Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Á met sem enginn vill

    Ben Brereton Diaz á nú met sem enginn vill í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Hann hefur leikið 20 leiki án þess að næla í einn einasta sigur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rauða spjaldið hans Bruno dregið til baka

    Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, mun ekki missa af næstu þremur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem rauða spjaldið sem hann fékk gegn Tottenham Hotspur hefur verið dregið til baka.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chiesa ekki með gegn Ítölunum

    Ítalinn Federico Chiesa verður ekki með Liverpool gegn liði Bologna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Diogo Jota ætti þó að ná leiknum eftir að hafa glímt við smávægileg meiðsli í vikunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Spilar ekki gegn Arsenal eftir há­vaða­rif­rildi

    Ousmane Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, verður ekki með í för þegar liðið mætir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í Lundúnum annað kvöld. Um er að kenna ósætti milli hans og Luis Enrique, þjálfara franska liðsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ten Hag verði ekki rekinn

    Breski miðilinn The Telegraph heldur því fram í morgun að staða Hollendingsins Erik ten Hag í starfi knattspyrnustjóra Manchester United sé örugg þrátt fyrir afleit úrslit að undanförnu. Ten Hag mætti snemma til vinnu í dag eftir þungt tap á heimavelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tottenham lék tíu United-menn grátt

    Tottenham vann frábæran 3-0 útisigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag og jók þar með enn pressuna á Erik ten Hag, knattspyrnustjóra United. Heimamenn misstu Bruno Fernandes af velli með rautt spjald og verða án hans í næstu deildarleikjum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Upp­hafið að endinum hjá Ten Hag?

    Manchester United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og þá gerði liðið jafntefli við Twente frá Hollandi í Evrópudeildinni í vikunni. Næstu þrír leikir liðsins eru í erfiðari kantinum og gætu verið upphafið að endinum hjá þjálfara liðsins, Erik ten Hag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Liverpool á toppnum

    Liverpool er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur á útivelli gegn botnliðinu, Úlfunum, í lokaleik dagsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Við tökum stiginu“

    „Þeir áttu sín augnablik á fyrstu tíu mínútum leiksins og eftir jöfnunarmarkið en að mestu spiluðum við virkilega vel,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli sinna manna í Manchester City gegn Newcastle United.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vand­ræði Man City án Rodri halda á­fram

    Englandsmeisturum Manchester City tókst ekki að hrista af sér þá staðreynd að liðinu gengur gríðarlega illa án miðjumannsins Rodri en liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United í Norður-Englandi í fyrsta leik 6. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

    Enski boltinn