Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. Erlent 6. ágúst 2019 11:45
Maðurinn sem sendi andstæðingum Trump sprengjur dæmdur í 20 ára fangelsi Cesar Sayoc, bandaríski maðurinn sem játaði í mars að hafa sent andstæðingum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, rörasprengjur í pósti, hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Erlent 5. ágúst 2019 21:03
Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. Erlent 5. ágúst 2019 14:55
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. Erlent 5. ágúst 2019 14:30
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. Erlent 5. ágúst 2019 10:38
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. Erlent 4. ágúst 2019 08:02
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. Innlent 3. ágúst 2019 08:19
A$AP Rocky laus úr haldi og kveðst auðmjúkur eftir erfiða reynslu Bandaríska rapparanum A$AP Rocky var í dag sleppt úr haldi eftir að hafa verið í fangelsi nær allan júlímánuð. Réttarhöld hafa undanfarna daga staðið yfir í Svíþjóð en Rocky og lífverðir hans tveir bíða niðurstöðu sænskra dómstóla. Erlent 2. ágúst 2019 19:32
Trump teflir djarft í tollastríði Trump var ekki sáttur þegar bandaríska sendinefndin greindi honum frá gangi viðræðna og sakar forseta Kína um að ganga á bak orða sinna. Erlent 1. ágúst 2019 21:27
Nýr sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar staðfestur Kelly Kraft var sendiherra í Kanada og fjölskylda hennar er umsvifamikil í kolaiðnaðinum. Erlent 1. ágúst 2019 15:34
Skildu hundruð barna frá foreldrum sínum þrátt fyrir lögbann Mannréttindasamtök í Bandaríkjunum saka ríkisstjórn Trump forseta um að nota velferð og öryggi barna sem átyllu til að halda áfram að stía í sundur fjölskyldum á landamærunum. Erlent 31. júlí 2019 12:36
Trump segist vilja hemja „tryllta“ leyniþjónustu Þingmaður repúblikana og einarður málsvarði Trump forseta á að koma böndum á leyniþjónustu sem forsetinn segir hafa gengið berserksgang. Erlent 31. júlí 2019 09:38
Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. Erlent 30. júlí 2019 22:05
Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. Erlent 30. júlí 2019 20:40
Svartir þingmenn sniðganga viðburð með forsetanum Trump forseti heldur ræðu í Virginíu til að fagna fjögurra alda afmæli fulltrúalýðræðis. Svartir ríkisþingmenn ætla að sniðganga hana vegna rasískra ummæla forsetans. Erlent 30. júlí 2019 16:27
Rannsaka tengsl framboðs og stjórnar Trump við arabíuríki Helsti fjáraflari framboðs Trump var í nánum samskiptum við Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmin í kosningabaráttunni og í upphafi valdatíðar forsetans. Erlent 30. júlí 2019 11:53
A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. Erlent 30. júlí 2019 10:16
Trump skrifar undir fjárveitingu til viðbragðsaðila 11. september Bandaríkjaforseti, Donald Trump hefur undirritað frumvarp sem gerir það að verkum að heilbrigðisþjónustusjóður, sem ætlaður er viðbragðsaðilum sem komu til aðstoðar eftir hryðjuverkaárásirnar í New York þann 11. September 2001, verði aldrei uppurinn. Erlent 29. júlí 2019 23:49
Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. Erlent 29. júlí 2019 12:02
Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. Erlent 29. júlí 2019 10:03
Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. Erlent 28. júlí 2019 10:41
Hæstiréttur heimilar Trump að nota ríkisfé í múrinn Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur greitt veginn fyrir uppbyggingu hins umdeilda múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill reisa á landamærum landsins Erlent 26. júlí 2019 22:55
Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Erlent 26. júlí 2019 11:30
Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. Viðskipti erlent 26. júlí 2019 10:45
Telja Rússa hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi allra ríkja Bandaríkjanna Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings telur alríkisstjórnina hafa brugðist í að gera ríkjum grein fyrir alvarleika árása á kosningarnar árið 2016. Erlent 26. júlí 2019 10:12
Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð Erlent 25. júlí 2019 22:53
Hafna frumvörpum ætlað að tryggja öryggi kosninga þvert á viðvörun Mueller Niðurstaðan er sögð vekja sérstaka athygli í ljósi þess að frumvörpunum var hafnað aðeins fáeinum klukkustundum eftir að Robert Mueller, sem stýrði rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016, varaði þingmenn við áframhaldandi tilraunum erlendra valdhafa til að hafa áhrif á framgöngu kosninga þar í landi. Erlent 25. júlí 2019 19:44
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. Lífið 25. júlí 2019 09:07
Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. Erlent 25. júlí 2019 08:49
Epstein fannst „hálfmeðvitundarlaus“ í fangaklefa Auðkýfingurinn Jeffrey Epstein, sem m.a. er ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst "hálfmeðvitundarlaus“ í fangaklefa sínum í New York í gær. Erlent 25. júlí 2019 07:48