekki raunverulega þeldökkir.

Erlent
Fréttamynd

Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda

Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti.

Erlent
Fréttamynd

Trump setur WHO afarkosti

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru.

Erlent
Fréttamynd

Býst hvorki við að Obama né Biden verði rannsakaðir

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna býst hvorki við því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, né Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og líklegt forsetaefni demókrata, verði rannsakaðir þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar Donalds Trump forseta um óljóst samsæri þeirra. Gaf hann þó í skyn að „aðrir“ gætu verið sóttir til saka.

Erlent
Fréttamynd

Pompeo sagður hafa látið ríkisstarfsmann ganga með hundinn og útrétta fyrir sig

Innri endurskoðandi bandaríska utanríkisráðuneytisins var byrjaður að kanna ásakanir um að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi látið pólitískt skipaðan starfsmann sinna persónulegum viðvikum eins og fara út að ganga með hundinn sinn, sækja föt í hreinsun og fleira þegar Donald Trump forseti rak endurskoðandann skyndilega á föstudag. Pompeo er sagður hafa hvatt Trump til að reka eftirlitsmanninn.

Erlent